
Nýtt upphaf í Reykjavík
Þessar fyrirætlanir og framkvæmdir eru í takt við þá stefnu sem nú er verið að móta í þverpólitískri vinnu við endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur. Á kynningar- og umræðufundum, sem hafa verið haldnir í öllum hverfum borgarinnar undanfarið, hefur komið skýrt fram að nýtt aðalskipulag felur í sér róttæka stefnubreytingu. Skipulagið hverfur frá dreifbýlisstefnu undanfarinna ára og áratuga. Engin ný úthverfi verða byggð í Reykjavík næstu áratugi. Reykvíkingar, og íbúar höfuðborgarsvæðisins alls, eiga nú þegar mikið af ágætum úthverfum. Nú er komið að innhverfunum.
Borg fyrir alls konar fólk
Í kynningarbæklingi, sem skipulags- og byggingarsvið borgarinnar hefur gefið út, er gert ráð fyrir að Reykvíkingum fjölgi um 25.000 manns til ársins 2030. Það þýðir að byggja þarf um 12.000 íbúðir á tímabilinu. Skipulagið gerir ráð fyrir að uppbyggingin eigi sér fyrst og fremst stað á þéttingarási sem teygir sig frá Mýrargötu upp í gegnum Hlemm, meðfram Suðurlandsbraut, inn að Elliðaárósum og að Ártúnshöfða. Gert er ráð fyrir öflugum almenningssamgöngum á þessari leið og góðum hjólabrautum. Hitt þéttingarsvæðið er í Vatnsmýrinni. Þar verða byggðar allt að sjö þúsund íbúðir. Segja má að þar með myndist tveir þéttingarásar. Annar liggur frá vestri til austurs, hinn frá suðri til norðurs. Þeir skerast í miðborginni.
Atrennur að þéttingu borgarinnar hafa heppnast misvel í gegnum tíðina. Morgunblaðshúsið, Skúlagötuskipulagið og Höfðatorg eru dæmi um háhýsaþéttingu sem tekur ekkert tillit til umhverfisins. Einnig hefur borið á ásókn í að byggja helst bara íbúðir fyrir eldri borgara og sterkefnað, barnlaust fólk á þéttingarreitum inni í borginni. Sennilega gefur það mest í aðra hönd fyrir fjárfesta og verktaka og jafnvel borgarsjóð líka, til skamms tíma. Það hlýtur samt að vera meiri framtíð í félagslegum fjölbreytileika. Það er ekki lífvænleg stefna að útiloka barnafólk frá nýjum íbúðarreitum í grennd við miðborgina.
Skýrar línur
Þéttingin hefur fengið neikvæðan stimpil undanfarin ár vegna þess að orðið hefur verið notað ítrekað til að réttlæta ýtrustu kröfur sérhagsmunaaðila. Það er því afar mikilvægt að árétta að hún er ekki markmið í sjálfu sér. Þétting er leið til að skapa vistvænni, manneskjulegri, líflegri og sjálfbærari borg.
Þetta eru fögur orð og við vitum að fögur orð og fyrirheit gera lítið gagn ein og sér. Reynslan kennir okkur að það er nauðsynlegt að allir séu á sömu blaðsíðunni; íbúar, yfirvöld, fjárfestar, verktakar. Línurnar þurfa að vera alveg skýrar. Það þarf að vera alveg skýrt hvar verður byggt og hvar ekki næstu tvo til þrjá áratugi og markmiðin með uppbyggingunni eiga að vera á hreinu.
Skilvirk leið til að koma í veg fyrir að þéttingarsvæðin í borginni séu lokuð fyrir félagslegum fjölbreytileika er að skapa fleiri valkosti á húsnæðismarkaði. Nýsamþykkt húsnæðisstefna gerir ráð fyrir að á fyrirhuguðum þéttingarsvæðum verði fjórðungur íbúðanna leigu- og búseturéttaríbúðir.
Mikilvæg forsenda þess að Reykjavík verði í framtíðinni vistvæn og sjálfbær, og um leið manneskjuleg, er að umferðin verði meira borgarmiðuð þar sem gangandi og hjólandi njóta forgangs og hlutur almenningssamgangna verði stóraukinn. Til að það gangi eftir þarf margt að koma til. Endurhönnun gatna þarf að taka mið af nýrri forgangsröðun og slaka verður á úreltum kröfum um fjölda bílastæða við nýbyggingar. Fyrirtæki og opinberar stofnanir þurfa að koma sér um metnaðarfullri samgöngustefnu og gjald fyrir bílastæði á að svara raunkostnaði við gerð þeirra og rekstur.
Nokkur skref hafa þegar verið tekin í þessa átt. Borgarbúar njóta grænna skrefa og metnaðarfullrar hjólreiðaáætlunar frá síðasta meirihluta. Núverandi meirihluti hefur meðal annars samþykkt samgönguætlun í samvinnu við ríkisvaldið sem gerir ráð fyrir miklu þéttari og öflugri almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Verið er að breyta reglum þannig að þær kveði ekki lengur á um lágmarksbílastæðafjölda, heldur hámarksbílastæðafjölda.
Skoðun

Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum
Sigurður Kári Harðarson skrifar

Stöðvum glæpagengi á Íslandi
Hjalti Vigfússon skrifar

Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“
Gunnar Ármannsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar
Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar

Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing
Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar

„Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“
Heiðrún Jónsdóttir skrifar

Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins?
Birgir Finnsson skrifar

Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja
Viðar Hreinsson skrifar

Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð!
Ólafur Ingólfsson skrifar

Vinnustaðir fatlaðs fólks
Atli Már Haraldsson skrifar

Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki?
Jón Hrói Finnsson skrifar

Blóð, sviti og tár
Jökull Jörgensen skrifar

Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika?
Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju?
Sigurþóra Bergsdóttir skrifar

Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir
Anna Maria Jónsdóttir skrifar

Listin við að fara sér hægt
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli!
Eydís Inga Valsdóttir skrifar

Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi
Anna Greta Ólafsdóttir skrifar

Bjánarnir úti á landi
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Hvað kostar EES samningurinn þjóðina?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

En hvað með loftslagið?
Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar