Eflum háskóla- og vísindastarf Katrín Jakobsdóttir skrifar 5. október 2012 00:30 Með frumvarpi til fjárlaga ársins 2013 er stigið fyrsta skref íslensks háskóla- og vísindasamfélags út úr kreppunni. Frumvarpið gerir ráð fyrir að framlög til samkeppnissjóða á sviði rannsókna og tækniþróunar hækki um samtals 1,3 milljarða króna. Þar vegur þyngst hækkun á framlagi til rannsóknarsjóðs, tækniþróunarsjóðs og á framlagi til markáætlunar á sviði vísinda og tækni. Er þessi hækkun í samræmi við stefnu vísinda- og tækniráðs um eflingu samkeppnissjóða. Með hruninu árið 2008 brustu allar forsendur fyrir opinberum útgjöldum og hefur meginverkefni stjórnvalda síðan verið að skapa langtímaforsendur fyrir velferðar- og þekkingarsamfélagi á Íslandi. Sú vinna hefur kallað á forgangsröðun á öllum sviðum ásamt umtalsverðum niðurskurði, m.a. til háskóla- og vísindamála. Þannig hafa tæpir 3,5 ma. kr. verið teknir út úr háskólakerfinu frá 2008 til 2012. Þrátt fyrir niðurskurð undanfarinna ára hafa háskólarnir tekið á sig aukna ábyrgð sem sést á því að nú stunda yfir tvö þúsund fleiri nemendur háskólanám en fyrir hrun. Þannig hafa þeir lagt sitt af mörkum til þess að íslenskt samfélag komi betur menntað og þar með sterkara út úr kreppunni. Við fjárlagagerð undanfarinna ára hefur forgangsröðun verið í þágu Háskóla Íslands enda er hann burðarstoð íslenska háskóla- og vísindasamfélagsins. Eigi að síður hefur hann tekið á sig stærsta hluta niðurskurðarins eða 2,3 ma. kr. og mesta nemendafjölgun. Það dylst engum að háskólakerfið á Íslandi er, og hefur reyndar verið frá því fyrir hrun, undirfjármagnað. Árið 2009 kostaði hver háskólanemi ríflega þriðjungi minna á Íslandi en meðaltal OECD-ríkja og meðalframlög á hvern háskólanema í Noregi og Svíþjóð voru helmingi hærri en á Íslandi. Það er ljóst að við þetta ástand verður ekki búið mikið lengur. Það er mikilvægt að eflingu samkeppnissjóðanna verði fylgt eftir með auknum framlögum til háskólanna. Þar verður að byrja á að tryggja þeim framlög í samræmi við þá nemendafjölgun sem orðið hefur á undanförnum árum. Ég legg á það mikla áherslu að þetta verði gert strax í fjárlögum næsta árs leiði endurskoðun efnahagsforsenda fjárlagafrumvarpsins til þeirrar niðurstöðu að svigrúm sé til aukinna útgjalda. Næsta verkefni er svo að tryggja eðlilega fjármögnun háskólakerfisins til framtíðar með því að hækka grunnframlög til háskólanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Með frumvarpi til fjárlaga ársins 2013 er stigið fyrsta skref íslensks háskóla- og vísindasamfélags út úr kreppunni. Frumvarpið gerir ráð fyrir að framlög til samkeppnissjóða á sviði rannsókna og tækniþróunar hækki um samtals 1,3 milljarða króna. Þar vegur þyngst hækkun á framlagi til rannsóknarsjóðs, tækniþróunarsjóðs og á framlagi til markáætlunar á sviði vísinda og tækni. Er þessi hækkun í samræmi við stefnu vísinda- og tækniráðs um eflingu samkeppnissjóða. Með hruninu árið 2008 brustu allar forsendur fyrir opinberum útgjöldum og hefur meginverkefni stjórnvalda síðan verið að skapa langtímaforsendur fyrir velferðar- og þekkingarsamfélagi á Íslandi. Sú vinna hefur kallað á forgangsröðun á öllum sviðum ásamt umtalsverðum niðurskurði, m.a. til háskóla- og vísindamála. Þannig hafa tæpir 3,5 ma. kr. verið teknir út úr háskólakerfinu frá 2008 til 2012. Þrátt fyrir niðurskurð undanfarinna ára hafa háskólarnir tekið á sig aukna ábyrgð sem sést á því að nú stunda yfir tvö þúsund fleiri nemendur háskólanám en fyrir hrun. Þannig hafa þeir lagt sitt af mörkum til þess að íslenskt samfélag komi betur menntað og þar með sterkara út úr kreppunni. Við fjárlagagerð undanfarinna ára hefur forgangsröðun verið í þágu Háskóla Íslands enda er hann burðarstoð íslenska háskóla- og vísindasamfélagsins. Eigi að síður hefur hann tekið á sig stærsta hluta niðurskurðarins eða 2,3 ma. kr. og mesta nemendafjölgun. Það dylst engum að háskólakerfið á Íslandi er, og hefur reyndar verið frá því fyrir hrun, undirfjármagnað. Árið 2009 kostaði hver háskólanemi ríflega þriðjungi minna á Íslandi en meðaltal OECD-ríkja og meðalframlög á hvern háskólanema í Noregi og Svíþjóð voru helmingi hærri en á Íslandi. Það er ljóst að við þetta ástand verður ekki búið mikið lengur. Það er mikilvægt að eflingu samkeppnissjóðanna verði fylgt eftir með auknum framlögum til háskólanna. Þar verður að byrja á að tryggja þeim framlög í samræmi við þá nemendafjölgun sem orðið hefur á undanförnum árum. Ég legg á það mikla áherslu að þetta verði gert strax í fjárlögum næsta árs leiði endurskoðun efnahagsforsenda fjárlagafrumvarpsins til þeirrar niðurstöðu að svigrúm sé til aukinna útgjalda. Næsta verkefni er svo að tryggja eðlilega fjármögnun háskólakerfisins til framtíðar með því að hækka grunnframlög til háskólanna.
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar