Formaður KKÍ: Þurfum að endurskoða vinnubrögð okkar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júlí 2012 06:45 Hörður Axel tók félagslið fram yfir landsliðið. fréttablaðið/daníel Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, hefur dregið sig úr æfingahópi íslenska landsliðsins sem tekur þátt í undankeppni Evrópumóts karlalandsliða í ágúst og september. Hörður heldur þess í stað til móts við félag sitt Mitteldeutscher BC í efstu deild þýska körfuboltans og æfir með liðinu á undirbúningstímabilinu. Átján manna æfingahópur Íslands, sem æfði af krafti í júní, hóf æfingar á nýjan leik í gær manni færri. Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segist ekki reikna með að leikmaður verði kallaður inn í æfingahópinn í stað Harðar. Tólf leikmenn munu skipa lokahópinn sem spilar fyrir Íslands hönd í undankeppninni. Hannes segir stjórn KKÍ og afreksnefnd þurfa að endurskoða vinnubrögð sín. „Reglurnar hjá Körfuknattleikssambandi Evrópu (FIBA) eru þannig að við eigum leikmennina okkar yfir sumartímann. Þetta er spurning hversu mikið við viljum ganga á hag leikmannsins," segir Hannes. „Við ætlum ekki að standa í vegi fyrir Herði í þessu tilfelli en þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist hjá okkur," bætir Hannes við og segir A-landsliðið auk yngri landsliða vera glugga fyrir leikmenn til að koma sér á framfæri erlendis. Þannig hafi margir íslenskir leikmenn komist í atvinnumennsku. „Við teljum það gott fyrir íslenskan körfubolta að eiga atvinnumenn og höfum því ekki staðið í vegi fyrir okkar leikmönnum. En við höfum heldur ekki átt marga atvinnumenn undanfarin ár," segir Hannes og bætir við að þó fjölgun þeirra sé mikið fagnaðarefni fyrir íslenskan körfuknattleik megi það ekki koma niður á landsliðinu. Í vöxt hefur færst hjá atvinnumönnum í íþróttum undanfarin ár að gefa ekki kost á sér í landslið þjóða sinna. Leikmenn fá laun sín greidd hjá félögum sínum sem óttast aukið álag og meiðslahættu sem fyrir er í landsliðsverkefnum leikmanna sinna. „Félögin geta ekki sett leikmönnum sínum afarkosti. Auðvitað er þetta á endanum persónuleg ákvörðun hvers og eins leikmanns," segir Hannes sem er þó meðvitaður um að leikmenn séu oftar en ekki undir mikilli pressu frá félögum sínum. Dominos-deild karla Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn Fleiri fréttir Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Sjá meira
Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, hefur dregið sig úr æfingahópi íslenska landsliðsins sem tekur þátt í undankeppni Evrópumóts karlalandsliða í ágúst og september. Hörður heldur þess í stað til móts við félag sitt Mitteldeutscher BC í efstu deild þýska körfuboltans og æfir með liðinu á undirbúningstímabilinu. Átján manna æfingahópur Íslands, sem æfði af krafti í júní, hóf æfingar á nýjan leik í gær manni færri. Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segist ekki reikna með að leikmaður verði kallaður inn í æfingahópinn í stað Harðar. Tólf leikmenn munu skipa lokahópinn sem spilar fyrir Íslands hönd í undankeppninni. Hannes segir stjórn KKÍ og afreksnefnd þurfa að endurskoða vinnubrögð sín. „Reglurnar hjá Körfuknattleikssambandi Evrópu (FIBA) eru þannig að við eigum leikmennina okkar yfir sumartímann. Þetta er spurning hversu mikið við viljum ganga á hag leikmannsins," segir Hannes. „Við ætlum ekki að standa í vegi fyrir Herði í þessu tilfelli en þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist hjá okkur," bætir Hannes við og segir A-landsliðið auk yngri landsliða vera glugga fyrir leikmenn til að koma sér á framfæri erlendis. Þannig hafi margir íslenskir leikmenn komist í atvinnumennsku. „Við teljum það gott fyrir íslenskan körfubolta að eiga atvinnumenn og höfum því ekki staðið í vegi fyrir okkar leikmönnum. En við höfum heldur ekki átt marga atvinnumenn undanfarin ár," segir Hannes og bætir við að þó fjölgun þeirra sé mikið fagnaðarefni fyrir íslenskan körfuknattleik megi það ekki koma niður á landsliðinu. Í vöxt hefur færst hjá atvinnumönnum í íþróttum undanfarin ár að gefa ekki kost á sér í landslið þjóða sinna. Leikmenn fá laun sín greidd hjá félögum sínum sem óttast aukið álag og meiðslahættu sem fyrir er í landsliðsverkefnum leikmanna sinna. „Félögin geta ekki sett leikmönnum sínum afarkosti. Auðvitað er þetta á endanum persónuleg ákvörðun hvers og eins leikmanns," segir Hannes sem er þó meðvitaður um að leikmenn séu oftar en ekki undir mikilli pressu frá félögum sínum.
Dominos-deild karla Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn Fleiri fréttir Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Sjá meira
Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport
Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport