Forsetinn minn Ari Trausti Guðmundsson skrifar 12. júlí 2012 06:00 Sá sem hlýtur um 85.000 atkvæði frá 235.000 kjósendum er löglega kjörinn forseti Íslands, að því gefnu að aðrir hljóti líka atkvæði og um 30% kjósenda greiði ekki atkvæði. Hefur hann þá umboð þjóðarinnar? Já, samkvæmt lýðræði og lögum. En í reynd er það fremur formlegt en raunverulegt því meirihlutinn er allur annar. Í því ljósi er vafasamt að skilgreina sem svo að umboðið sé „umboð þjóðarinnar til halda áfram lýðræðisbyltingu" sem á að hafa hafist með beitingu málskotsréttar og tilheyrandi þjóðaratkvæðagreiðslum. Einkum ef viðtekin stefna þessarar byltingar er ekki til; aðeins almennur vilji fólks til beinna og skilvirkara lýðræðis. En sá veldur sem á heldur og Ólafur Ragnar Grímsson beitir þessari skilgreiningu og skilgreinir um leið einn og sjálfur hvert halda skuli. Hann vill, eins og ég margoft benti á í kosningastarfinu, taka þátt í umræðu um „stóru málin" með eindregnar skoðanir, líka með og á móti, ella veit hann ekki að eigin sögn til hvers forsetinn er nýtur. Með þessum hætti blandar hann sér beint sem eins manns stjórnmálaflokkur í umræður í samfélaginu jafnt og á Alþingi enda þótt hann hafi sagt í fyrri sjónvarpsumræðunum að hlutverk forsetans fælist ekki í að blanda sér í umræður á þingi. Sem sagt: Með eða á móti krónunni, með eða á móti aðild að ESB, með eða móti endurskoðun stjórnarskrár með þessu eða hinu innihaldinu eða á einum eða öðrum tímapunkti, og með eða á móti einhverjum aðgerðum til að auka traust Alþingis. Fleira má flokka sem „stór mál". Ýmsir ganga fram og telja Ólaf Ragnar hafa með þessu og þrefaldri beitingu málskotsréttar breytt embættinu til frambúðar og jafnvel að hann geti gengið lengra án þess að brjóta stjórnarskrána. Sannarlega er breytingin ekki til frambúðar nema til komi vilji raunverulegs meirihluta til slíks og breytingar á stjórnarskrá. Plaggið er nú bærilega skýrt að þessu leyti og gerir ekki ráð fyrir að forseti sé fjórða hjól undir vagni með sérstaka utanríkisstefnu, orkumálastefnu, umhverfisstefnu, heilbrigðisstefnu, stefnu um innihald stjórnarskrár eða leiðir og réttan tíma til að semja hana og svo framvegis. Hvað endurskoðun hennar allrar eða hluta leiðir um síðir í ljós er önnur saga. Með því að tala og hegða sér öndvert við Ólaf Ragnar og halda í heiðri skynsömum notum málskotsréttar (sem varla var unnt að beita áður fyrr vegna hótana um stjórnarslit) væri embættið látið virka á ný sem embætti þjóðkjörins trúnaðarmanns mikils meirihluta fólks; manns sem langflestir geta bent á og sagt: - Þetta er forsetinn minn. Hann byggir brýr en grefur ekki skurði. Auðvitað tekur þessi forseti þátt í umræðum um „stóru málin". Hann er hvetjandi, fundvís á verkefni til að ræða, setur fram nýja fleti á málefnum, greinir mót- og meðrök og kallar eftir lausnum, hvetur til að verkefni verði sett á dagskrá og þannig má telja áfram. Hann útskýrir utanríkisstefnu samstarfsflokka sem skipa ríkisstjórn hverju sinni og gerir grein fyrir minnihlutaáliti um leið. Hann er forsetinn þinn en ekki einstakra og ólíkra fylkinga eftir málefnum hverju sinni. Ef haldið er áfram að knýja forsetaembættið út fyrir ramma upplýstrar umræðu þar sem forsetinn er leiðandi, sættandi og skýrandi, verður það smám saman að allt öðru en þjóðareign. Ef vilji er fyrir annars konar forsetaembætti, í líkingu við það franska eða bandaríska, er slíkt áskorun um uppstokkun á stjórnarskránni og tilefni til langrar og vandaðrar vinnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Skoðanir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Sá sem hlýtur um 85.000 atkvæði frá 235.000 kjósendum er löglega kjörinn forseti Íslands, að því gefnu að aðrir hljóti líka atkvæði og um 30% kjósenda greiði ekki atkvæði. Hefur hann þá umboð þjóðarinnar? Já, samkvæmt lýðræði og lögum. En í reynd er það fremur formlegt en raunverulegt því meirihlutinn er allur annar. Í því ljósi er vafasamt að skilgreina sem svo að umboðið sé „umboð þjóðarinnar til halda áfram lýðræðisbyltingu" sem á að hafa hafist með beitingu málskotsréttar og tilheyrandi þjóðaratkvæðagreiðslum. Einkum ef viðtekin stefna þessarar byltingar er ekki til; aðeins almennur vilji fólks til beinna og skilvirkara lýðræðis. En sá veldur sem á heldur og Ólafur Ragnar Grímsson beitir þessari skilgreiningu og skilgreinir um leið einn og sjálfur hvert halda skuli. Hann vill, eins og ég margoft benti á í kosningastarfinu, taka þátt í umræðu um „stóru málin" með eindregnar skoðanir, líka með og á móti, ella veit hann ekki að eigin sögn til hvers forsetinn er nýtur. Með þessum hætti blandar hann sér beint sem eins manns stjórnmálaflokkur í umræður í samfélaginu jafnt og á Alþingi enda þótt hann hafi sagt í fyrri sjónvarpsumræðunum að hlutverk forsetans fælist ekki í að blanda sér í umræður á þingi. Sem sagt: Með eða á móti krónunni, með eða á móti aðild að ESB, með eða móti endurskoðun stjórnarskrár með þessu eða hinu innihaldinu eða á einum eða öðrum tímapunkti, og með eða á móti einhverjum aðgerðum til að auka traust Alþingis. Fleira má flokka sem „stór mál". Ýmsir ganga fram og telja Ólaf Ragnar hafa með þessu og þrefaldri beitingu málskotsréttar breytt embættinu til frambúðar og jafnvel að hann geti gengið lengra án þess að brjóta stjórnarskrána. Sannarlega er breytingin ekki til frambúðar nema til komi vilji raunverulegs meirihluta til slíks og breytingar á stjórnarskrá. Plaggið er nú bærilega skýrt að þessu leyti og gerir ekki ráð fyrir að forseti sé fjórða hjól undir vagni með sérstaka utanríkisstefnu, orkumálastefnu, umhverfisstefnu, heilbrigðisstefnu, stefnu um innihald stjórnarskrár eða leiðir og réttan tíma til að semja hana og svo framvegis. Hvað endurskoðun hennar allrar eða hluta leiðir um síðir í ljós er önnur saga. Með því að tala og hegða sér öndvert við Ólaf Ragnar og halda í heiðri skynsömum notum málskotsréttar (sem varla var unnt að beita áður fyrr vegna hótana um stjórnarslit) væri embættið látið virka á ný sem embætti þjóðkjörins trúnaðarmanns mikils meirihluta fólks; manns sem langflestir geta bent á og sagt: - Þetta er forsetinn minn. Hann byggir brýr en grefur ekki skurði. Auðvitað tekur þessi forseti þátt í umræðum um „stóru málin". Hann er hvetjandi, fundvís á verkefni til að ræða, setur fram nýja fleti á málefnum, greinir mót- og meðrök og kallar eftir lausnum, hvetur til að verkefni verði sett á dagskrá og þannig má telja áfram. Hann útskýrir utanríkisstefnu samstarfsflokka sem skipa ríkisstjórn hverju sinni og gerir grein fyrir minnihlutaáliti um leið. Hann er forsetinn þinn en ekki einstakra og ólíkra fylkinga eftir málefnum hverju sinni. Ef haldið er áfram að knýja forsetaembættið út fyrir ramma upplýstrar umræðu þar sem forsetinn er leiðandi, sættandi og skýrandi, verður það smám saman að allt öðru en þjóðareign. Ef vilji er fyrir annars konar forsetaembætti, í líkingu við það franska eða bandaríska, er slíkt áskorun um uppstokkun á stjórnarskránni og tilefni til langrar og vandaðrar vinnu.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar