Nýr milljarður í þróunarhjálp Össur Skarphéðinsson skrifar 18. september 2012 06:00 Heill milljarður til viðbótar verður settur í þróunarhjálp með því sem ég tel sögulegustu tillögu nýja fjárlagafrumvarpsins. Þróunarhjálp er okkar leið til að láta af höndum rakna til örsnauðs fólks í fátækustu ríkjum heims. Hún beinist ekki síst að mæðrum og börnum. Þróunarhjálp er meðal þeirra þátta sem ég hef lagt mesta áherslu á í starfi mínu sem utanríkisráðherra. Þess vegna gleðst ég einlæglega, eins og örugglega allir Íslendingar, yfir þessum sögulega áfanga. Sameiginlega hefur þróunarhjálp efnaðri þjóða leitt til þess að barnadauði í heiminum hefur snarminnkað. Egill Helgason benti á í nýlegum pistli á Silfursíðunni að 14 þúsundum færri börn deyja nú daglega en fyrir 20 árum. Íslendingar eiga örlítinn þátt í því kraftaverki – með stuðningi í gegnum þróunarhjálp og örlátt starf og framlög frjálsra félagasamtaka. Mæðravernd þar sem nánast engin var fyrir, eins og fæðingardeildirnar okkar í Malaví, sjúkrahús sem reist hafa verið eins og spítalinn sem ég afhenti fyrir Íslands hönd fyrr á árinu í Mangochi-héraðinu, fræðsla um hreinlæti og heilsuvernd, stóraukinn aðgangur að vatni sem Íslendingar hafa lagt mikla áherslu á, og einfaldir hlutir sem okkur finnst dálítið undarlegir eins og útikamrar sem hafa verið greiddir af þróunarhjálp, hafa gjörbreytt lífi fjölmargra. Þjóðin stynur stundum undan því að Alþingi sé aldrei sammála um stóru hlutina. Því er ekki til að dreifa þegar þróunarmál eru annars vegar. Einum rómi samþykkti Alþingi í fyrra tillögu mína um áætlun um þróunarsamvinnu 2011-14, og vildi meira að segja hraða framlögunum. Samkvæmt þeirri áætlun á að verja 0,25% af landsframleiðslu til þróunarmála á árinu 2013. Til að standa við samþykkt Alþingis þurfti að bæta milljarði króna í þróunarhjálp. Það var áhlaupsverk en fyrir þeim milljarði er nú gert ráð í tillögum frumvarps til fjárlaga næsta árs. Þetta tryggir að Íslendingar geta staðið við loforð sín gagnvart fátækasta fólki heimsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Heill milljarður til viðbótar verður settur í þróunarhjálp með því sem ég tel sögulegustu tillögu nýja fjárlagafrumvarpsins. Þróunarhjálp er okkar leið til að láta af höndum rakna til örsnauðs fólks í fátækustu ríkjum heims. Hún beinist ekki síst að mæðrum og börnum. Þróunarhjálp er meðal þeirra þátta sem ég hef lagt mesta áherslu á í starfi mínu sem utanríkisráðherra. Þess vegna gleðst ég einlæglega, eins og örugglega allir Íslendingar, yfir þessum sögulega áfanga. Sameiginlega hefur þróunarhjálp efnaðri þjóða leitt til þess að barnadauði í heiminum hefur snarminnkað. Egill Helgason benti á í nýlegum pistli á Silfursíðunni að 14 þúsundum færri börn deyja nú daglega en fyrir 20 árum. Íslendingar eiga örlítinn þátt í því kraftaverki – með stuðningi í gegnum þróunarhjálp og örlátt starf og framlög frjálsra félagasamtaka. Mæðravernd þar sem nánast engin var fyrir, eins og fæðingardeildirnar okkar í Malaví, sjúkrahús sem reist hafa verið eins og spítalinn sem ég afhenti fyrir Íslands hönd fyrr á árinu í Mangochi-héraðinu, fræðsla um hreinlæti og heilsuvernd, stóraukinn aðgangur að vatni sem Íslendingar hafa lagt mikla áherslu á, og einfaldir hlutir sem okkur finnst dálítið undarlegir eins og útikamrar sem hafa verið greiddir af þróunarhjálp, hafa gjörbreytt lífi fjölmargra. Þjóðin stynur stundum undan því að Alþingi sé aldrei sammála um stóru hlutina. Því er ekki til að dreifa þegar þróunarmál eru annars vegar. Einum rómi samþykkti Alþingi í fyrra tillögu mína um áætlun um þróunarsamvinnu 2011-14, og vildi meira að segja hraða framlögunum. Samkvæmt þeirri áætlun á að verja 0,25% af landsframleiðslu til þróunarmála á árinu 2013. Til að standa við samþykkt Alþingis þurfti að bæta milljarði króna í þróunarhjálp. Það var áhlaupsverk en fyrir þeim milljarði er nú gert ráð í tillögum frumvarps til fjárlaga næsta árs. Þetta tryggir að Íslendingar geta staðið við loforð sín gagnvart fátækasta fólki heimsins.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun