Átak gert í fjármálalæsi Katrín Jakobsdóttir skrifar 21. september 2012 06:00 Margir hafa að undanförnu bent á nauðsyn þess að íslensk ungmenni séu markvisst frædd um fjármál og efnahagsmál og verði þannig hæfari til að takast á við eigin fjármál og skilja betur efnahagskerfi heimsins. Þetta er eðlileg krafa í kjölfar efnahagshrunsins sem varð hér á landi haustið 2008 og líklega eru flestir Íslendingar orðnir mun meðvitaðri en áður um nauðsyn þess að skilja fjármál og efnahagsmál. Árið 2011 komu út nýjar aðalnámskrár fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla þar sem lögð er áhersla á sex grunnþætti sem ganga eins og rauður þráður í gegnum öll skólastigin. Einn þeirra þátta er læsi í víðum skilningi og innan þess hugtaks er gert ráð fyrir fjármálalæsi. Í júní 2011 skipaði ég stýrihóp til kennslu í fjármálalæsi vegna þriggja ára tilraunaverkefnis. Hópinn skipa fulltrúar frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, Landssamtökum lífeyrissjóða, Námsgagnastofnun, Neytendasamtökunum, Samtökum fjármálafyrirtækja, Kennarasambandi Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóla. Árangur hópsins er þegar orðinn sýnilegur. Sex skólar hófu tilraunakennslu í fjármálalæsi í vetur, Mela- og Hagaskóli í Reykjavík, Hafralækjar- og Litlulaugaskóli í Suður-Þingeyjarsýslu og framhaldsskólarnir MA og FÁ. Haldið var námskeið fyrir kennara þessara skóla í ágúst sl. til að koma verkefninu af stað. Við upphaf tilraunakennslunnar er gerð könnun á fjármálalæsi og síðan aftur þegar kennslu lýkur til að meta árangurinn og byggja áframhaldandi vinnu á henni. Þá er einnig gert ráð fyrir að samhliða tilraunakennslunni verði til námsefni sem gagnast mun öðrum síðar. Stýrihópurinn er að skoða námskrár og gera athugasemdir við þær og enn fremur er verið að skoða stöðu námsefnismála í fjármálalæsi. Ljóst er að unnið er ötullega að þessu málefni og verði þeirri vinnu haldið áfram má vænta þess að fjármálalæsi verði hluti af almennri menntun íslenskra ungmenna til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Margir hafa að undanförnu bent á nauðsyn þess að íslensk ungmenni séu markvisst frædd um fjármál og efnahagsmál og verði þannig hæfari til að takast á við eigin fjármál og skilja betur efnahagskerfi heimsins. Þetta er eðlileg krafa í kjölfar efnahagshrunsins sem varð hér á landi haustið 2008 og líklega eru flestir Íslendingar orðnir mun meðvitaðri en áður um nauðsyn þess að skilja fjármál og efnahagsmál. Árið 2011 komu út nýjar aðalnámskrár fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla þar sem lögð er áhersla á sex grunnþætti sem ganga eins og rauður þráður í gegnum öll skólastigin. Einn þeirra þátta er læsi í víðum skilningi og innan þess hugtaks er gert ráð fyrir fjármálalæsi. Í júní 2011 skipaði ég stýrihóp til kennslu í fjármálalæsi vegna þriggja ára tilraunaverkefnis. Hópinn skipa fulltrúar frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, Landssamtökum lífeyrissjóða, Námsgagnastofnun, Neytendasamtökunum, Samtökum fjármálafyrirtækja, Kennarasambandi Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóla. Árangur hópsins er þegar orðinn sýnilegur. Sex skólar hófu tilraunakennslu í fjármálalæsi í vetur, Mela- og Hagaskóli í Reykjavík, Hafralækjar- og Litlulaugaskóli í Suður-Þingeyjarsýslu og framhaldsskólarnir MA og FÁ. Haldið var námskeið fyrir kennara þessara skóla í ágúst sl. til að koma verkefninu af stað. Við upphaf tilraunakennslunnar er gerð könnun á fjármálalæsi og síðan aftur þegar kennslu lýkur til að meta árangurinn og byggja áframhaldandi vinnu á henni. Þá er einnig gert ráð fyrir að samhliða tilraunakennslunni verði til námsefni sem gagnast mun öðrum síðar. Stýrihópurinn er að skoða námskrár og gera athugasemdir við þær og enn fremur er verið að skoða stöðu námsefnismála í fjármálalæsi. Ljóst er að unnið er ötullega að þessu málefni og verði þeirri vinnu haldið áfram má vænta þess að fjármálalæsi verði hluti af almennri menntun íslenskra ungmenna til framtíðar.
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar