Sumarísinn er að hverfa 20. september 2012 07:00 Hafísinn getur skapað hættu á fiskimiðum en hann dregur úr vindi. Hverfi hann að fullu geta stormar því orðið mun verri en ella. mynd/landhelgisgæslan Einn fremsti vísindamaður heims á sviði hafísmála segir hættu á að eftir fjögur ár heyri hafís á sumrin sögunni til á norðurskautinu. Brött spá, segir veðurfræðingur, en ísinn fer minnkandi. Hefur áhrif á veðurfar og lífríki sjávar. Draga verður úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Verði ekki dregið verulega úr hlýnun jarðar nú þegar mun hafís á sumrin heyra sögunni til á norðurskautinu. Þetta segir breski vísindamaðurinn Peter Wadhams, en hann er prófessor við Cambridge-háskóla og einn fremsti vísindamaður í heimi á sviði hafísmála. „Loftslagsbreytingar eru ekki lengur eitthvað sem við ætlum að gera eitthvað í á næstu áratugum. Það þarf ekki aðeins að draga nú þegar úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, heldur þarf strax að rannsaka aðrar leiðir til að hægja á hlýnun jarðar,“ segir Wadham, í aðsendu bréfi til Guardian, og vísar meðal annars til hugmynda um að endurvarpa geislum sólar frá jörðinni. Endurvarpa sólargeislumHalldór Björnsson, sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að ýmsum þyki þessi spá Wadhams nokkuð brött. Engum blöðum sé þó um það að fletta að ísinn minnki og það hafi ýmsar afleiðingar. „Hafísinn er eitt af kuldaelementunum í loftslagskerfinu. Þarna speglast mjög mikið af sólarorku í burtu og þarna er mjög kalt á veturna, að hluta til vegna þess að hafísinn einangrar sjóinn frá loftinu.“ Þegar ísinn minnkar hlýnar sjórinn þar sem minna endurvarp sólargeisla á sér stað. Halldór segir að síðan hafi komið sumarstormar sem hafi sópað ísnum saman og molað hann niður og sjórinn hlýnað enn frekar. „Fyrir vikið ferðu inn í veturinn með þynnri hafís og það eru meiri orkuskipti milli lofts og sjávar og það hefur einfaldlega áhrif á veðrið á öllum þessum slóðum.“ Orsök vetrarstormanna?Vísindamenn telja ónóga reynslu komna til að hægt sé að fullyrða um áhrifin á veðurfarið. „Sumir vilja rekja kuldaköst síðustu ára og snjóþunga vetur í Evrópu til þess að heimskautalægðin, sem myndast að vetri til, hlykkist meira til af því að hún verður ekki jafn djúp.“ Þar vísar Halldór til djúprar lægðar sem myndast yfir skautinu á vetrum með ísköldu lofti á vel afmörkuðu svæði. Sumir telji að þar sem lægðin sé grynnri verði svæðið sjálft ekki jafn kalt og lægðin hlykkist til með kólnandi veðri utan síns hefðbundna áhrifasvæðis. „Þetta er reyndar alls ekki óumdeilt. Menn vita að þetta hefur heilmikil áhrif á veður og það er hægt að rekja einstaka storma til þessa. Stormar sem venjulega myndu keyra inn á hafísinn og deyja þar, vegna þess að þeir fengu ekki orku af sjónum, þeir hafa meira opið vatn til að þvælast yfir.“ Fiskgengd og stormarHafísinn hefur áhrif á vistkerfið. Undir honum myndast þörungar sem eru neðsti hlekkurinn í fæðukeðju sem teygir sig alla leið til ísbjarna. Brotthvarf íssins bætir skilyrði fyrir lífríki í opnum sjó. Hverfi ísinn opnast því veiðisvæði, en rannsóknir skortir til að segja fyrir um nákvæmleg áhrif þessa. Bent hefur verið á að breytta göngu makríls og loðnu megi að einhverju leyti rekja til breytinga á hafísnum. Halldór segir að fari fram sem horfir minnki hafís í kringum Ísland einnig. Enn sé það svo að hafís á Grænlandshafi sé í hefðbundnu magni, en það geti ekki haldist til lengdar séð. Það hafi áhrif á veðurfar. „Hafísinn getur virkilega verið til vandræða á miðunum, en eftir því sem hafísþekjan fyrir norðan er stærri því minna svæði hefur vindurinn til að hræra upp og skapa öldur. Brotthvarf hafíssins þýðir því meiri vind.“ Loftslagsmál Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Einn fremsti vísindamaður heims á sviði hafísmála segir hættu á að eftir fjögur ár heyri hafís á sumrin sögunni til á norðurskautinu. Brött spá, segir veðurfræðingur, en ísinn fer minnkandi. Hefur áhrif á veðurfar og lífríki sjávar. Draga verður úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Verði ekki dregið verulega úr hlýnun jarðar nú þegar mun hafís á sumrin heyra sögunni til á norðurskautinu. Þetta segir breski vísindamaðurinn Peter Wadhams, en hann er prófessor við Cambridge-háskóla og einn fremsti vísindamaður í heimi á sviði hafísmála. „Loftslagsbreytingar eru ekki lengur eitthvað sem við ætlum að gera eitthvað í á næstu áratugum. Það þarf ekki aðeins að draga nú þegar úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, heldur þarf strax að rannsaka aðrar leiðir til að hægja á hlýnun jarðar,“ segir Wadham, í aðsendu bréfi til Guardian, og vísar meðal annars til hugmynda um að endurvarpa geislum sólar frá jörðinni. Endurvarpa sólargeislumHalldór Björnsson, sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að ýmsum þyki þessi spá Wadhams nokkuð brött. Engum blöðum sé þó um það að fletta að ísinn minnki og það hafi ýmsar afleiðingar. „Hafísinn er eitt af kuldaelementunum í loftslagskerfinu. Þarna speglast mjög mikið af sólarorku í burtu og þarna er mjög kalt á veturna, að hluta til vegna þess að hafísinn einangrar sjóinn frá loftinu.“ Þegar ísinn minnkar hlýnar sjórinn þar sem minna endurvarp sólargeisla á sér stað. Halldór segir að síðan hafi komið sumarstormar sem hafi sópað ísnum saman og molað hann niður og sjórinn hlýnað enn frekar. „Fyrir vikið ferðu inn í veturinn með þynnri hafís og það eru meiri orkuskipti milli lofts og sjávar og það hefur einfaldlega áhrif á veðrið á öllum þessum slóðum.“ Orsök vetrarstormanna?Vísindamenn telja ónóga reynslu komna til að hægt sé að fullyrða um áhrifin á veðurfarið. „Sumir vilja rekja kuldaköst síðustu ára og snjóþunga vetur í Evrópu til þess að heimskautalægðin, sem myndast að vetri til, hlykkist meira til af því að hún verður ekki jafn djúp.“ Þar vísar Halldór til djúprar lægðar sem myndast yfir skautinu á vetrum með ísköldu lofti á vel afmörkuðu svæði. Sumir telji að þar sem lægðin sé grynnri verði svæðið sjálft ekki jafn kalt og lægðin hlykkist til með kólnandi veðri utan síns hefðbundna áhrifasvæðis. „Þetta er reyndar alls ekki óumdeilt. Menn vita að þetta hefur heilmikil áhrif á veður og það er hægt að rekja einstaka storma til þessa. Stormar sem venjulega myndu keyra inn á hafísinn og deyja þar, vegna þess að þeir fengu ekki orku af sjónum, þeir hafa meira opið vatn til að þvælast yfir.“ Fiskgengd og stormarHafísinn hefur áhrif á vistkerfið. Undir honum myndast þörungar sem eru neðsti hlekkurinn í fæðukeðju sem teygir sig alla leið til ísbjarna. Brotthvarf íssins bætir skilyrði fyrir lífríki í opnum sjó. Hverfi ísinn opnast því veiðisvæði, en rannsóknir skortir til að segja fyrir um nákvæmleg áhrif þessa. Bent hefur verið á að breytta göngu makríls og loðnu megi að einhverju leyti rekja til breytinga á hafísnum. Halldór segir að fari fram sem horfir minnki hafís í kringum Ísland einnig. Enn sé það svo að hafís á Grænlandshafi sé í hefðbundnu magni, en það geti ekki haldist til lengdar séð. Það hafi áhrif á veðurfar. „Hafísinn getur virkilega verið til vandræða á miðunum, en eftir því sem hafísþekjan fyrir norðan er stærri því minna svæði hefur vindurinn til að hræra upp og skapa öldur. Brotthvarf hafíssins þýðir því meiri vind.“
Loftslagsmál Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira