Pawel Bartoszek svarað Ögmundur Jónasson skrifar 16. júlí 2012 06:00 Nokkuð er um liðið síðan Pawel Bartoszek beindi til mín spurningum sem snúa að fjárhættuspilum og þá sérstaklega á Netinu. Málefnið er brennandi og brýnt að um það fari fram umræða á opinberum vettvangi. Þess vegna er miður hve dregist hefur að svara, auk þess sem Pawel á að sjálfsögðu rétt á svörum. Hann birti grein í Fréttablaðinu 23. mars þar sem hann víkur meðal annars að tölum um hversu miklu er eytt í fjárhættuspil á Netinu en ég hef nefnt töluna 1,5 milljarða króna í því samhengi. Finnur hann að þessari fjárhæð og telur hana ágiskun. Fjárhættuspil á NetinuGreinarhöfundur tilfærir nokkrar tölur úr rannsókn Daníels Þórs Ólasonar um spilahegðun og algengi spilavanda meðal fullorðinna Íslendinga. Dregur hann þar fram að 24% fullorðinna Íslendinga hafi aldrei spilað peningaspil árið 2011, 68,4% hafi spilað án vandræða og 0,8% hafi verið metnir með líklega spilafíkn. Þá dregur Pawel Bartoszek fram það sem ég skrifaði í inngangi skýrslunnar að spilafíkn sogaði til sín milljarða í dýrmætum gjaldeyri og eyðilegði enn dýrmætari líf þeirra einstaklinga sem ánetjast þeim vágesti og að innanríkisráðuneytið hafi birt eigin ágiskun um að 1,5 milljarðar króna fari í slík fjárhættuspil og segist ekki vita hvernig sú tala er fengin. Einnig segir í greininni: ?Ítarleg rannsókn á spilahegðun fólks bendir til að langflestir Íslendingar annaðhvort stundi ekki peningaspil eða geri án nokkurra vandræða. Hvaða ályktun er dregin af þessu? Jú, það þarf klárlega að banna póker á netinu.? Haldgóðar upplýsingarÞví er til að svara að talan um fé sem fer í fjárhættuspil á Netinu byggist á áætlun kortafyrirtækjanna. Þetta er því engin ágiskun mín heldur ískalt mat þeirra aðila sem bestar hafa upplýsingarnar. Kortafyrirtækin telja sig geta staðhæft að heildarvelta Íslendinga í erlendri netspilun hafi verið um 1,5 milljarðar króna árið 2011. Samkvæmt upplýsingum sem Innanríkisráðuneytið fékk frá Noregi má ætla að kortafyrirtæki vanáætli þessar fjárhæðir. Þær geti verið umtalsvert hærri en fram komi í uppgjöri kortafyrirtækja, því fólk nýti jafnframt aðrar leiðir. Þá má benda á að sé þessi fjárhæð sett í samband við þá þróun í þessari tegund spilamennsku, sem fram kemur í könnuninni, má gera ráð fyrir að hér sé um vaxandi veltu að ræða. Ástæða er til að hafa áhyggjur af þessari stöðu. Óviðráðanlegar hvatirLangt er síðan ég fór að láta þetta málefni mig varða. Ástæðan er sú að ég varð þess áskynja hve stór hópur þeirra sem ánetjast spilafíkn lendir í miklum erfiðleikum; leggur líf þeirra sjálfra og annarra sem eru þeim nátengdir í rúst. Þess vegna þarf að stemma stigu við fjárhættuspili og þá ekki síst á Netinu. Eins og ég vék að í upphafi þessa greinarkorns þarf jafnframt að efna til upplýstrar umræðu í þjóðfélaginu um þetta málefni. Jafnframt þarf að efla forvarnastarf en það eitt og sér dugar ekki að mínu mati. Með fullri virðingu fyrir öllum þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið á fjárhættuspilum og spilahegðun þá er það mín sannfæring að jafnvel vönduðustu rannsakendum hætti til að vanreikna útbreiðslu spilafíknarinnar. Þetta er tilfinning en ekki vissa. Ég hygg að fleiri spilarar en menn ætla, ráði illa við þær hvatir sem færa þá inn á Netið til að spila í fjárhættuspili eða að gráðugu gini spilakassans. Upphæðirnar eru svimandi, netspilun ört vaxandi og ofan í spilakassa fara árlega hér á landi um sex milljarðar króna. Byrgjum brunninnÞessi mál eru nú til skoðunar í ráðuneytinu og það kom fram við kynningu á áðurnefndri rannsókn að með haustinu myndu liggja fyrir tillögur um aðgerðir til að stemma stigu við óheillaþróun á sviði fjárhættuspils. Það er aldrei of seint að byrgja brunninn, kann einhver að segja og er mikið til í því. Hvað spilafíknina áhrærir og grimmar afleiðingar hennar, verður hins vegar að segjast að í alltof mörgum tilvikum er það þegar orðið of seint að byrgja brunninn. Engu að síður er það nú verkefnið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nokkuð er um liðið síðan Pawel Bartoszek beindi til mín spurningum sem snúa að fjárhættuspilum og þá sérstaklega á Netinu. Málefnið er brennandi og brýnt að um það fari fram umræða á opinberum vettvangi. Þess vegna er miður hve dregist hefur að svara, auk þess sem Pawel á að sjálfsögðu rétt á svörum. Hann birti grein í Fréttablaðinu 23. mars þar sem hann víkur meðal annars að tölum um hversu miklu er eytt í fjárhættuspil á Netinu en ég hef nefnt töluna 1,5 milljarða króna í því samhengi. Finnur hann að þessari fjárhæð og telur hana ágiskun. Fjárhættuspil á NetinuGreinarhöfundur tilfærir nokkrar tölur úr rannsókn Daníels Þórs Ólasonar um spilahegðun og algengi spilavanda meðal fullorðinna Íslendinga. Dregur hann þar fram að 24% fullorðinna Íslendinga hafi aldrei spilað peningaspil árið 2011, 68,4% hafi spilað án vandræða og 0,8% hafi verið metnir með líklega spilafíkn. Þá dregur Pawel Bartoszek fram það sem ég skrifaði í inngangi skýrslunnar að spilafíkn sogaði til sín milljarða í dýrmætum gjaldeyri og eyðilegði enn dýrmætari líf þeirra einstaklinga sem ánetjast þeim vágesti og að innanríkisráðuneytið hafi birt eigin ágiskun um að 1,5 milljarðar króna fari í slík fjárhættuspil og segist ekki vita hvernig sú tala er fengin. Einnig segir í greininni: ?Ítarleg rannsókn á spilahegðun fólks bendir til að langflestir Íslendingar annaðhvort stundi ekki peningaspil eða geri án nokkurra vandræða. Hvaða ályktun er dregin af þessu? Jú, það þarf klárlega að banna póker á netinu.? Haldgóðar upplýsingarÞví er til að svara að talan um fé sem fer í fjárhættuspil á Netinu byggist á áætlun kortafyrirtækjanna. Þetta er því engin ágiskun mín heldur ískalt mat þeirra aðila sem bestar hafa upplýsingarnar. Kortafyrirtækin telja sig geta staðhæft að heildarvelta Íslendinga í erlendri netspilun hafi verið um 1,5 milljarðar króna árið 2011. Samkvæmt upplýsingum sem Innanríkisráðuneytið fékk frá Noregi má ætla að kortafyrirtæki vanáætli þessar fjárhæðir. Þær geti verið umtalsvert hærri en fram komi í uppgjöri kortafyrirtækja, því fólk nýti jafnframt aðrar leiðir. Þá má benda á að sé þessi fjárhæð sett í samband við þá þróun í þessari tegund spilamennsku, sem fram kemur í könnuninni, má gera ráð fyrir að hér sé um vaxandi veltu að ræða. Ástæða er til að hafa áhyggjur af þessari stöðu. Óviðráðanlegar hvatirLangt er síðan ég fór að láta þetta málefni mig varða. Ástæðan er sú að ég varð þess áskynja hve stór hópur þeirra sem ánetjast spilafíkn lendir í miklum erfiðleikum; leggur líf þeirra sjálfra og annarra sem eru þeim nátengdir í rúst. Þess vegna þarf að stemma stigu við fjárhættuspili og þá ekki síst á Netinu. Eins og ég vék að í upphafi þessa greinarkorns þarf jafnframt að efna til upplýstrar umræðu í þjóðfélaginu um þetta málefni. Jafnframt þarf að efla forvarnastarf en það eitt og sér dugar ekki að mínu mati. Með fullri virðingu fyrir öllum þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið á fjárhættuspilum og spilahegðun þá er það mín sannfæring að jafnvel vönduðustu rannsakendum hætti til að vanreikna útbreiðslu spilafíknarinnar. Þetta er tilfinning en ekki vissa. Ég hygg að fleiri spilarar en menn ætla, ráði illa við þær hvatir sem færa þá inn á Netið til að spila í fjárhættuspili eða að gráðugu gini spilakassans. Upphæðirnar eru svimandi, netspilun ört vaxandi og ofan í spilakassa fara árlega hér á landi um sex milljarðar króna. Byrgjum brunninnÞessi mál eru nú til skoðunar í ráðuneytinu og það kom fram við kynningu á áðurnefndri rannsókn að með haustinu myndu liggja fyrir tillögur um aðgerðir til að stemma stigu við óheillaþróun á sviði fjárhættuspils. Það er aldrei of seint að byrgja brunninn, kann einhver að segja og er mikið til í því. Hvað spilafíknina áhrærir og grimmar afleiðingar hennar, verður hins vegar að segjast að í alltof mörgum tilvikum er það þegar orðið of seint að byrgja brunninn. Engu að síður er það nú verkefnið.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun