Leiðarahöfundur fari rétt með Ögmundur Jónasson skrifar 3. september 2012 06:00 Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, vitnar í gamlar þingræður mínar um jafnréttismál í leiðara föstudaginn 31. ágúst. Það þykir mér ágætt. Enda fagna ég umræðu um jafnréttismál og mun gera mitt til að framhald verði á þeirri umræðu sem nú fer fram um þau. Mikilvægt er að menn séu látnir njóta sannmælis og ummæli þeirra sett í rétt samhengi. Það gerir ritstjóri Fréttablaðsins ekki í umræddum leiðara sínum. Hann gerir tvær þingræður mínar að umfjöllunarefni. Hér ætla ég að fjalla um fyrri tilvitnun hans. Ekki verður annað séð en leiðarahöfundur vilji gera því skóna að í þingumræðu 15. apríl árið 2004 hafi ég verið að gagnrýna nýafstaðna ráðningu þáverandi dómsmálaráðherra. Í leiðaranum segir: ?Þannig sagði Ögmundur í þingræðu 15. apríl 2004, rétt eftir að kærunefndin hafði komizt að þeirri niðurstöðu að þáverandi dómsmálaráðherra hefði brotið jafnréttislög: ?Það blasir við að ráðherrar í ríkisstjórn verði settir á skólabekk til að læra jafnréttislögin. Ég ætla að gera það að tillögu minni að hæstvirtur félagsmálaráðherra sjái um að þeir tornæmustu í jafnréttisfræðunum fái sérkennslu.? Samhengi ummæla minna var allt annað en þetta. Þennan dag fór fram umræða um jafnréttisáætlun til fjögurra ára. Umræðan spannst á þann veg að Jóhanna Sigurðardóttir vísaði til þess að í Svíþjóð settust ráðherrar á skólabekk til að fræðast um jafnréttismál. Þetta tók þáverandi félagsmálaráðherra, Árni Magnússon, upp í andsvari og mæltist honum svo: ?Hæstv. forseti. Mér finnst það ágæt hugmynd hjá hv. þm. að Alþingi verði með einhverjum hætti gerð grein fyrir þeirri úttekt sem við ræðum hér um að fari fram á miðju tímabilinu. Ég mun beita mér fyrir því að svo verði, hvort sem það verður í sölum Alþingis eða gagnvart félmn. Hv. þm. vitnaði líka til aðferða Svía við að uppfræða ráðherra í ríkisstjórn um aðferðafræði og gildi jafnréttishugsjónar. Hv. þm. hefur sjálfsagt eins og ég átt samtöl við fyrrum ráðherra jafnréttismála Svía, Margaretu Winberg. Hún lýsti því með mjög skemmtilegum hætti í fyrirlestri í Norræna húsinu sl. haust, hæstv. forseti, hvernig hún nánast í líkingamáli tók ráðherrana á hné sér og las þeim pistilinn. Kannski er það eitthvað sem við ættum að velta fyrir okkur í samfélagi okkar, hæstv. forseti, þ.e. að hefja þá fræðslu sem hér er um rætt upp á hæstu stig. Ég tel að það sé eitt af því sem við þurfum að hafa verulega í huga, þ.e. uppfræðsla og umræða, og það er einmitt þess vegna sem ég, hæstv. forseti, sagði í inngangsræðu minni að ég fagnaði þeirri umræðu sem hefði átt sér stað um jafnréttismál á undanförnum dögum, vikum og mánuðum.? Næstur á mælendaskrá var undirritaður og mælti ég svo: ?Hæstv. forseti. Þessi umræða er að verða nokkuð spennandi. Það blasir við að ráðherrar í ríkisstjórn verði settir á skólabekk til að læra jafnréttislögin. Ég ætla að gera það að tillögu minni að hæstv. félmrh. sjái um að þeir tornæmustu í jafnréttisfræðunum fái sérkennslu. Ef við víkjum að þessari þáltill. þá kemur fram í greinargerð með henni að samkvæmt lögum frá árinu 2000, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, beri félmrh. að leggja fram jafnréttisáætlun til fjögurra ára í senn. Það er hún sem hér er til umfjöllunar?? Síðan fjallaði ræða mín um jafnréttisáætlun og hvaða leiðir mætti fara til að ná jafnrétti kynjanna einkum á vinnumarkaði. Það er því rangt að gera því skóna að samhengið hafi verið umfjöllun um tiltekna ráðningu til starfs. En hvað fræðsluna áhrærir er ég enn þeirrar skoðunar að umræða og fræðsla um jafnréttismál sé eftirsóknarverð. Telji einhver mig sérstaklega tornæman í þessum efnum, þá tek ég gjarnan á móti upplýsingum og fræðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, vitnar í gamlar þingræður mínar um jafnréttismál í leiðara föstudaginn 31. ágúst. Það þykir mér ágætt. Enda fagna ég umræðu um jafnréttismál og mun gera mitt til að framhald verði á þeirri umræðu sem nú fer fram um þau. Mikilvægt er að menn séu látnir njóta sannmælis og ummæli þeirra sett í rétt samhengi. Það gerir ritstjóri Fréttablaðsins ekki í umræddum leiðara sínum. Hann gerir tvær þingræður mínar að umfjöllunarefni. Hér ætla ég að fjalla um fyrri tilvitnun hans. Ekki verður annað séð en leiðarahöfundur vilji gera því skóna að í þingumræðu 15. apríl árið 2004 hafi ég verið að gagnrýna nýafstaðna ráðningu þáverandi dómsmálaráðherra. Í leiðaranum segir: ?Þannig sagði Ögmundur í þingræðu 15. apríl 2004, rétt eftir að kærunefndin hafði komizt að þeirri niðurstöðu að þáverandi dómsmálaráðherra hefði brotið jafnréttislög: ?Það blasir við að ráðherrar í ríkisstjórn verði settir á skólabekk til að læra jafnréttislögin. Ég ætla að gera það að tillögu minni að hæstvirtur félagsmálaráðherra sjái um að þeir tornæmustu í jafnréttisfræðunum fái sérkennslu.? Samhengi ummæla minna var allt annað en þetta. Þennan dag fór fram umræða um jafnréttisáætlun til fjögurra ára. Umræðan spannst á þann veg að Jóhanna Sigurðardóttir vísaði til þess að í Svíþjóð settust ráðherrar á skólabekk til að fræðast um jafnréttismál. Þetta tók þáverandi félagsmálaráðherra, Árni Magnússon, upp í andsvari og mæltist honum svo: ?Hæstv. forseti. Mér finnst það ágæt hugmynd hjá hv. þm. að Alþingi verði með einhverjum hætti gerð grein fyrir þeirri úttekt sem við ræðum hér um að fari fram á miðju tímabilinu. Ég mun beita mér fyrir því að svo verði, hvort sem það verður í sölum Alþingis eða gagnvart félmn. Hv. þm. vitnaði líka til aðferða Svía við að uppfræða ráðherra í ríkisstjórn um aðferðafræði og gildi jafnréttishugsjónar. Hv. þm. hefur sjálfsagt eins og ég átt samtöl við fyrrum ráðherra jafnréttismála Svía, Margaretu Winberg. Hún lýsti því með mjög skemmtilegum hætti í fyrirlestri í Norræna húsinu sl. haust, hæstv. forseti, hvernig hún nánast í líkingamáli tók ráðherrana á hné sér og las þeim pistilinn. Kannski er það eitthvað sem við ættum að velta fyrir okkur í samfélagi okkar, hæstv. forseti, þ.e. að hefja þá fræðslu sem hér er um rætt upp á hæstu stig. Ég tel að það sé eitt af því sem við þurfum að hafa verulega í huga, þ.e. uppfræðsla og umræða, og það er einmitt þess vegna sem ég, hæstv. forseti, sagði í inngangsræðu minni að ég fagnaði þeirri umræðu sem hefði átt sér stað um jafnréttismál á undanförnum dögum, vikum og mánuðum.? Næstur á mælendaskrá var undirritaður og mælti ég svo: ?Hæstv. forseti. Þessi umræða er að verða nokkuð spennandi. Það blasir við að ráðherrar í ríkisstjórn verði settir á skólabekk til að læra jafnréttislögin. Ég ætla að gera það að tillögu minni að hæstv. félmrh. sjái um að þeir tornæmustu í jafnréttisfræðunum fái sérkennslu. Ef við víkjum að þessari þáltill. þá kemur fram í greinargerð með henni að samkvæmt lögum frá árinu 2000, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, beri félmrh. að leggja fram jafnréttisáætlun til fjögurra ára í senn. Það er hún sem hér er til umfjöllunar?? Síðan fjallaði ræða mín um jafnréttisáætlun og hvaða leiðir mætti fara til að ná jafnrétti kynjanna einkum á vinnumarkaði. Það er því rangt að gera því skóna að samhengið hafi verið umfjöllun um tiltekna ráðningu til starfs. En hvað fræðsluna áhrærir er ég enn þeirrar skoðunar að umræða og fræðsla um jafnréttismál sé eftirsóknarverð. Telji einhver mig sérstaklega tornæman í þessum efnum, þá tek ég gjarnan á móti upplýsingum og fræðslu.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar