Björgum Ingólfstorgsumræðunni Hjálmar Sveinsson skrifar 18. júlí 2012 06:00 Þessa dagana er rætt af kappi um verðlaunatillögu að skipulagi á húsareitnum milli Ingólfstorgs og Kirkjustrætis. Það er von. Þetta er í kvosinni miðri, í næsta nágrenni við Alþingishúsið og rétt þar hjá sem landnámsskálinn fannst fyrir fáeinum árum. Borgaryfirvöld hljóta að fylgjast vandlega með umræðunum og taka mark á málefnalegum og vel rökstuddum athugasemdum. En borgaryfirvöld eiga og mega ekki taka mark á rangfærslum, órökstuddum alhæfingum og dylgjum. Til þess þarf reyndar nokkra staðfestu. Sérstaklega á tímum þegar vantraustið er ríkjandi tilfinning og auðvelt að þyrla upp ryki. Nærtækt dæmi er grein eftir Sverri Björnsson hönnuð sem birtist í blaðinu í gær. Nafn greinarinnar „skuggaleg áform“, segir sína sögu um málflutninginn. Ég sé ekki betur en að nánast allt sem Sverrir fullyrðir í greininni sé rangt. Það er rangt að minnka eigi „sólarsýnina“ við Austurvöll. Fyrirhugað hallandi mansardþak með kvistum á Landsímahúsinu, eins og er á Hótel Borg, mun ekki hafa nein áhrif á sólskinið á Austurvelli. Það er rangt að til standi að króa af elsta hús Reykjavíkur, Aðalstræti 10, milli „hárra stórhýsa“. Nýbygging, sem tillagan gerir ráð fyrir að rísi syðst á Ingólfstorgi, þar sem hið glæsilega Hótel Ísland var áður, er aðeins þrjár hæðir. Það er með skemmtilegum þakgarði fyrir almenning. Tillöguhöfundar gera ráð fyrir að þarna verði menningarhús. Ekki hótel. Það er rangt að búa eigi til „þröngt og skuggalegt sund“ þar sem Vallarstræti er. Þvert á móti er þarna gert ráð fyrir fallegri, þröngri götu, álíka þröngri og göturnar í Grjótaþorpi, með verslun og þjónustu á aðra hönd en menningarhús á hina. Það er rangt að loka eigi fyrir akandi umferð almennings um miðbæinn til að „hægt sé að þjónusta risavaxið hótel“. Að vísu stendur til að loka Vallarstræti og Veltusundi fyrir akandi umferð. En það er til að gera svæðið meira aðlaðandi fyrir fótgangandi vegfarendur og hefur ekkert með hótelið að gera. Það er í fimmta lagi rangt að taka eigi „af okkur stóran hluta útivistarsvæðsins á Ingólfstorgi“. Tillagan gerir ráð fyrir að sólríkari hluta torgsins, norðurhlutanum, verði lyft upp og að sá hluti torgsins stækki verulega þegar torgið breikkar til austurs og lengist til norðurs. Ingólfstorg nær þá alveg að Fálkahúsinu og að húsunum við Veltusund, þar sem nú er fjöldi bíla í sólbaði á degi hverjum. Í lok greinar sinnar hvetur Sverrir fólk til að greiða atkvæði sitt gegn „umhverfisofbeldinu“ á vefnum Ekkihotel.is. Sé farið þangað inn kemur í ljós að þar hefur tekist að fá yfir 10.000 manns til að skrifa undir svipaðar rangfærslur og eru í grein Sverris. Það er frekar dapurt. Það breytir samt ekki því að hugsa þarf vandlega hvert skref sem tekið er á þessum slóðum. Ég tel ekki að verðlaunatillagan sé gallalaus en ég er sannfærður um að hún er skref í rétta átt. Hún getur orðið mikilvæg lyftistöng fyrir mannlíf, þjónustu og menningu í miðborginni. Höldum endilega áfram að ræða kosti og galla verðlaunatillögunnar af kappi. Hættum upphrópunum og rangfærslum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana er rætt af kappi um verðlaunatillögu að skipulagi á húsareitnum milli Ingólfstorgs og Kirkjustrætis. Það er von. Þetta er í kvosinni miðri, í næsta nágrenni við Alþingishúsið og rétt þar hjá sem landnámsskálinn fannst fyrir fáeinum árum. Borgaryfirvöld hljóta að fylgjast vandlega með umræðunum og taka mark á málefnalegum og vel rökstuddum athugasemdum. En borgaryfirvöld eiga og mega ekki taka mark á rangfærslum, órökstuddum alhæfingum og dylgjum. Til þess þarf reyndar nokkra staðfestu. Sérstaklega á tímum þegar vantraustið er ríkjandi tilfinning og auðvelt að þyrla upp ryki. Nærtækt dæmi er grein eftir Sverri Björnsson hönnuð sem birtist í blaðinu í gær. Nafn greinarinnar „skuggaleg áform“, segir sína sögu um málflutninginn. Ég sé ekki betur en að nánast allt sem Sverrir fullyrðir í greininni sé rangt. Það er rangt að minnka eigi „sólarsýnina“ við Austurvöll. Fyrirhugað hallandi mansardþak með kvistum á Landsímahúsinu, eins og er á Hótel Borg, mun ekki hafa nein áhrif á sólskinið á Austurvelli. Það er rangt að til standi að króa af elsta hús Reykjavíkur, Aðalstræti 10, milli „hárra stórhýsa“. Nýbygging, sem tillagan gerir ráð fyrir að rísi syðst á Ingólfstorgi, þar sem hið glæsilega Hótel Ísland var áður, er aðeins þrjár hæðir. Það er með skemmtilegum þakgarði fyrir almenning. Tillöguhöfundar gera ráð fyrir að þarna verði menningarhús. Ekki hótel. Það er rangt að búa eigi til „þröngt og skuggalegt sund“ þar sem Vallarstræti er. Þvert á móti er þarna gert ráð fyrir fallegri, þröngri götu, álíka þröngri og göturnar í Grjótaþorpi, með verslun og þjónustu á aðra hönd en menningarhús á hina. Það er rangt að loka eigi fyrir akandi umferð almennings um miðbæinn til að „hægt sé að þjónusta risavaxið hótel“. Að vísu stendur til að loka Vallarstræti og Veltusundi fyrir akandi umferð. En það er til að gera svæðið meira aðlaðandi fyrir fótgangandi vegfarendur og hefur ekkert með hótelið að gera. Það er í fimmta lagi rangt að taka eigi „af okkur stóran hluta útivistarsvæðsins á Ingólfstorgi“. Tillagan gerir ráð fyrir að sólríkari hluta torgsins, norðurhlutanum, verði lyft upp og að sá hluti torgsins stækki verulega þegar torgið breikkar til austurs og lengist til norðurs. Ingólfstorg nær þá alveg að Fálkahúsinu og að húsunum við Veltusund, þar sem nú er fjöldi bíla í sólbaði á degi hverjum. Í lok greinar sinnar hvetur Sverrir fólk til að greiða atkvæði sitt gegn „umhverfisofbeldinu“ á vefnum Ekkihotel.is. Sé farið þangað inn kemur í ljós að þar hefur tekist að fá yfir 10.000 manns til að skrifa undir svipaðar rangfærslur og eru í grein Sverris. Það er frekar dapurt. Það breytir samt ekki því að hugsa þarf vandlega hvert skref sem tekið er á þessum slóðum. Ég tel ekki að verðlaunatillagan sé gallalaus en ég er sannfærður um að hún er skref í rétta átt. Hún getur orðið mikilvæg lyftistöng fyrir mannlíf, þjónustu og menningu í miðborginni. Höldum endilega áfram að ræða kosti og galla verðlaunatillögunnar af kappi. Hættum upphrópunum og rangfærslum.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun