Komandi kosningar – JÁ eða NEI? Sighvatur Björgvinsson skrifar 11. október 2012 00:00 Bandaríska stjórnarskráin er orðin tvö hundruð tuttugu og fjögurra ára gömul og er að megininntaki óbreytt þó samþykktar hafi verið breytingar og viðbætur tuttugu og sjö sinnum. Á líftíma bandarísku stjórnarskrárinnar hafa margvíslegar hremmingar riðið yfir bandarísku þjóðina – miklar og stórar kreppur – en stjórnarskráin er ekki talin hafa valdið þeim. Íslenska stjórnarskráin er 138 ára gömul og er að megininntaki óbreytt þó samþykktar hafi verið viðbætur og breytingar alls sjö sinnum. Á líftíma íslensku stjórnarskrárinnar hafa margvíslegar hremmingar riðið yfir íslensku þjóðina – miklar og stórar kreppur – en stjórnarskráin er ekki talin hafa valdið þeim. Samt sem áður getur verið skynsamlegt að endurskoða íslensku stjórnarskrána frá grunni til breytinga – þó það geti vart talist vera lífsnauðsynlegt. Þjóðfundur og Stjórnlagaráð hafa unnið vel og komið fram með margar, góðar hugmyndir – en aðrar miður góðar. Nú á að fara að greiða atkvæði um tiltekna efnisþætti. Og hvað á fólk að gera? Þorvaldur Gylfason og fleiri Stjórnlagaráðsmenn segja, að þeir, sem segja JÁ við spurningunni um hvort leggja eigi tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar við meðferð Alþingis á málinu séu að lýsa fortakslausum stuðningi sínum við öll atriðin í tillögum ráðsins og þeim megi alþingismenn því á engan hátt breyta. Þá get ég ekki sagt JÁ, því þó ég sé sammála sumum tillögunum er ég ósammála öðrum. Reimar Pétursson og aðrir skoðanabræður hans segja að ef sagt sé NEI við sömu spurningu sé það höfnun á tillögum Stjórnlagaráðs og þá eigi að leggja tillögurnar til hliðar og ekki taka mark á þeim meir. Ég get þá ekki heldur sagt NEI, því þó ég sé ósammála sumum tillögunum er ég sammála öðrum og vil ekki að mikilli og góðri vinnu Þjóðfundarins og Stjórnlagaráðs verði hent út í hafsauga. Ég get því hvorki sagt JÁ né NEI eins og málið er kynnt fyrir þjóðinni og svo mun fleirum farið. Nú er það svo, að samkvæmt gildandi stjórnarskrá er stjórnarskrárgjafinn Alþingi. Þeim fyrirmælum verður að fylgja. Þarna verður Alþingi sem sé að kveða upp sinn dóm. Hver verða viðbrögð Alþingis við niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar? Telur Alþingi að ef meirihlutinn segi JÁ við umræddri spurningu sé Alþingi þar með óheimilt að hnika til eða breyta tillögum Stjórnlagaráðs? Telur Alþingi, að ef meirihlutinn segir NEI eigi Alþingi ekkert tillit að taka til tillagna Stjórnlagaráðsins og ekkert mið hafa af tillögum þess við framhaldsmeðferð málsins? Ég sé ekki hvernig hægt er að ganga til atkvæða á forsendum þeirra Þorvaldar og Reimars. Í lýðræðislandi má ekki og á ekki að efna til atkvæðagreiðslu um mikilvæg mál með jafn mikilli óvissu um hvað afstaða hvers og eins raunverulega þýðir. Æðsti lýðræðisvettvangur þjóðarinnar er Alþingi. Þaðan verður að koma leiðsögn um hvernig túlka ber afstöðu kjósenda í komandi kosningum og sú leiðsögn verður að koma áður en gengið er til kosninganna. Forseti Alþingis er rödd þjóðþingsins. Hvað segir sú rödd? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Skoðun Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Sjá meira
Bandaríska stjórnarskráin er orðin tvö hundruð tuttugu og fjögurra ára gömul og er að megininntaki óbreytt þó samþykktar hafi verið breytingar og viðbætur tuttugu og sjö sinnum. Á líftíma bandarísku stjórnarskrárinnar hafa margvíslegar hremmingar riðið yfir bandarísku þjóðina – miklar og stórar kreppur – en stjórnarskráin er ekki talin hafa valdið þeim. Íslenska stjórnarskráin er 138 ára gömul og er að megininntaki óbreytt þó samþykktar hafi verið viðbætur og breytingar alls sjö sinnum. Á líftíma íslensku stjórnarskrárinnar hafa margvíslegar hremmingar riðið yfir íslensku þjóðina – miklar og stórar kreppur – en stjórnarskráin er ekki talin hafa valdið þeim. Samt sem áður getur verið skynsamlegt að endurskoða íslensku stjórnarskrána frá grunni til breytinga – þó það geti vart talist vera lífsnauðsynlegt. Þjóðfundur og Stjórnlagaráð hafa unnið vel og komið fram með margar, góðar hugmyndir – en aðrar miður góðar. Nú á að fara að greiða atkvæði um tiltekna efnisþætti. Og hvað á fólk að gera? Þorvaldur Gylfason og fleiri Stjórnlagaráðsmenn segja, að þeir, sem segja JÁ við spurningunni um hvort leggja eigi tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar við meðferð Alþingis á málinu séu að lýsa fortakslausum stuðningi sínum við öll atriðin í tillögum ráðsins og þeim megi alþingismenn því á engan hátt breyta. Þá get ég ekki sagt JÁ, því þó ég sé sammála sumum tillögunum er ég ósammála öðrum. Reimar Pétursson og aðrir skoðanabræður hans segja að ef sagt sé NEI við sömu spurningu sé það höfnun á tillögum Stjórnlagaráðs og þá eigi að leggja tillögurnar til hliðar og ekki taka mark á þeim meir. Ég get þá ekki heldur sagt NEI, því þó ég sé ósammála sumum tillögunum er ég sammála öðrum og vil ekki að mikilli og góðri vinnu Þjóðfundarins og Stjórnlagaráðs verði hent út í hafsauga. Ég get því hvorki sagt JÁ né NEI eins og málið er kynnt fyrir þjóðinni og svo mun fleirum farið. Nú er það svo, að samkvæmt gildandi stjórnarskrá er stjórnarskrárgjafinn Alþingi. Þeim fyrirmælum verður að fylgja. Þarna verður Alþingi sem sé að kveða upp sinn dóm. Hver verða viðbrögð Alþingis við niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar? Telur Alþingi að ef meirihlutinn segi JÁ við umræddri spurningu sé Alþingi þar með óheimilt að hnika til eða breyta tillögum Stjórnlagaráðs? Telur Alþingi, að ef meirihlutinn segir NEI eigi Alþingi ekkert tillit að taka til tillagna Stjórnlagaráðsins og ekkert mið hafa af tillögum þess við framhaldsmeðferð málsins? Ég sé ekki hvernig hægt er að ganga til atkvæða á forsendum þeirra Þorvaldar og Reimars. Í lýðræðislandi má ekki og á ekki að efna til atkvæðagreiðslu um mikilvæg mál með jafn mikilli óvissu um hvað afstaða hvers og eins raunverulega þýðir. Æðsti lýðræðisvettvangur þjóðarinnar er Alþingi. Þaðan verður að koma leiðsögn um hvernig túlka ber afstöðu kjósenda í komandi kosningum og sú leiðsögn verður að koma áður en gengið er til kosninganna. Forseti Alþingis er rödd þjóðþingsins. Hvað segir sú rödd?
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun