Ég á þetta ég má þetta Bergur Hauksson skrifar 7. september 2012 11:00 Að minnsta kosti þrír ráðherrar í núverandi ríkisstjórn hafa orðið uppvísir að lagabrotum samkvæmt annaðhvort niðurstöðu dómstóla eða úrskurðarnefndar. Viðbrögð ráðherranna hafa verið áhugaverð. Einn sagði, þegar niðurstaða dóms var á þá leið að hann hefði brotið lög, að það skipti ekki máli, ráðherrann væri í pólitík og gerði það sem pólitísk sannfæring krefðist. Annar sagðist fara eftir sannfæringu sinni og sá þriðji nefndi að líklega þyrfti að breyta lögunum. Fyrir bankahrun gerðust undarlegir atburðir. Bankar lánuðu tugi eða hundruð milljarða án trygginga. Bankar lánuðu stjórnendum hundruð milljóna eða milljarða til kaupa á hlutabréfum með einungis veð í hlutabréfunum. Margt af þessu mjög skrýtið og líklega er eitthvað af þessu ólöglegt eins og aðgerðir stjórnmálamannanna. Einhverjir af þeim sem tóku þátt í þessum bankaleik eru enn starfandi hjá bönkunum eða í umboði þeirra. Þetta hafa stjórnmálamenn fordæmt og talið að ekkert af þessu fólki ætti að vinna hjá eða fyrir bankana. Sömu stjórnmálamenn styðja áfram félaga sína, sem hafa brotið lög, til að starfa fyrir Íslands hönd. Verður ekki að telja að bankamennirnir hafi haft sannfæringu fyrir því að þeir væru að gera það sem best væri fyrir félagið sem þeir unnu hjá? Verður ekki að telja að þeir hafi verið að vinna eftir sinni sannfæringu? Ef þeir hefðu vitað að þeir væru að brjóta lög er þá ekki líklegt að þeir hafi viljað að lögunum yrði breytt? Bæði bankamenn eða útrásarvíkingar og stjórnmálamenn voru að vinna eftir sannfæringu sinni að því er telja verður. Er einhver munur á siðferðisstuðli stjórnmálamanna og útrásarvíkinga? Enn einn stjórnmálamaður til telur það ekki tiltökumál þó lán sem hann tók falli á ættingja hans. Lán sem svokallaðir útrásarvíkingar tóku féllu á óskylda aðila. Hvort er siðferði stjórnmálamannsins eða útrásarvíkinganna betra? Eru kannski bæði stjórnmálamenn og útrásarvíkingar með íslenskt siðferði? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Að minnsta kosti þrír ráðherrar í núverandi ríkisstjórn hafa orðið uppvísir að lagabrotum samkvæmt annaðhvort niðurstöðu dómstóla eða úrskurðarnefndar. Viðbrögð ráðherranna hafa verið áhugaverð. Einn sagði, þegar niðurstaða dóms var á þá leið að hann hefði brotið lög, að það skipti ekki máli, ráðherrann væri í pólitík og gerði það sem pólitísk sannfæring krefðist. Annar sagðist fara eftir sannfæringu sinni og sá þriðji nefndi að líklega þyrfti að breyta lögunum. Fyrir bankahrun gerðust undarlegir atburðir. Bankar lánuðu tugi eða hundruð milljarða án trygginga. Bankar lánuðu stjórnendum hundruð milljóna eða milljarða til kaupa á hlutabréfum með einungis veð í hlutabréfunum. Margt af þessu mjög skrýtið og líklega er eitthvað af þessu ólöglegt eins og aðgerðir stjórnmálamannanna. Einhverjir af þeim sem tóku þátt í þessum bankaleik eru enn starfandi hjá bönkunum eða í umboði þeirra. Þetta hafa stjórnmálamenn fordæmt og talið að ekkert af þessu fólki ætti að vinna hjá eða fyrir bankana. Sömu stjórnmálamenn styðja áfram félaga sína, sem hafa brotið lög, til að starfa fyrir Íslands hönd. Verður ekki að telja að bankamennirnir hafi haft sannfæringu fyrir því að þeir væru að gera það sem best væri fyrir félagið sem þeir unnu hjá? Verður ekki að telja að þeir hafi verið að vinna eftir sinni sannfæringu? Ef þeir hefðu vitað að þeir væru að brjóta lög er þá ekki líklegt að þeir hafi viljað að lögunum yrði breytt? Bæði bankamenn eða útrásarvíkingar og stjórnmálamenn voru að vinna eftir sannfæringu sinni að því er telja verður. Er einhver munur á siðferðisstuðli stjórnmálamanna og útrásarvíkinga? Enn einn stjórnmálamaður til telur það ekki tiltökumál þó lán sem hann tók falli á ættingja hans. Lán sem svokallaðir útrásarvíkingar tóku féllu á óskylda aðila. Hvort er siðferði stjórnmálamannsins eða útrásarvíkinganna betra? Eru kannski bæði stjórnmálamenn og útrásarvíkingar með íslenskt siðferði?
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar