Vilt þú að atkvæði kjósenda vegi jafnt? Þorkell Helgason skrifar 27. september 2012 06:00 Fimmta spurningin sem lögð verður fyrir þjóðina 20. október nk. um nýja stjórnarskrá fjallar um fyrirkomulag þingkosninga; rétt eins og sú fjórða. Sú spurning sem hér er til umræðu hljóðar svo í heild sinni: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?" Nú er það svo að sá sem flyst búferlum í gegnum Hvalfjarðargöngin tvíeflir við það atkvæðastyrk sinn; segja má að hann fái tvö atkvæði í stað eins áður. Misvægi af þessu tagi er afleiðing búsetuflutninga frá dreifbýli til þéttbýlis en ekki endilega meðvitað pólitískt markmið. Með fyrri stjórnarskrárbreytingum hefur af og til verið tekið á vandanum. Misvæginu hefur þó aldrei verið útrýmt til fulls og jafnan hefur farið aftur í fyrra horf. Stjórnlagaráð leggur til að á þessu verði tekið með skýrum og óyggjandi hætti, enda stendur skorinort í 2. mgr. í 39. gr. í frumvarpi ráðsins: „Atkvæði kjósenda alls staðar á landinu vega jafnt." Minna virðist deilt um markmiðið, jöfnun kosningarréttar, en um leiðirnar að því markmiði. Að mati margra er einfaldasta og um leið skynsamasta leiðin sú að hafa landið eitt kjördæmi. Um leið verði þingmenn fulltrúar allra kjósenda hvar sem þeir búa á landinu. Landið sem eitt kjördæmi var skýr krafa þjóðfundarins 2010 að mati stjórnlaganefndar, þótt önnur sjónarmið hafi vissulega komið fram. Niðurstaða stjórnlagaráðs varð sú að leggja til samþættingu kjördæmakosninga og landskjörs. Því er haldið opnu hvort landið sé eitt kjördæmi eða fleiri. En sé því skipt upp skal vera unnt að bjóða fram landslista ásamt kjördæmalistum. Jafnframt skal frambjóðendum vera heimilt að bjóða sig fram samtímis á einum lista af hvoru taginu hjá sama flokki. Þannig geta frambjóðendur og kjósendur sjálfir ráðið því hvort þeir vilja horfa til landsins alls eða til kjördæmissjónarmiða, eða til hvors tveggja. Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni snýst þó ekki um útfærsluna heldur um sjálft grunnmarkmiðið, sama vægi atkvæða alls staðar á landinu. Fjöllum um rökin og gagnrýnina. Rök fyrir JÁ við spurningunniRökin fyrir jöfnu vægi atkvæða virðast svo auðsæ að það ætti vart að þurfa að nefna þau. Hér eru nokkur: Allir eiga að vera jafnir fyrir lögum og njóta sömu mannréttinda. Lýðræðið getur ekki verið stigskipt. Það er ekki hægt að tala um hálf mannréttindi, hvorki í kosningarrétti né í öðrum lýðréttindum. Fram kom á þjóðfundinum 2010 skýr krafa um að ójöfnuðinum verði með öllu útrýmt. Ísland er fámennt, kjósendur gætu rúmast í einu kjördæmi víða erlendis. Hvers vegna að draga íbúana í dilka og gera þeim lýðræðislega mishátt undir höfði? Hlúum frekar hvert að öðru hvar á landinu sem er. Misvægi atkvæða leiðir óhjákvæmilega til klúðurslegs kosningakerfis. Til þess að tryggja jöfnuð milli flokka er búið til flókið jöfnunarsætakerfi til þess að vega upp á móti búsetumisvæginu. Með jöfnu atkvæðavægi geta úthlutunarreglur orðið einfaldari. Rök fyrir NEI við spurningunni Eftirfarandi hefur heyrst til stuðnings neii, þ.e.a.s. því að viðhalda atkvæðamisvæginu: Aðstaða íbúanna er sögð misjöfn m.a. vegna búsetu. Þeir sem eigi í vök að verjast þurfi meira atkvæðavægi og eigi það skilið. En hvað með þá sem fara halloka af öðrum sökum en búsetu, svo sem fatlaðir? Eiga þeir þá ekki kröfu á auknu atkvæðavægi? Og öfugt, ættu hinir ríku að hafa skertan atkvæðisrétt? Sagt er að þeir sem búa suðvestanlands eigi beinni og auðveldari aðgang að stjórnvöldum en hinir. Er það svo? Hve oft kemst íbúi í útjöðrum höfuðborgarsvæðisins í tæri við þingmenn sína eða aðra valdsmenn? Skiptir landfræðileg fjarlægð sköpum á dögum netsamskipta af öllu tagi? Bent er á að sums staðar erlendis, t.d. í Noregi, sé líka atkvæðavægi mismunandi eftir búsetu. Það er rétt en er líka umdeilt þar. Jafnframt verður á það að líta að misvægið í Noregi hefur minni áhrif á skipan Stórþingsins norska, en raunin er við kosningar til Alþingis Íslendinga. ÁlyktunEkki verður varið að mismuna kjósendum eftir búsetu. Engu að síður þarf að stuðla að því að raddir allra heyrist á þingi; dreifbýlisfólks sem og þéttbýlisbúa, ungra sem og aldraðra. Kosningafyrirkomulag það, sem stjórnlagaráð leggur til með blandi af kjördæmakjöri og landskjöri, er vel til þessa fallið. Persónukjör þjónar sama tilgangi. Pistilhöfundur telur að valið hljóti að vera einhlítt og mælir því með jáyrði við spurningunni um jafnt vægi atkvæða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorkell Helgason Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Fimmta spurningin sem lögð verður fyrir þjóðina 20. október nk. um nýja stjórnarskrá fjallar um fyrirkomulag þingkosninga; rétt eins og sú fjórða. Sú spurning sem hér er til umræðu hljóðar svo í heild sinni: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?" Nú er það svo að sá sem flyst búferlum í gegnum Hvalfjarðargöngin tvíeflir við það atkvæðastyrk sinn; segja má að hann fái tvö atkvæði í stað eins áður. Misvægi af þessu tagi er afleiðing búsetuflutninga frá dreifbýli til þéttbýlis en ekki endilega meðvitað pólitískt markmið. Með fyrri stjórnarskrárbreytingum hefur af og til verið tekið á vandanum. Misvæginu hefur þó aldrei verið útrýmt til fulls og jafnan hefur farið aftur í fyrra horf. Stjórnlagaráð leggur til að á þessu verði tekið með skýrum og óyggjandi hætti, enda stendur skorinort í 2. mgr. í 39. gr. í frumvarpi ráðsins: „Atkvæði kjósenda alls staðar á landinu vega jafnt." Minna virðist deilt um markmiðið, jöfnun kosningarréttar, en um leiðirnar að því markmiði. Að mati margra er einfaldasta og um leið skynsamasta leiðin sú að hafa landið eitt kjördæmi. Um leið verði þingmenn fulltrúar allra kjósenda hvar sem þeir búa á landinu. Landið sem eitt kjördæmi var skýr krafa þjóðfundarins 2010 að mati stjórnlaganefndar, þótt önnur sjónarmið hafi vissulega komið fram. Niðurstaða stjórnlagaráðs varð sú að leggja til samþættingu kjördæmakosninga og landskjörs. Því er haldið opnu hvort landið sé eitt kjördæmi eða fleiri. En sé því skipt upp skal vera unnt að bjóða fram landslista ásamt kjördæmalistum. Jafnframt skal frambjóðendum vera heimilt að bjóða sig fram samtímis á einum lista af hvoru taginu hjá sama flokki. Þannig geta frambjóðendur og kjósendur sjálfir ráðið því hvort þeir vilja horfa til landsins alls eða til kjördæmissjónarmiða, eða til hvors tveggja. Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni snýst þó ekki um útfærsluna heldur um sjálft grunnmarkmiðið, sama vægi atkvæða alls staðar á landinu. Fjöllum um rökin og gagnrýnina. Rök fyrir JÁ við spurningunniRökin fyrir jöfnu vægi atkvæða virðast svo auðsæ að það ætti vart að þurfa að nefna þau. Hér eru nokkur: Allir eiga að vera jafnir fyrir lögum og njóta sömu mannréttinda. Lýðræðið getur ekki verið stigskipt. Það er ekki hægt að tala um hálf mannréttindi, hvorki í kosningarrétti né í öðrum lýðréttindum. Fram kom á þjóðfundinum 2010 skýr krafa um að ójöfnuðinum verði með öllu útrýmt. Ísland er fámennt, kjósendur gætu rúmast í einu kjördæmi víða erlendis. Hvers vegna að draga íbúana í dilka og gera þeim lýðræðislega mishátt undir höfði? Hlúum frekar hvert að öðru hvar á landinu sem er. Misvægi atkvæða leiðir óhjákvæmilega til klúðurslegs kosningakerfis. Til þess að tryggja jöfnuð milli flokka er búið til flókið jöfnunarsætakerfi til þess að vega upp á móti búsetumisvæginu. Með jöfnu atkvæðavægi geta úthlutunarreglur orðið einfaldari. Rök fyrir NEI við spurningunni Eftirfarandi hefur heyrst til stuðnings neii, þ.e.a.s. því að viðhalda atkvæðamisvæginu: Aðstaða íbúanna er sögð misjöfn m.a. vegna búsetu. Þeir sem eigi í vök að verjast þurfi meira atkvæðavægi og eigi það skilið. En hvað með þá sem fara halloka af öðrum sökum en búsetu, svo sem fatlaðir? Eiga þeir þá ekki kröfu á auknu atkvæðavægi? Og öfugt, ættu hinir ríku að hafa skertan atkvæðisrétt? Sagt er að þeir sem búa suðvestanlands eigi beinni og auðveldari aðgang að stjórnvöldum en hinir. Er það svo? Hve oft kemst íbúi í útjöðrum höfuðborgarsvæðisins í tæri við þingmenn sína eða aðra valdsmenn? Skiptir landfræðileg fjarlægð sköpum á dögum netsamskipta af öllu tagi? Bent er á að sums staðar erlendis, t.d. í Noregi, sé líka atkvæðavægi mismunandi eftir búsetu. Það er rétt en er líka umdeilt þar. Jafnframt verður á það að líta að misvægið í Noregi hefur minni áhrif á skipan Stórþingsins norska, en raunin er við kosningar til Alþingis Íslendinga. ÁlyktunEkki verður varið að mismuna kjósendum eftir búsetu. Engu að síður þarf að stuðla að því að raddir allra heyrist á þingi; dreifbýlisfólks sem og þéttbýlisbúa, ungra sem og aldraðra. Kosningafyrirkomulag það, sem stjórnlagaráð leggur til með blandi af kjördæmakjöri og landskjöri, er vel til þessa fallið. Persónukjör þjónar sama tilgangi. Pistilhöfundur telur að valið hljóti að vera einhlítt og mælir því með jáyrði við spurningunni um jafnt vægi atkvæða.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun