Samstaða kynslóða Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir skrifar 10. ágúst 2012 06:00 Æskan er dýrmæt. Þá er grunnurinn lagður að því sem koma skal í lífi hvers og eins okkar. Eitt af mikilvægustu verkefnum kjörinna fulltrúa í lýðræðissamfélagi, hvort sem er hjá ríki eða sveitarfélögum, er að sjá börnum fyrir öruggum aðstæðum og nægum tækifærum til að þroska hæfileika sína. Á Íslandi hefur nánast ríkt þverpólitísk sátt um þetta grundvallarverkefni. Mikilvægt er að svo verði áfram, svo menntakerfið geti tryggt jöfnuð á milli barna, óháð efnahag foreldra þeirra. Aukinn jöfnuður er ein besta leiðin til að auka velsæld og hamingju í samfélaginu, en allt þetta hljótum við að vilja sem veganesti fyrir afkomendur okkar. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst 12. ágúst alþjóðlegan dag æskunnar og þetta árið er sjónum beint að samstöðu ólíkra kynslóða um betri heim. Samtalið þeirra á milli er mikilvægt og er ástæða til að brýna okkur til að hlusta á raddir komandi kynslóða – að vinna með æskunni, fyrir æskuna. Mörg stærstu vandamál samtímans eru þess eðlis að þau munu lenda með auknum þunga á komandi kynslóðum. Loftslagsbreytingar af manna völdum, aukinn ágangur á auðlindir jarðar, ósjálfbær neysla og lifnaðarhættir – allt eru þetta dæmi þess að þær kynslóðir sem halda um stjórnartaumana taka ótæpilega að láni frá komandi kynslóðum. Það er mikilvægt að horfast í augu við þessar skuldir og sporna við óhófi. Nýjum námskrám er meðal annars ætlað að gera komandi kynslóðir betur í stakk búnar til að takast á við þær miklu áskoranir sem fram undan eru. Aukin áhersla á gagnrýna hugsun og lýðræði í öllu skólastarfi mun skila virkum og hæfum þátttakendum í jafnréttis- og lýðræðissamfélagi. Menntun til sjálfbærni mun rækta með einstaklingum getuna til að hugsa um samspil umhverfis, efnahags, samfélags og velferðar – þætti sem þurfa að vera í jafnvægi við ákvörðunartöku. Okkur er mikilvægt að hugsa um þær kynslóðir sem erfa munu landið þegar við tökum ákvarðanir, svo við getum verið stolt af því samfélagi sem við skilum í hendur þeirra. Umfram allt verðum við að gefa okkur tóm til að hlusta á æskuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Sjá meira
Æskan er dýrmæt. Þá er grunnurinn lagður að því sem koma skal í lífi hvers og eins okkar. Eitt af mikilvægustu verkefnum kjörinna fulltrúa í lýðræðissamfélagi, hvort sem er hjá ríki eða sveitarfélögum, er að sjá börnum fyrir öruggum aðstæðum og nægum tækifærum til að þroska hæfileika sína. Á Íslandi hefur nánast ríkt þverpólitísk sátt um þetta grundvallarverkefni. Mikilvægt er að svo verði áfram, svo menntakerfið geti tryggt jöfnuð á milli barna, óháð efnahag foreldra þeirra. Aukinn jöfnuður er ein besta leiðin til að auka velsæld og hamingju í samfélaginu, en allt þetta hljótum við að vilja sem veganesti fyrir afkomendur okkar. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst 12. ágúst alþjóðlegan dag æskunnar og þetta árið er sjónum beint að samstöðu ólíkra kynslóða um betri heim. Samtalið þeirra á milli er mikilvægt og er ástæða til að brýna okkur til að hlusta á raddir komandi kynslóða – að vinna með æskunni, fyrir æskuna. Mörg stærstu vandamál samtímans eru þess eðlis að þau munu lenda með auknum þunga á komandi kynslóðum. Loftslagsbreytingar af manna völdum, aukinn ágangur á auðlindir jarðar, ósjálfbær neysla og lifnaðarhættir – allt eru þetta dæmi þess að þær kynslóðir sem halda um stjórnartaumana taka ótæpilega að láni frá komandi kynslóðum. Það er mikilvægt að horfast í augu við þessar skuldir og sporna við óhófi. Nýjum námskrám er meðal annars ætlað að gera komandi kynslóðir betur í stakk búnar til að takast á við þær miklu áskoranir sem fram undan eru. Aukin áhersla á gagnrýna hugsun og lýðræði í öllu skólastarfi mun skila virkum og hæfum þátttakendum í jafnréttis- og lýðræðissamfélagi. Menntun til sjálfbærni mun rækta með einstaklingum getuna til að hugsa um samspil umhverfis, efnahags, samfélags og velferðar – þætti sem þurfa að vera í jafnvægi við ákvörðunartöku. Okkur er mikilvægt að hugsa um þær kynslóðir sem erfa munu landið þegar við tökum ákvarðanir, svo við getum verið stolt af því samfélagi sem við skilum í hendur þeirra. Umfram allt verðum við að gefa okkur tóm til að hlusta á æskuna.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun