AAA – með a.m.k. tíu plúsum Sighvatur Björgvinsson skrifar 28. ágúst 2012 06:00 Íslenska grunnskólakerfið er sagt vera eitt hið dýrasta í heimi. Það sjöunda dýrasta ef ég man rétt. Samt segja upplýsingar frá OECD að árangurinn sé ekki í samræmi við útgjöldin. Sama segja þær samanburðarrannsóknir, sem gerðar hafa verið á þekkingu grunnskólanema með aðild Íslendinga. Sérhver grunnskólanemandi mun kosta skattborgara þrettán milljónir króna. Samt kann fjórði hver drengur og tíunda hver stúlka ekki að lesa sér til gagns þegar útskrift fer fram eftir tíu ára nám. Framhaldsskólar landsins hafa í auknum mæli reynt að bregðast við slökum árangri grunnskólakerfisins með því að láta þá grunnskólanemendur, sem sækja um inntöku í skólana, gangast undir inntökupróf. Framhaldskólarnir telja sig sem sé ekki geta treyst grunnskólakerfinu betur en þetta. Nú lesum við í blöðum, að menntamálayfirvöld ætli sér að bregðast við þessu vandamáli. Hvernig? Með því að skoða hvað það sé, sem miður fer í grunnskólakerfinu? Nei – ekki aldeilis. Heldur með því að breyta einkunnagjöf nemenda við burtfararpróf. Hætta að gefa unglingunum einkunnir í tölustöfum – frá 1 og upp í 10 – en fara þess í stað að gefa þeim einkunnir í bókstöfum – frá A til D. Slík „einkunnagjöf" minnir einna helst á einkunnagjöf hinna alþjóðlegu matsfyrirtækja. Þau nota nefnilega bókstafi en ekki tölustafi við einkunnagjöf og gáfu – ef mig minnir rétt – íslensku útrásarbönkunum þrefalt A rétt í þann mund, sem þeir voru að falla. Nú þurfum við ekki að fara nema svo sem þrjá áratugi aftur í tímann. Þá komust menntamálayfirvöld nefnilega að því, að ekki mætti flokka nemendur í grunnskólum eftir getu í A, B, C og D bekki. Bönnuðu það stranglega. Sögðu m.a. sem svo, að skólakerfið mætti ekki gera svo upp á milli fólks, að sumt fólk væri látið vera A-fólk, annað B-fólk, það þriðja C- fólk og það allra sísta D-fólk. Ljótara athæfi fannst þá ekki í íslenskum skólum. En nú á lausn grunnskólavandans sem sé að vera sú, að við útskrift úr grunnskóla skuli sumir unglinganna verða A-börn, önnur B-börn, þriðju C-börn og þau fjórðu D-börn. Þannig ætla yfirvöld að leysa vandamál kerfisins. Nema hvað!?! Ómenntuðu fólki eins og mér ásamt veðurfræðingum hefur vinsamlega verið bent á það af menntunarfræðingum að við eigum ekki að vera að tjá skoðanir á menntunarmálum. Það geri ég að sjálfsögðu ekki. Lýsi miklu þjóðarstolti með okkar menntunarfræðinga. Tel þá vera þá langbestu í heimi. Um þá segi ég bara: „You ain't seen nothing yet". Á mælikvarða matsfyrirtækjanna fá þeir örugglega einkunnina AAA – með a.m.k. tíu plúsum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Skoðanir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenska grunnskólakerfið er sagt vera eitt hið dýrasta í heimi. Það sjöunda dýrasta ef ég man rétt. Samt segja upplýsingar frá OECD að árangurinn sé ekki í samræmi við útgjöldin. Sama segja þær samanburðarrannsóknir, sem gerðar hafa verið á þekkingu grunnskólanema með aðild Íslendinga. Sérhver grunnskólanemandi mun kosta skattborgara þrettán milljónir króna. Samt kann fjórði hver drengur og tíunda hver stúlka ekki að lesa sér til gagns þegar útskrift fer fram eftir tíu ára nám. Framhaldsskólar landsins hafa í auknum mæli reynt að bregðast við slökum árangri grunnskólakerfisins með því að láta þá grunnskólanemendur, sem sækja um inntöku í skólana, gangast undir inntökupróf. Framhaldskólarnir telja sig sem sé ekki geta treyst grunnskólakerfinu betur en þetta. Nú lesum við í blöðum, að menntamálayfirvöld ætli sér að bregðast við þessu vandamáli. Hvernig? Með því að skoða hvað það sé, sem miður fer í grunnskólakerfinu? Nei – ekki aldeilis. Heldur með því að breyta einkunnagjöf nemenda við burtfararpróf. Hætta að gefa unglingunum einkunnir í tölustöfum – frá 1 og upp í 10 – en fara þess í stað að gefa þeim einkunnir í bókstöfum – frá A til D. Slík „einkunnagjöf" minnir einna helst á einkunnagjöf hinna alþjóðlegu matsfyrirtækja. Þau nota nefnilega bókstafi en ekki tölustafi við einkunnagjöf og gáfu – ef mig minnir rétt – íslensku útrásarbönkunum þrefalt A rétt í þann mund, sem þeir voru að falla. Nú þurfum við ekki að fara nema svo sem þrjá áratugi aftur í tímann. Þá komust menntamálayfirvöld nefnilega að því, að ekki mætti flokka nemendur í grunnskólum eftir getu í A, B, C og D bekki. Bönnuðu það stranglega. Sögðu m.a. sem svo, að skólakerfið mætti ekki gera svo upp á milli fólks, að sumt fólk væri látið vera A-fólk, annað B-fólk, það þriðja C- fólk og það allra sísta D-fólk. Ljótara athæfi fannst þá ekki í íslenskum skólum. En nú á lausn grunnskólavandans sem sé að vera sú, að við útskrift úr grunnskóla skuli sumir unglinganna verða A-börn, önnur B-börn, þriðju C-börn og þau fjórðu D-börn. Þannig ætla yfirvöld að leysa vandamál kerfisins. Nema hvað!?! Ómenntuðu fólki eins og mér ásamt veðurfræðingum hefur vinsamlega verið bent á það af menntunarfræðingum að við eigum ekki að vera að tjá skoðanir á menntunarmálum. Það geri ég að sjálfsögðu ekki. Lýsi miklu þjóðarstolti með okkar menntunarfræðinga. Tel þá vera þá langbestu í heimi. Um þá segi ég bara: „You ain't seen nothing yet". Á mælikvarða matsfyrirtækjanna fá þeir örugglega einkunnina AAA – með a.m.k. tíu plúsum.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun