Að rækta reiðina Sighvatur Björgvinsson skrifar 4. júlí 2012 06:00 Þá er bölvuð lygaþvælan farin að hljóma aftur. Einhverjir besservisserar í útlöndum, sem ekkert skynbragð bera á málefni og sérstöðu íslensku þjóðarinnar, ryðjast nú fram á vígvöllinn til þess að reyna að ljúga því að fólki, að við Íslendingar séum að rétta úr kútnum. Að stjórnvöld séu að ná árangri. Að hagvöxtur sé kominn vel af stað. Að hratt dragi úr atvinnuleysi. Að kreppunni sé að létta. Þetta eru sömu útlendu lygararnir og lugu því upp á þjóðina að allt væri hér að hrynja þegar okkur gekk allt í haginn. Þegar Ísland var á góðri leið með að verða fjármálamiðstöð heimsins. Þegar íslenskir bankamenn söfnuðu stuðningsframlögum við íslensku útrásina meðal framandi þjóða og höfðu vart undan við að taka því slík var tiltrú þeirra. Þegar sókndjarfir Íslendingar átu gull í kvöldverð og höfðu eignast Hotel Angleterre, Magasin du Nord, Hamleys, Fraser, Karin Miller, Iceland verslunarkeðjuna og fleira og fleira í tilbót við einkaþotur, lúxusvillur í London og New York, Hummera, Bentleya – og íslenska þjóðin átti fleiri nýja Range Rovera en Danir og Svíar samanlagt. Þá lugu þessir útlendingar því upp að hér væri allt á hverfanda hveli. Svo sórust þessir lygarar í fóstbræðralag um að koma þjóðinni á kné. Útlendu lygararnir gerðu þá samsæri gegn íslensku þjóðinni eins og lesa má um í bók og brutu okkur niður. Nú eru þessir lygarar og níðingar aftur komnir á kreik og halda því fram að við séum að rétta úr kútnum. Við – þegar þúsundir Íslendinga eru að flýja land. Þegar heimilin geta ekki borgað skuldir sínar og enginn vill borga fyrir þau. Þegar þjóðin er við hungurmörk. Þegar stjórnmálastéttin er gerspillt, embættismannastéttin fordjörfuð, fjölmiðlastéttin mýld og allur almenningur svo mikið óskaplega reiður í eymd sinni.Lygi – lygi – lygi Verst er þó af öllu þegar landráðamenn bætast í hóp þessara útlensku lygara. Menn eins og Stefán Ólafsson og Gylfi Zoega, sem stæra sig af einhverri háskólamenntun og taka undir með útlendu lygurunum um að hér sé allt á réttri leið og kreppan sé að baki. Voru það ekki þessir sömu menn sem tónuðu undir með útlendu lygurunum þegar íslensku þjóðinni gekk sem best og reynt var að ljúga af okkur æruna? Svo koma einhverjar kerfisstofnanir eins og Hagstofan með tilbúnar tölur um hagvöxt, um fjölgun utanlandsferða, fækkun atvinnulausra, um stóraukin kaup á dýrum hjólhýsum og bifreiðum. Lygi – lygi – lygi!!! Reiðin sýður og kraumar í þjóðarsálinni eins og sóðalegt orðbragðið í netheimum ber vitni um. Þjóðin hefur fyllsta rétt á að vera reið og hlúa að reiði sinni. Rækta hana, leyfa henni að vaxa og dafna, festa djúpar rætur og bera allan þann ávöxt sem reiðin ein getur borið. Lygaþvæla eins og sú, sem nú er reynt að halda að þjóðinni, getur einungis orðið til þess að ala heiftræknina – og það er gott. Gott vegna þess, að reiðin ein, orðbragðið og athafnirnar, sem af henni leiða, er það einasta eina sem bjargað getur íslensku þjóðinni frá þeim örlögum sem öfundarmenn hennar í útlöndum og landráða- og lygamerðirnir hér heima vilja búa henni – ekki satt? Íslenska reiðin er þjóðleg reiði. Hún bognar hvorki né brotnar undan erlendu valdi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Þá er bölvuð lygaþvælan farin að hljóma aftur. Einhverjir besservisserar í útlöndum, sem ekkert skynbragð bera á málefni og sérstöðu íslensku þjóðarinnar, ryðjast nú fram á vígvöllinn til þess að reyna að ljúga því að fólki, að við Íslendingar séum að rétta úr kútnum. Að stjórnvöld séu að ná árangri. Að hagvöxtur sé kominn vel af stað. Að hratt dragi úr atvinnuleysi. Að kreppunni sé að létta. Þetta eru sömu útlendu lygararnir og lugu því upp á þjóðina að allt væri hér að hrynja þegar okkur gekk allt í haginn. Þegar Ísland var á góðri leið með að verða fjármálamiðstöð heimsins. Þegar íslenskir bankamenn söfnuðu stuðningsframlögum við íslensku útrásina meðal framandi þjóða og höfðu vart undan við að taka því slík var tiltrú þeirra. Þegar sókndjarfir Íslendingar átu gull í kvöldverð og höfðu eignast Hotel Angleterre, Magasin du Nord, Hamleys, Fraser, Karin Miller, Iceland verslunarkeðjuna og fleira og fleira í tilbót við einkaþotur, lúxusvillur í London og New York, Hummera, Bentleya – og íslenska þjóðin átti fleiri nýja Range Rovera en Danir og Svíar samanlagt. Þá lugu þessir útlendingar því upp að hér væri allt á hverfanda hveli. Svo sórust þessir lygarar í fóstbræðralag um að koma þjóðinni á kné. Útlendu lygararnir gerðu þá samsæri gegn íslensku þjóðinni eins og lesa má um í bók og brutu okkur niður. Nú eru þessir lygarar og níðingar aftur komnir á kreik og halda því fram að við séum að rétta úr kútnum. Við – þegar þúsundir Íslendinga eru að flýja land. Þegar heimilin geta ekki borgað skuldir sínar og enginn vill borga fyrir þau. Þegar þjóðin er við hungurmörk. Þegar stjórnmálastéttin er gerspillt, embættismannastéttin fordjörfuð, fjölmiðlastéttin mýld og allur almenningur svo mikið óskaplega reiður í eymd sinni.Lygi – lygi – lygi Verst er þó af öllu þegar landráðamenn bætast í hóp þessara útlensku lygara. Menn eins og Stefán Ólafsson og Gylfi Zoega, sem stæra sig af einhverri háskólamenntun og taka undir með útlendu lygurunum um að hér sé allt á réttri leið og kreppan sé að baki. Voru það ekki þessir sömu menn sem tónuðu undir með útlendu lygurunum þegar íslensku þjóðinni gekk sem best og reynt var að ljúga af okkur æruna? Svo koma einhverjar kerfisstofnanir eins og Hagstofan með tilbúnar tölur um hagvöxt, um fjölgun utanlandsferða, fækkun atvinnulausra, um stóraukin kaup á dýrum hjólhýsum og bifreiðum. Lygi – lygi – lygi!!! Reiðin sýður og kraumar í þjóðarsálinni eins og sóðalegt orðbragðið í netheimum ber vitni um. Þjóðin hefur fyllsta rétt á að vera reið og hlúa að reiði sinni. Rækta hana, leyfa henni að vaxa og dafna, festa djúpar rætur og bera allan þann ávöxt sem reiðin ein getur borið. Lygaþvæla eins og sú, sem nú er reynt að halda að þjóðinni, getur einungis orðið til þess að ala heiftræknina – og það er gott. Gott vegna þess, að reiðin ein, orðbragðið og athafnirnar, sem af henni leiða, er það einasta eina sem bjargað getur íslensku þjóðinni frá þeim örlögum sem öfundarmenn hennar í útlöndum og landráða- og lygamerðirnir hér heima vilja búa henni – ekki satt? Íslenska reiðin er þjóðleg reiði. Hún bognar hvorki né brotnar undan erlendu valdi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar