Skýr lög um vörslusviptingar Ögmundur Jónasson skrifar 3. júlí 2012 06:00 Um vörslusviptingar er ekki hægt að alhæfa. Einstaklingur gerir samning um að kaupa bifreið, fær bílinn í hendur en stendur ekki í skilum. Hann er sviptur umráðum yfir bílnum. Annar einstaklingur stendur í skilum lengi vel en springur á limminu í kjölfar efnahagshrunsins vegna verðbólguskots og kjaraskerðingar. Til er í dæminu að einstaklingur hafi talið sig vera búinn að greiða eignina upp en kaupleigufyrirtækið telji svo ekki vera. En þrátt fyrir ágreining voru þess mörg dæmi að handhafi hinnar umdeildu eignar hafi verið sviptur henni með valdi án þess að leitað hefði verið eftir úrskurði og heimildum sem lög þó kváðu á um. Aftur og ítrekað komu inn á mitt borð kvartanir vegna slíkra vörslusviptinga eftir að ég tók við embætti ráðherra dómsmála og mannréttinda. Groddalegar aðfarirKvartanirnar komu bæði frá einstaklingum og samtökum. Ég brást ítrekað við í fjölmiðlum þar sem ég reisti þá kröfu á hendur kaupleigufyrirtækjum að þau færu að lögum í þessum efnum og á heimasíðu innanríkisráðuneytisins komu þessi tilmæli skýrt fram. Fram kom að telji einhver sig eiga skýlausan rétt á að fá umráð eignar sem er í vörslu annars, þarf hinn fyrrnefndi almennt að leita til opinbers aðila til að fá þessa heimild sína staðfesta. Slíkt væri unnt að gera með skjótum hætti á grundvelli 78. gr. laga um aðför. Samkvæmt henni væri að sama skapi aðila sem teldi sér með ólögmætum hætti aftrað að neyta réttinda sem honum bæri og hann gæti fært sönnur á rétt sinn, heimilt að beina til héraðsdómara beiðni um að hluturinn yrði færður honum í hendur. Dómari tæki þá afstöðu til þess hvort réttur gerðarbeiðanda væri svo ótvíræður að heimila mætti honum umráð hlutarins. Samkvæmt 3. mgr. 83. gr. aðfararlaga skal að jafnaði hafna aðfararbeiðni ef varhugavert þykir að láta gerðina ná fram að ganga á grundvelli sönnunargagna. Það þýðir að leiki vafi á réttmæti kröfu gerðarbeiðanda skal hafna því að aðför fari fram. Sé slíkri aðfararbeiðni hafnað er gerðarbeiðanda óheimilt að taka eign í sína vörslu þar til leyst hefur verið úr ágreiningi aðila. Þetta er afdráttarlaust enda urðu þessar ábendingar til þess að verulega dró úr vörslusviptingum sem stundum fóru þó fram með vægast sagt groddalegum hætti. Þótt ástandið lagaðist bárust þó áfram kvartanir. Ný löggjöfÍ framhaldinu óskaði ég eftir því við réttarfarsnefnd ráðuneytisins að nefndin útbyggi lagafrumvarp þar sem tekið væri á þessu vandamáli og þeir sem stunduðu slíkar aðferðir yrðu knúnir til að fara að reglum aðfararlaga vildu þeir ná til sín eignum sem þeir teldu sig eiga. Þótt lögin væru skýr, eins og hér hefur komið fram, væri þó greinilegt að skerpa þyrfti á þeim þannig að engin tvímæli væru. Frumvarp þessa efnis leit nú dagsins ljós og var það útbúið sem breyting á innheimtulögum. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hafði þessi mál einnig til skoðunar í góðri samvinnu við innanríkisráðuneytið. Úr varð að frumvarpið var flutt á vegum nefndarinnar og varð það að lögum nú í þinglok. Ég tel að hér sé um mikilvæga réttarbót að ræða. Hér eftir er ljóst að sá sem taka vill eign sína úr vörslu umráðamanns verður að fá samþykki hans til þess. Fáist samþykki ekki verður að fara að þeim reglum sem kveðið er á um í lögum um aðför og leita atbeina dómstóla og svo sýslumanns til aðgerðanna. Jafnframt er ljóst að þeir sem stunda vörslusviptingar þurfa nú leyfi stjórnvalda til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Um vörslusviptingar er ekki hægt að alhæfa. Einstaklingur gerir samning um að kaupa bifreið, fær bílinn í hendur en stendur ekki í skilum. Hann er sviptur umráðum yfir bílnum. Annar einstaklingur stendur í skilum lengi vel en springur á limminu í kjölfar efnahagshrunsins vegna verðbólguskots og kjaraskerðingar. Til er í dæminu að einstaklingur hafi talið sig vera búinn að greiða eignina upp en kaupleigufyrirtækið telji svo ekki vera. En þrátt fyrir ágreining voru þess mörg dæmi að handhafi hinnar umdeildu eignar hafi verið sviptur henni með valdi án þess að leitað hefði verið eftir úrskurði og heimildum sem lög þó kváðu á um. Aftur og ítrekað komu inn á mitt borð kvartanir vegna slíkra vörslusviptinga eftir að ég tók við embætti ráðherra dómsmála og mannréttinda. Groddalegar aðfarirKvartanirnar komu bæði frá einstaklingum og samtökum. Ég brást ítrekað við í fjölmiðlum þar sem ég reisti þá kröfu á hendur kaupleigufyrirtækjum að þau færu að lögum í þessum efnum og á heimasíðu innanríkisráðuneytisins komu þessi tilmæli skýrt fram. Fram kom að telji einhver sig eiga skýlausan rétt á að fá umráð eignar sem er í vörslu annars, þarf hinn fyrrnefndi almennt að leita til opinbers aðila til að fá þessa heimild sína staðfesta. Slíkt væri unnt að gera með skjótum hætti á grundvelli 78. gr. laga um aðför. Samkvæmt henni væri að sama skapi aðila sem teldi sér með ólögmætum hætti aftrað að neyta réttinda sem honum bæri og hann gæti fært sönnur á rétt sinn, heimilt að beina til héraðsdómara beiðni um að hluturinn yrði færður honum í hendur. Dómari tæki þá afstöðu til þess hvort réttur gerðarbeiðanda væri svo ótvíræður að heimila mætti honum umráð hlutarins. Samkvæmt 3. mgr. 83. gr. aðfararlaga skal að jafnaði hafna aðfararbeiðni ef varhugavert þykir að láta gerðina ná fram að ganga á grundvelli sönnunargagna. Það þýðir að leiki vafi á réttmæti kröfu gerðarbeiðanda skal hafna því að aðför fari fram. Sé slíkri aðfararbeiðni hafnað er gerðarbeiðanda óheimilt að taka eign í sína vörslu þar til leyst hefur verið úr ágreiningi aðila. Þetta er afdráttarlaust enda urðu þessar ábendingar til þess að verulega dró úr vörslusviptingum sem stundum fóru þó fram með vægast sagt groddalegum hætti. Þótt ástandið lagaðist bárust þó áfram kvartanir. Ný löggjöfÍ framhaldinu óskaði ég eftir því við réttarfarsnefnd ráðuneytisins að nefndin útbyggi lagafrumvarp þar sem tekið væri á þessu vandamáli og þeir sem stunduðu slíkar aðferðir yrðu knúnir til að fara að reglum aðfararlaga vildu þeir ná til sín eignum sem þeir teldu sig eiga. Þótt lögin væru skýr, eins og hér hefur komið fram, væri þó greinilegt að skerpa þyrfti á þeim þannig að engin tvímæli væru. Frumvarp þessa efnis leit nú dagsins ljós og var það útbúið sem breyting á innheimtulögum. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hafði þessi mál einnig til skoðunar í góðri samvinnu við innanríkisráðuneytið. Úr varð að frumvarpið var flutt á vegum nefndarinnar og varð það að lögum nú í þinglok. Ég tel að hér sé um mikilvæga réttarbót að ræða. Hér eftir er ljóst að sá sem taka vill eign sína úr vörslu umráðamanns verður að fá samþykki hans til þess. Fáist samþykki ekki verður að fara að þeim reglum sem kveðið er á um í lögum um aðför og leita atbeina dómstóla og svo sýslumanns til aðgerðanna. Jafnframt er ljóst að þeir sem stunda vörslusviptingar þurfa nú leyfi stjórnvalda til þess.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun