Kosningalögum verður breytt Ögmundur Jónasson skrifar 30. júlí 2012 06:00 Öryrkjabandalag Íslands lét reyna á það í kæru til Hæstaréttar hvort ógilda bæri nýafstaðnar forsetakosningar þar sem fatlaðir kjósendur hefðu ekki getað haft aðstoðarfólk að eigin vali sér til aðstoðar í kjörklefanum. Nú hefur Hæstiréttur hafnað kröfunni og þar með staðfest túlkun innanríkisráðuneytisins á kosningalögunum. Það breytir því ekki að ég tel baráttu Öryrkjabandalags Íslands reista á réttmætum forsendum eins og fram kom í yfirlýsingu sem ég sendi frá mér 28. júní síðastliðinn áður en forsetakosningin fór fram. Þar kemur fram hvernig á því stendur að lögum hafði ekki verið breytt og beðist á því afsökunar. Jafnframt hét ég því afdráttarlaust að ég myndi beita mér fyrir breytingu á lögum þegar í haust. Það loforð er hér með áréttað. Mun ég leita samráðs við Öryrkjabandalag Íslands við smíði frumvarpsins. Í tilefni af þeirri umræðu sem fram hefur farið um þetta efni birti ég hér að neðan yfirlýsinguna sem ég sendi frá mér í júní: ?Fyrir kosningar til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010 kom fram krafa af hálfu Blindrafélagsins um að einstaklingar sem þyrftu aðstoðar við í kjörklefanum gætu fengið aðstoðarmann að eigin vali sér til hjálpar í stað þess að fá aðstoð í einrúmi frá fulltrúa kjörstjórnar sem bundinn væri þagnarheiti eins og kveðið er á um í lögum. Var þessi krafa m.a. gerð með skírskotun til þess hve þessar kosningar væru frábrugðnar hefðbundnum kosningum. Á þessum tíma var ég ábyrgur fyrir framkvæmd kosningarinnar sem ráðherra dómsmála á sama hátt og ég er nú gagnvart framkvæmd forsetakosninganna sem innanríkisráðherra. Niðurstaða mín varð sú fyrir kosningarnar til stjórnlagaþings að ráðuneytið, með skírskotun til 29. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sendi frá sér tilkynningu tíu dögum fyrir kjördag til kjörstjóra vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar um að blindir kjósendur mættu koma með aðstoðarmann að sínu vali til þess að fylla út kjörseðilinn. Jafnframt sendi ráðuneytið frá sér aðra tilkynningu daginn fyrir kjördag um að blindum, sjónskertum og þeim sem ekki gætu fyllt út kjörseðil með eigin hendi væri heimilt að hafa með sér aðstoðarmann að eigin vali sér til aðstoðar í kjördeild. Aðstoðarmaðurinn mundi undirrita sérstakt heiti hjá kjörstjóra og því væri ekki þörf á að fulltrúi kjörstjórnar væri einnig viðstaddur í kjörklefanum. Rökin fyrir þessum tilkynningum ráðuneytisins voru þau að um gjörólíka kosningu væri að ræða miðað við hefðbundnar kosningar hér á landi t.d. hvað varðar fyrirkomulag, mikinn fjölda frambjóðenda og flókins kjörseðils. Þessi niðurstaða þótti ásættanleg af hálfu flestra hlutaðeigandi og leit ég svo á að þessi tilhögun gæti haldist áfram. Þetta skýrir andvaraleysi mitt gagnvart nauðsyn lagabreytinga strax til að nálgast þau markmið sem Blindrafélagið og fleiri vildu ná og ég fyrir mitt leyti er sammála. Eins og kunnugt er ógilti Hæstiréttur kosningarnar til stjórnlagaþings með ákvörðun sinni 25. janúar 2011 en þar kom skýrt fram að það væri ekki á færi stjórnvalda að víkja frá skýrum fyrirmælum laga um framkvæmd kosninga. Í lögum um framboð og kjör forseta Íslands er kveðið á um að ákvæði laga um kosningar til Alþingis gildi við forsetakosningar. Í síðarnefndu lögunum er kveðið á um hvernig veita megi fötluðum aðstoð í forsetakosningum. Ljóst er að það er ekki á færi ráðherra að víkja þeim lagaákvæðum til hliðar. Slíkt gæti valdið ógildi kosninganna. Af þessum sökum er því miður ekki unnt að verða við kröfum um að fatlað fólk sem þarf aðstoðar við í kjörklefa fái þá aðstoð á annan hátt en skilgreint er í lögum. Í haust mun ég þegar í þingbyrjun leggja fram frumvarp þessu til breytingar og hafa til hliðsjónar breytingar sem Danir og Svíar hafa gert á sínum kosningalögum til samræmis við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en þeir einir Norðurlandaþjóðanna hafa fullgilt samninginn. Af þessu tilefni vil ég biðja fatlaða sem telja nú á sér brotið afsökunar á því að lögunum hafi ekki þegar verið breytt en framangreint er skýring á því hvers vegna málum er háttað eins og raun ber vitni.? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands lét reyna á það í kæru til Hæstaréttar hvort ógilda bæri nýafstaðnar forsetakosningar þar sem fatlaðir kjósendur hefðu ekki getað haft aðstoðarfólk að eigin vali sér til aðstoðar í kjörklefanum. Nú hefur Hæstiréttur hafnað kröfunni og þar með staðfest túlkun innanríkisráðuneytisins á kosningalögunum. Það breytir því ekki að ég tel baráttu Öryrkjabandalags Íslands reista á réttmætum forsendum eins og fram kom í yfirlýsingu sem ég sendi frá mér 28. júní síðastliðinn áður en forsetakosningin fór fram. Þar kemur fram hvernig á því stendur að lögum hafði ekki verið breytt og beðist á því afsökunar. Jafnframt hét ég því afdráttarlaust að ég myndi beita mér fyrir breytingu á lögum þegar í haust. Það loforð er hér með áréttað. Mun ég leita samráðs við Öryrkjabandalag Íslands við smíði frumvarpsins. Í tilefni af þeirri umræðu sem fram hefur farið um þetta efni birti ég hér að neðan yfirlýsinguna sem ég sendi frá mér í júní: ?Fyrir kosningar til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010 kom fram krafa af hálfu Blindrafélagsins um að einstaklingar sem þyrftu aðstoðar við í kjörklefanum gætu fengið aðstoðarmann að eigin vali sér til hjálpar í stað þess að fá aðstoð í einrúmi frá fulltrúa kjörstjórnar sem bundinn væri þagnarheiti eins og kveðið er á um í lögum. Var þessi krafa m.a. gerð með skírskotun til þess hve þessar kosningar væru frábrugðnar hefðbundnum kosningum. Á þessum tíma var ég ábyrgur fyrir framkvæmd kosningarinnar sem ráðherra dómsmála á sama hátt og ég er nú gagnvart framkvæmd forsetakosninganna sem innanríkisráðherra. Niðurstaða mín varð sú fyrir kosningarnar til stjórnlagaþings að ráðuneytið, með skírskotun til 29. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sendi frá sér tilkynningu tíu dögum fyrir kjördag til kjörstjóra vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar um að blindir kjósendur mættu koma með aðstoðarmann að sínu vali til þess að fylla út kjörseðilinn. Jafnframt sendi ráðuneytið frá sér aðra tilkynningu daginn fyrir kjördag um að blindum, sjónskertum og þeim sem ekki gætu fyllt út kjörseðil með eigin hendi væri heimilt að hafa með sér aðstoðarmann að eigin vali sér til aðstoðar í kjördeild. Aðstoðarmaðurinn mundi undirrita sérstakt heiti hjá kjörstjóra og því væri ekki þörf á að fulltrúi kjörstjórnar væri einnig viðstaddur í kjörklefanum. Rökin fyrir þessum tilkynningum ráðuneytisins voru þau að um gjörólíka kosningu væri að ræða miðað við hefðbundnar kosningar hér á landi t.d. hvað varðar fyrirkomulag, mikinn fjölda frambjóðenda og flókins kjörseðils. Þessi niðurstaða þótti ásættanleg af hálfu flestra hlutaðeigandi og leit ég svo á að þessi tilhögun gæti haldist áfram. Þetta skýrir andvaraleysi mitt gagnvart nauðsyn lagabreytinga strax til að nálgast þau markmið sem Blindrafélagið og fleiri vildu ná og ég fyrir mitt leyti er sammála. Eins og kunnugt er ógilti Hæstiréttur kosningarnar til stjórnlagaþings með ákvörðun sinni 25. janúar 2011 en þar kom skýrt fram að það væri ekki á færi stjórnvalda að víkja frá skýrum fyrirmælum laga um framkvæmd kosninga. Í lögum um framboð og kjör forseta Íslands er kveðið á um að ákvæði laga um kosningar til Alþingis gildi við forsetakosningar. Í síðarnefndu lögunum er kveðið á um hvernig veita megi fötluðum aðstoð í forsetakosningum. Ljóst er að það er ekki á færi ráðherra að víkja þeim lagaákvæðum til hliðar. Slíkt gæti valdið ógildi kosninganna. Af þessum sökum er því miður ekki unnt að verða við kröfum um að fatlað fólk sem þarf aðstoðar við í kjörklefa fái þá aðstoð á annan hátt en skilgreint er í lögum. Í haust mun ég þegar í þingbyrjun leggja fram frumvarp þessu til breytingar og hafa til hliðsjónar breytingar sem Danir og Svíar hafa gert á sínum kosningalögum til samræmis við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en þeir einir Norðurlandaþjóðanna hafa fullgilt samninginn. Af þessu tilefni vil ég biðja fatlaða sem telja nú á sér brotið afsökunar á því að lögunum hafi ekki þegar verið breytt en framangreint er skýring á því hvers vegna málum er háttað eins og raun ber vitni.?
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun