Utanríkisstefna Norðurþings Einar Benediktsson skrifar 25. júlí 2012 06:00 Í kjölfar nýjunga í stjórn landsins á síðustu tímum, mætti spyrja hvort svo sé komið að utanríkismál færist á sveitarstjórnarstigið? Vilja Þingeyingar taka að sér að móta nýja stefnu um tengsl lands og þjóðar gagnvart Kína? Framundan er vonandi nýting jarðhita fyrir stóriðju hjá Húsavík. Það er gott og blessað enda til hagsbóta fyrir Norðurþing og landsmenn alla. Hins vegar er með öllu fráleitt, að látið sé undan ágangi Kínverja um að stofna til stórfelldra umsvifa á Grímstöðum á Fjöllum í þeirra eigin eða leigðu landrými, með flugvélakost, eigin flugvöll og fleiru. Þó kastar fyrst alveg tólfunum þegar talsmaður Huangs Nubo upplýsir að horft sé til stórfelldrar uppbyggingar við Finnafjörð. Þar eigi að vera stórskipahöfn með rými fyrir olíuflutningaskip og olíuborpalla með stóru svæði fyrir olíuhreinsunarstöð. Umfram annað þarf þó væntanlega að tryggja umskipunarhöfn Kínverja nyrst á Austfjörðum vegna mikilla siglinga kaupskipaflota þeirra. Það er jafnvel enn fráleitara enda yrði mörkuð stefna á víðfemt yfirráðasvæði Kínverja á Íslandi. Þar með yrðu heimsveldisumsvif þeirra færð til Íslands um óráðna framtíð. Það var erfið barátta að tryggja þjóðaröryggi Íslands með hervörnum. Þetta er nefnt þegar því var tekið sem gleðitíðindum af talsmönnum Huangs útsendara Kína, annars helsta herveldis heims, að Kínverjar fái til umráða 300 fkm lands á Grímsstöðum nánast um aldur og ævi til að ryðja sér til rúms á Norðurskautinu. Kínverjar eru þegar eigendur hluta stóriðjunnar hér á landi og ætla sér meira sem tekið verður til athugunar. Nú berast þær fregnir að allar viðskiptaáætlanir Huangs séu lítt marktækar. Annars fara að kvikna vonir um að hann sé sjálfur búinn að fá nóg af þessu mislukkaða Íslandsævintýri þegar hann í háskólaræðu í Shanghai lýsir yfir að „Íslendingar eru veikgeðja og sjúkir. Þeir verða óttaslegnir þegar frambærilegan ungan mann ber að garði.“ Fréttablaðið hefur bent á bókina Kínverjinn eftir Henning Mankell sem athyglisverða lesningu og skal tekið undir það. Gæti útgefandinn ekki sent slatta af bókinni til Húsavíkur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Í kjölfar nýjunga í stjórn landsins á síðustu tímum, mætti spyrja hvort svo sé komið að utanríkismál færist á sveitarstjórnarstigið? Vilja Þingeyingar taka að sér að móta nýja stefnu um tengsl lands og þjóðar gagnvart Kína? Framundan er vonandi nýting jarðhita fyrir stóriðju hjá Húsavík. Það er gott og blessað enda til hagsbóta fyrir Norðurþing og landsmenn alla. Hins vegar er með öllu fráleitt, að látið sé undan ágangi Kínverja um að stofna til stórfelldra umsvifa á Grímstöðum á Fjöllum í þeirra eigin eða leigðu landrými, með flugvélakost, eigin flugvöll og fleiru. Þó kastar fyrst alveg tólfunum þegar talsmaður Huangs Nubo upplýsir að horft sé til stórfelldrar uppbyggingar við Finnafjörð. Þar eigi að vera stórskipahöfn með rými fyrir olíuflutningaskip og olíuborpalla með stóru svæði fyrir olíuhreinsunarstöð. Umfram annað þarf þó væntanlega að tryggja umskipunarhöfn Kínverja nyrst á Austfjörðum vegna mikilla siglinga kaupskipaflota þeirra. Það er jafnvel enn fráleitara enda yrði mörkuð stefna á víðfemt yfirráðasvæði Kínverja á Íslandi. Þar með yrðu heimsveldisumsvif þeirra færð til Íslands um óráðna framtíð. Það var erfið barátta að tryggja þjóðaröryggi Íslands með hervörnum. Þetta er nefnt þegar því var tekið sem gleðitíðindum af talsmönnum Huangs útsendara Kína, annars helsta herveldis heims, að Kínverjar fái til umráða 300 fkm lands á Grímsstöðum nánast um aldur og ævi til að ryðja sér til rúms á Norðurskautinu. Kínverjar eru þegar eigendur hluta stóriðjunnar hér á landi og ætla sér meira sem tekið verður til athugunar. Nú berast þær fregnir að allar viðskiptaáætlanir Huangs séu lítt marktækar. Annars fara að kvikna vonir um að hann sé sjálfur búinn að fá nóg af þessu mislukkaða Íslandsævintýri þegar hann í háskólaræðu í Shanghai lýsir yfir að „Íslendingar eru veikgeðja og sjúkir. Þeir verða óttaslegnir þegar frambærilegan ungan mann ber að garði.“ Fréttablaðið hefur bent á bókina Kínverjinn eftir Henning Mankell sem athyglisverða lesningu og skal tekið undir það. Gæti útgefandinn ekki sent slatta af bókinni til Húsavíkur?
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun