Treystir á að Norðurál borgi Bjarki Sigurðsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 25. nóvember 2025 14:16 Heiða Björg Hilmisdóttir er borgarstjóri. Vísir/Bjarni Forstjóri Orkuveitunnar segir hegðun Norðuráls mikil vonbrigði en fyrirtækið hefur sagst ekki ætla að greiða fyrir orku sem það nýtti ekki eftir bilanir á Grundartanga. Bæði hann og borgarstjóri ætlast þó til þess að Norðurál greiði á endanum. Í gær tilkynnti Orkuveitan að gert væri ráð fyrir mun lægri rekstrarhagnaði í ár vegna greiðslufalls Norðuráls. Endurteknar bilanir hafa orðið í álverinu á Grundartanga og fyrirtækið hefur því ekki getað nýtt sér þá orku sem það hafði samið við Orkuveituna um að kaupa. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Orkuveitunnar, telur ákvörðun Norðuráls ekki standast. „Þeir hafa látið okkur vita af því að þeir muni ekki greiða á næsta ári því hér sé um „óviðráðanlegan atburð“ að ræða, eins og eldgos, stríð eða álíka. Þeir gera á sama tíma kröfu um að orka sem við erum með tiltæka en þeir eru ekki að nýta verði áfram tiltæk hvenær sem er á næsta ári á meðan þau gera við og setja allt upp. En ætla þrátt fyrir það ekki að greiða fyrir orkuna sem er í samningum,“ segir Sævar. Sannfærður um að fá greitt Hann segir hegðunina vera mikil vonbrigði. Arðgreiðslur Orkuveitunnar lækki og fyrirtækið þurfi að draga úr fjárfestingum. En þið ætlið að fá greitt fyrir þetta á endanum? „Já, við erum sannfærð um að þetta haldi ekki vatni. Það getur verið að það taki tíma en við erum sannfærð um að við fáum þetta greitt,“ segir Sævar. Borgarstjóri ósáttur Reykjavíkurborg á 93,5 prósent í Orkuveitunni og segir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri lægri arðgreiðslur hafa áhrif á rekstur borgarinnar. „Þetta kemur mér á óvart því Norðurál hafði áður gefið út að þeir ætluðu að standa við allar sínar skuldbindingar og þetta kæmi ekki niður á öðrum. Ég heyri að Orkuveitan ætli að sækja fullar greiðslur og ég treysti því að þær skili sér. Mér finnst það eðlilegt. Annað er bara í berhöggi við það sem Norðurál hefur sagt annars staðar,“ segir Heiða. Tekið tillit til aðstæðna Borgin sé þó undirbúin fyrir lægri greiðslu. „Í heildina erum við að gera ráð fyrir sex milljörðum króna í arðgreiðslur frá Orkuveitunni. Það eru þrjú prósent af tekjum Reykjavíkurborgar, þannig það er mikið en ekki allar tekjurnar okkar. Við erum núna að skoða alls konar leiðir. Við vorum með ákveðnar varúðarfærslur áður en við fórum inn í fyrri umræðu um fjárhagsáætlun. Seinni umræða er í næstu viku þannig þá verðum við búin að taka tillit til þessa,“ segir Heiða. Bilun hjá Norðuráli Orkumál Stóriðja Hvalfjarðarsveit Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
Í gær tilkynnti Orkuveitan að gert væri ráð fyrir mun lægri rekstrarhagnaði í ár vegna greiðslufalls Norðuráls. Endurteknar bilanir hafa orðið í álverinu á Grundartanga og fyrirtækið hefur því ekki getað nýtt sér þá orku sem það hafði samið við Orkuveituna um að kaupa. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Orkuveitunnar, telur ákvörðun Norðuráls ekki standast. „Þeir hafa látið okkur vita af því að þeir muni ekki greiða á næsta ári því hér sé um „óviðráðanlegan atburð“ að ræða, eins og eldgos, stríð eða álíka. Þeir gera á sama tíma kröfu um að orka sem við erum með tiltæka en þeir eru ekki að nýta verði áfram tiltæk hvenær sem er á næsta ári á meðan þau gera við og setja allt upp. En ætla þrátt fyrir það ekki að greiða fyrir orkuna sem er í samningum,“ segir Sævar. Sannfærður um að fá greitt Hann segir hegðunina vera mikil vonbrigði. Arðgreiðslur Orkuveitunnar lækki og fyrirtækið þurfi að draga úr fjárfestingum. En þið ætlið að fá greitt fyrir þetta á endanum? „Já, við erum sannfærð um að þetta haldi ekki vatni. Það getur verið að það taki tíma en við erum sannfærð um að við fáum þetta greitt,“ segir Sævar. Borgarstjóri ósáttur Reykjavíkurborg á 93,5 prósent í Orkuveitunni og segir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri lægri arðgreiðslur hafa áhrif á rekstur borgarinnar. „Þetta kemur mér á óvart því Norðurál hafði áður gefið út að þeir ætluðu að standa við allar sínar skuldbindingar og þetta kæmi ekki niður á öðrum. Ég heyri að Orkuveitan ætli að sækja fullar greiðslur og ég treysti því að þær skili sér. Mér finnst það eðlilegt. Annað er bara í berhöggi við það sem Norðurál hefur sagt annars staðar,“ segir Heiða. Tekið tillit til aðstæðna Borgin sé þó undirbúin fyrir lægri greiðslu. „Í heildina erum við að gera ráð fyrir sex milljörðum króna í arðgreiðslur frá Orkuveitunni. Það eru þrjú prósent af tekjum Reykjavíkurborgar, þannig það er mikið en ekki allar tekjurnar okkar. Við erum núna að skoða alls konar leiðir. Við vorum með ákveðnar varúðarfærslur áður en við fórum inn í fyrri umræðu um fjárhagsáætlun. Seinni umræða er í næstu viku þannig þá verðum við búin að taka tillit til þessa,“ segir Heiða.
Bilun hjá Norðuráli Orkumál Stóriðja Hvalfjarðarsveit Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira