Við eigum að geta gert vel Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 24. ágúst 2012 06:00 Mikið hefur verið rætt og fjallað um málefni útlendinga, og þá sérstaklega hælisleitenda, undanfarið. Þessi mál komast í almenna umræðu hér á landi nokkuð seinna en í nágrannalöndunum, þar sem þau hafa verið pólitískt bitbein í mörg ár. Í viðtali við Fréttablaðið í maí sagði Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, að sér þætti umræðan hér á landi vera frumstæð og sleggjudómakennd. „Það hefur aldrei farið fram nein raunveruleg umræða um hælisleitendur og hvernig á að taka á móti þeim. Ekki heldur um hvernig við eigum að haga okkur gagnvart erlendum ríkisborgurum almennt," sagði hún meðal annars. Hún benti jafnframt á að stjórnmálaflokkar hér á landi hefðu ekki mótað sér stefnu í þessum málum. Því hefur verið spáð að breyting verði á þessu á næstunni og að í alþingiskosningum næsta árs verði útlendingamál framar á dagskránni en áður. Ólíklegt verður þó að teljast að nokkur stóru flokkanna taki upp harða stefnu gegn útlendingum. Þrátt fyrir allt hefur þónokkuð áunnist í málefnum hælisleitenda hér á landi síðustu árin. Breytingar voru gerðar á lögum árið 2010 sem bættu stöðu hælisleitenda og flóttamanna. Skýrsla sem nefnd um málefni útlendinga utan Evrópska efnahagssvæðisins gerði, og var gefin var út í júní síðastliðnum, leggur til enn frekari úrbætur. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur boðað að frumvarp að nýjum heildarlögum um útlendinga verði lagt fram í þinginu í haust. Frumvarpið mun byggja á tillögum nefndarinnar. Ef af verður má segja að lagaramminn komist í gott horf. Það sem vantar hins vegar upp á er framkvæmdin. Útlendingastofnun, sem er ætlað sífellt stærra hlutverk, er ekki risastórt bákn eins og margir virðast halda. Þar vinna um tuttugu manns í heildina sem eiga að afgreiða allar umsóknir um dvalarleyfi og hæli sem hingað berast. Dvalarleyfisumsóknir eru í kringum 3500 og um áttatíu hælisleitendur bíða úrlausna sinna mála. Fjórir lögfræðingar starfa hjá stofnuninni, en að sögn forstjórans þyrftu þeir að vera tvöfalt fleiri. Hver lögfræðingur sem aðeins sinnir hælisleitendum getur aðeins afgreitt tvö mál á mánuði og biðtíminn nálgast því tvö ár. Biðin kostar ríkið háar upphæðir og hefur ömurleg áhrif á þá sem þurfa að bíða. Vel má vera að ekki sé hægt að taka við öllum sem hér vilja vera, en mannúðin felst þá í því að fólk þurfi ekki að sitja aðgerðalaust upp á von og óvon svo árum skipti. Taka má undir orð Kristínar Völundardóttur frá því í vor, við eigum að geta gert vel hér á landi af því að þetta er svo lítill fjöldi sem um ræðir. Vilji virðist vera fyrir því í innanríkisráðuneytinu að bæta úr þessu og spennandi verður því að sjá hvernig tekið verður á málefnum Útlendingastofnunar í væntanlegum fjárlögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Þórunn Elísabet Bogadóttir Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og fjallað um málefni útlendinga, og þá sérstaklega hælisleitenda, undanfarið. Þessi mál komast í almenna umræðu hér á landi nokkuð seinna en í nágrannalöndunum, þar sem þau hafa verið pólitískt bitbein í mörg ár. Í viðtali við Fréttablaðið í maí sagði Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, að sér þætti umræðan hér á landi vera frumstæð og sleggjudómakennd. „Það hefur aldrei farið fram nein raunveruleg umræða um hælisleitendur og hvernig á að taka á móti þeim. Ekki heldur um hvernig við eigum að haga okkur gagnvart erlendum ríkisborgurum almennt," sagði hún meðal annars. Hún benti jafnframt á að stjórnmálaflokkar hér á landi hefðu ekki mótað sér stefnu í þessum málum. Því hefur verið spáð að breyting verði á þessu á næstunni og að í alþingiskosningum næsta árs verði útlendingamál framar á dagskránni en áður. Ólíklegt verður þó að teljast að nokkur stóru flokkanna taki upp harða stefnu gegn útlendingum. Þrátt fyrir allt hefur þónokkuð áunnist í málefnum hælisleitenda hér á landi síðustu árin. Breytingar voru gerðar á lögum árið 2010 sem bættu stöðu hælisleitenda og flóttamanna. Skýrsla sem nefnd um málefni útlendinga utan Evrópska efnahagssvæðisins gerði, og var gefin var út í júní síðastliðnum, leggur til enn frekari úrbætur. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur boðað að frumvarp að nýjum heildarlögum um útlendinga verði lagt fram í þinginu í haust. Frumvarpið mun byggja á tillögum nefndarinnar. Ef af verður má segja að lagaramminn komist í gott horf. Það sem vantar hins vegar upp á er framkvæmdin. Útlendingastofnun, sem er ætlað sífellt stærra hlutverk, er ekki risastórt bákn eins og margir virðast halda. Þar vinna um tuttugu manns í heildina sem eiga að afgreiða allar umsóknir um dvalarleyfi og hæli sem hingað berast. Dvalarleyfisumsóknir eru í kringum 3500 og um áttatíu hælisleitendur bíða úrlausna sinna mála. Fjórir lögfræðingar starfa hjá stofnuninni, en að sögn forstjórans þyrftu þeir að vera tvöfalt fleiri. Hver lögfræðingur sem aðeins sinnir hælisleitendum getur aðeins afgreitt tvö mál á mánuði og biðtíminn nálgast því tvö ár. Biðin kostar ríkið háar upphæðir og hefur ömurleg áhrif á þá sem þurfa að bíða. Vel má vera að ekki sé hægt að taka við öllum sem hér vilja vera, en mannúðin felst þá í því að fólk þurfi ekki að sitja aðgerðalaust upp á von og óvon svo árum skipti. Taka má undir orð Kristínar Völundardóttur frá því í vor, við eigum að geta gert vel hér á landi af því að þetta er svo lítill fjöldi sem um ræðir. Vilji virðist vera fyrir því í innanríkisráðuneytinu að bæta úr þessu og spennandi verður því að sjá hvernig tekið verður á málefnum Útlendingastofnunar í væntanlegum fjárlögum.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar