Fjórir af fimm fastir á Kleppi Sunna Valgerðardóttir skrifar 13. október 2012 06:00 Mynd/Vilhelm Tuttugu einstaklingar sitja nú fastir á Kleppi eftir að hafa lokið endurhæfingu. Ástæðan er að framhaldsúrræði skortir hjá sveitarfélögunum. Forsvarsmenn spítalans segja ástandið sérstaklega slæmt í Kópavogi, Hafnarfirði og Árborg, en mikið sé nú um að sjúklingar flytji lögheimili sitt til Reykjavíkur eða Reykjanesbæjar til að komast á biðlista eftir úrræðum. Dæmi séu um að sjúklingar festist á Kleppi í meira en ár eftir að meðferð þeirra ljúki. Halldór Kolbeinsson, yfirlæknir á Kleppi, segir ástandið alvarlegt og gagnrýnir framgöngu sveitarfélaganna harðlega. "Niðurstaðan er einfaldlega sú að sveitarfélögin standa mjög illa að málefnum geðfatlaðra og félagsleg úrræði eru af afskaplega skornum skammti," segir hann. Hægt hafi mikið á ferlinu eftir að málaflokkurinn færðist frá ríki yfir á sveitarfélög fyrir tveimur árum. Fjárhagsstaða margra sjúklinga er þannig að þeir hafa ekki nokkurt efni á útborgun í sína eigin íbúð eða getu til að borga leigu. Þá er mikið um að sjúklingar taki smálán og er það orðið alvarlegt vandamál innan spítalans, þar sem töluvert er um að sjúklingar sem leggist inn séu með miklar smálánaskuldir á bakinu. Þá missa menn örorkubætur eftir að hafa legið ákveðinn tíma inni á spítala og fara þá yfir á dagpeninga, sem eru um fjörutíu þúsund krónur á mánuði. Algengt er að sjúklingar reyki sígarettur en það gerir að verkum að þeir hafa oft ekki meira en tíu þúsund krónur til ráðstöfunar eftir að hafa keypt tóbak fyrir mánuðinn. Smálán sliga sjúklinga við innkomuSmálán eru nýtt og aðkallandi vandamál meðal sjúklinga á Kleppi. Halldór og Sylvía sammælast um að það færist í vöxt að fólk komi inn með miklar skuldir og hafi fest í vítahring smálánanna. "Þeir kunna á tölvu, slá inn kennitölu og svo byrjar vítahringurinn," segir Halldór. "Þeir skulda margir háar fjárhæðir þegar þeir koma hingað inn." Sjúklingar missa örorkubæturnar sínar eftir að hafa legið inni á geðdeild í sex mánuði á ári. Þá fara þeir á dagpeninga sem eru um 40 þúsund krónur á mánuði. Margir hverjir reykja pakka af sígarettum á dag, sem skilur þá eftir um tíu þúsund krónur til að lifa, svo engir möguleikar eru á að safna sér peningum fyrir útborgun í íbúð eða borga leigu. Meðferð í dag Sjúklingar koma á Klepp annaðhvort frá Hringbraut eða frá kjörnum og sambýlum til meðferðar og lyfjagjafar. Stíf endurhæfingaráætlun er fyllt út dag hvern og farið er yfir atburði dagsins með sjúklingunum á kvöldin. Fastir liðir eins og gönguferðir, líkamsrækt, jóga og iðjuþjálfun er sett í stundatöflu sjúklinga, en þeir fá einnig töluvert að segja um meðferð sína sjálfir. Mikil áhersla er lögð á félagslega endurhæfingu til að hjálpa fólki að ná tökum á sínum sjúkdómi til að komast aftur út í samfélagið. Kleppur í 100 ár - Helgi Tómasson lét brenna allar spennitreyjur – 1934Frá árinu 1932 voru tveir spítalar á Kleppi og þeim haldið algjörlega aðskildum. Gjörólíkar lækningaaðferðir voru notaðar á spítölunum tveimur, en Helgi Tómasson geðlæknir tók að lokum við rekstri þeirra beggja. Á Gamla-Kleppi voru meðal annars stundaðar vatnslækningar lengi vel, þar sem sjúklingar voru baðaðir til skiptis í heitu og köldu vatni. Helgi Tómasson tók að lokum alfarið fyrir slíkar aðferðir og einbeitti sér að lyfjagjöf, en hann er sagður upphafsmaður nútímageðlækninga á Íslandi. "Helgi Tómasson lét brenna allar spennitreyjur, ólar og belti sem notuð höfðu verið á sjúklingana. Þetta heyrði til algjörra undantekninga í geðlækningum samtímans enda voru sjúklingar víðast hvar bundnir niður í öllum nágrannalöndunum. Þetta vakti mikla athygli á þeirri meðferð sem rekin var á Kleppi." Úr bók Óttars Guðmundssonar, Kleppur í 100 ár. Fréttaskýringar Tengdar fréttir Fordómarnir finnast líka í kerfinu Síðan samfélagsteymi LSH tók til starfa hefur tími geðsjúkra inni á stofnunum minnkað og innlögnum fækkað. Sveitarfélögin verða að taka sig á varðandi þjónustu við hópinn, að mati teymisstjóra. Fordómar finnast innan heilbrigðiskerfisins sem utan þess. 16. október 2012 08:00 Blandaðar deildir geta skapað hættu Brýn þörf er á meiri aðskilnaði milli sjúklinga á geðdeildum LSH við Hringbraut. Framkvæmdir vegna nýrrar geðgjörgæsludeildar standa til á næstu mánuðum. Um 400 manns eru á biðlista eftir meðferðarúrræðum á geðsviði. Biðtími er um fjórir mánuðir. 10. október 2012 00:01 Engin geðgjörgæsla fyrir árásargjörnu sjúklingana Sjúklingum með misalvarlega geðsjúkdóma er ekki haldið nægilega aðskildum á geðdeildum Landspítalans við Hringbraut. Dæmi eru um að mjög veikir einstaklingar, sem vita vart hvar þeir eru staddir, deili herbergi með fólki á góðum batavegi. 10. október 2012 00:01 Sérstök gát vegna sjálfsvígshættu Fjórir karlar dvelja nú á réttargeðdeildinni á Kleppi. Elsti sjúklingurinn er 46 ára og sá yngsti 27 og hefur sá sem dvalið hefur lengst þar verið inni í tíu ár. Á deildina vistast þeir sem eru dæmdir ósakhæfir og ekki ábyrgir gjörða sinna á þeirri stund sem glæpur var framinn. Ofsóknargeðklofi (e. paranoid schizophrenia) er algengasti sjúkdómurinn meðal einstaklinganna. 15. október 2012 09:00 Dæmi um að geðfatlaður hafi tekið smálán upp á aðra milljón Skuldir vegna smálána sliga sífellt fleiri einstaklinga sem leggjast inn á Klepp. Dæmi eru um að sjúklingar hafi tekið skammtímalán upp á eina og hálfa milljónir króna. Margir eiga í erfiðleikum með að hætta að taka lánin segir félagsráðgjafi. 13. október 2012 19:05 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Tuttugu einstaklingar sitja nú fastir á Kleppi eftir að hafa lokið endurhæfingu. Ástæðan er að framhaldsúrræði skortir hjá sveitarfélögunum. Forsvarsmenn spítalans segja ástandið sérstaklega slæmt í Kópavogi, Hafnarfirði og Árborg, en mikið sé nú um að sjúklingar flytji lögheimili sitt til Reykjavíkur eða Reykjanesbæjar til að komast á biðlista eftir úrræðum. Dæmi séu um að sjúklingar festist á Kleppi í meira en ár eftir að meðferð þeirra ljúki. Halldór Kolbeinsson, yfirlæknir á Kleppi, segir ástandið alvarlegt og gagnrýnir framgöngu sveitarfélaganna harðlega. "Niðurstaðan er einfaldlega sú að sveitarfélögin standa mjög illa að málefnum geðfatlaðra og félagsleg úrræði eru af afskaplega skornum skammti," segir hann. Hægt hafi mikið á ferlinu eftir að málaflokkurinn færðist frá ríki yfir á sveitarfélög fyrir tveimur árum. Fjárhagsstaða margra sjúklinga er þannig að þeir hafa ekki nokkurt efni á útborgun í sína eigin íbúð eða getu til að borga leigu. Þá er mikið um að sjúklingar taki smálán og er það orðið alvarlegt vandamál innan spítalans, þar sem töluvert er um að sjúklingar sem leggist inn séu með miklar smálánaskuldir á bakinu. Þá missa menn örorkubætur eftir að hafa legið ákveðinn tíma inni á spítala og fara þá yfir á dagpeninga, sem eru um fjörutíu þúsund krónur á mánuði. Algengt er að sjúklingar reyki sígarettur en það gerir að verkum að þeir hafa oft ekki meira en tíu þúsund krónur til ráðstöfunar eftir að hafa keypt tóbak fyrir mánuðinn. Smálán sliga sjúklinga við innkomuSmálán eru nýtt og aðkallandi vandamál meðal sjúklinga á Kleppi. Halldór og Sylvía sammælast um að það færist í vöxt að fólk komi inn með miklar skuldir og hafi fest í vítahring smálánanna. "Þeir kunna á tölvu, slá inn kennitölu og svo byrjar vítahringurinn," segir Halldór. "Þeir skulda margir háar fjárhæðir þegar þeir koma hingað inn." Sjúklingar missa örorkubæturnar sínar eftir að hafa legið inni á geðdeild í sex mánuði á ári. Þá fara þeir á dagpeninga sem eru um 40 þúsund krónur á mánuði. Margir hverjir reykja pakka af sígarettum á dag, sem skilur þá eftir um tíu þúsund krónur til að lifa, svo engir möguleikar eru á að safna sér peningum fyrir útborgun í íbúð eða borga leigu. Meðferð í dag Sjúklingar koma á Klepp annaðhvort frá Hringbraut eða frá kjörnum og sambýlum til meðferðar og lyfjagjafar. Stíf endurhæfingaráætlun er fyllt út dag hvern og farið er yfir atburði dagsins með sjúklingunum á kvöldin. Fastir liðir eins og gönguferðir, líkamsrækt, jóga og iðjuþjálfun er sett í stundatöflu sjúklinga, en þeir fá einnig töluvert að segja um meðferð sína sjálfir. Mikil áhersla er lögð á félagslega endurhæfingu til að hjálpa fólki að ná tökum á sínum sjúkdómi til að komast aftur út í samfélagið. Kleppur í 100 ár - Helgi Tómasson lét brenna allar spennitreyjur – 1934Frá árinu 1932 voru tveir spítalar á Kleppi og þeim haldið algjörlega aðskildum. Gjörólíkar lækningaaðferðir voru notaðar á spítölunum tveimur, en Helgi Tómasson geðlæknir tók að lokum við rekstri þeirra beggja. Á Gamla-Kleppi voru meðal annars stundaðar vatnslækningar lengi vel, þar sem sjúklingar voru baðaðir til skiptis í heitu og köldu vatni. Helgi Tómasson tók að lokum alfarið fyrir slíkar aðferðir og einbeitti sér að lyfjagjöf, en hann er sagður upphafsmaður nútímageðlækninga á Íslandi. "Helgi Tómasson lét brenna allar spennitreyjur, ólar og belti sem notuð höfðu verið á sjúklingana. Þetta heyrði til algjörra undantekninga í geðlækningum samtímans enda voru sjúklingar víðast hvar bundnir niður í öllum nágrannalöndunum. Þetta vakti mikla athygli á þeirri meðferð sem rekin var á Kleppi." Úr bók Óttars Guðmundssonar, Kleppur í 100 ár.
Fréttaskýringar Tengdar fréttir Fordómarnir finnast líka í kerfinu Síðan samfélagsteymi LSH tók til starfa hefur tími geðsjúkra inni á stofnunum minnkað og innlögnum fækkað. Sveitarfélögin verða að taka sig á varðandi þjónustu við hópinn, að mati teymisstjóra. Fordómar finnast innan heilbrigðiskerfisins sem utan þess. 16. október 2012 08:00 Blandaðar deildir geta skapað hættu Brýn þörf er á meiri aðskilnaði milli sjúklinga á geðdeildum LSH við Hringbraut. Framkvæmdir vegna nýrrar geðgjörgæsludeildar standa til á næstu mánuðum. Um 400 manns eru á biðlista eftir meðferðarúrræðum á geðsviði. Biðtími er um fjórir mánuðir. 10. október 2012 00:01 Engin geðgjörgæsla fyrir árásargjörnu sjúklingana Sjúklingum með misalvarlega geðsjúkdóma er ekki haldið nægilega aðskildum á geðdeildum Landspítalans við Hringbraut. Dæmi eru um að mjög veikir einstaklingar, sem vita vart hvar þeir eru staddir, deili herbergi með fólki á góðum batavegi. 10. október 2012 00:01 Sérstök gát vegna sjálfsvígshættu Fjórir karlar dvelja nú á réttargeðdeildinni á Kleppi. Elsti sjúklingurinn er 46 ára og sá yngsti 27 og hefur sá sem dvalið hefur lengst þar verið inni í tíu ár. Á deildina vistast þeir sem eru dæmdir ósakhæfir og ekki ábyrgir gjörða sinna á þeirri stund sem glæpur var framinn. Ofsóknargeðklofi (e. paranoid schizophrenia) er algengasti sjúkdómurinn meðal einstaklinganna. 15. október 2012 09:00 Dæmi um að geðfatlaður hafi tekið smálán upp á aðra milljón Skuldir vegna smálána sliga sífellt fleiri einstaklinga sem leggjast inn á Klepp. Dæmi eru um að sjúklingar hafi tekið skammtímalán upp á eina og hálfa milljónir króna. Margir eiga í erfiðleikum með að hætta að taka lánin segir félagsráðgjafi. 13. október 2012 19:05 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Fordómarnir finnast líka í kerfinu Síðan samfélagsteymi LSH tók til starfa hefur tími geðsjúkra inni á stofnunum minnkað og innlögnum fækkað. Sveitarfélögin verða að taka sig á varðandi þjónustu við hópinn, að mati teymisstjóra. Fordómar finnast innan heilbrigðiskerfisins sem utan þess. 16. október 2012 08:00
Blandaðar deildir geta skapað hættu Brýn þörf er á meiri aðskilnaði milli sjúklinga á geðdeildum LSH við Hringbraut. Framkvæmdir vegna nýrrar geðgjörgæsludeildar standa til á næstu mánuðum. Um 400 manns eru á biðlista eftir meðferðarúrræðum á geðsviði. Biðtími er um fjórir mánuðir. 10. október 2012 00:01
Engin geðgjörgæsla fyrir árásargjörnu sjúklingana Sjúklingum með misalvarlega geðsjúkdóma er ekki haldið nægilega aðskildum á geðdeildum Landspítalans við Hringbraut. Dæmi eru um að mjög veikir einstaklingar, sem vita vart hvar þeir eru staddir, deili herbergi með fólki á góðum batavegi. 10. október 2012 00:01
Sérstök gát vegna sjálfsvígshættu Fjórir karlar dvelja nú á réttargeðdeildinni á Kleppi. Elsti sjúklingurinn er 46 ára og sá yngsti 27 og hefur sá sem dvalið hefur lengst þar verið inni í tíu ár. Á deildina vistast þeir sem eru dæmdir ósakhæfir og ekki ábyrgir gjörða sinna á þeirri stund sem glæpur var framinn. Ofsóknargeðklofi (e. paranoid schizophrenia) er algengasti sjúkdómurinn meðal einstaklinganna. 15. október 2012 09:00
Dæmi um að geðfatlaður hafi tekið smálán upp á aðra milljón Skuldir vegna smálána sliga sífellt fleiri einstaklinga sem leggjast inn á Klepp. Dæmi eru um að sjúklingar hafi tekið skammtímalán upp á eina og hálfa milljónir króna. Margir eiga í erfiðleikum með að hætta að taka lánin segir félagsráðgjafi. 13. október 2012 19:05