Pistill: Fordóma ber ekki að umbera Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. október 2012 06:00 Aron Einar Gunnarsson. Mynd/Vilhelm Viðbrögð margra við fréttaflutningi af ummælum Arons Einars Gunnarssonar um albönsku þjóðina hafa komið mér á óvart. Miðað við ummæli margra knattspyrnuáhugamanna á samfélagsmiðlum virðast þeir margir þeirrar skoðunar að íslenskir fjölmiðlar hafi brugðist of hart við ummælum Arons Einars. Þá hafa ófáir íslenskir knattspyrnumenn tekið í svipaðan streng. Ég hef líka séð nokkra hneykslast á viðbrögðum Geirs Þorsteinssonar, formanns KSÍ, sem sagði að málinu væri ekki lokið og yrði tekið til frekari skoðunar innan veggja sambandsins. Að þeirra mati ætti hann frekar að styðja landsliðsfyrirliðann sinn en það var einmitt umfjöllunarefni pistils á vefmiðlinum 433.is um helgina þar sem viðbrögð við ummælum Arons Einars eru sögð allt of harkaleg. Ég verð að lýsa yfir áhyggjum mínum af þessum málflutningi og því viðhorfi sem hann lýsir. Aron Einar er drengur góður og hefur beðist afsökunar á orðum sínum. En það breytir því ekki að orð hans lýstu fordómum sem eiga aldrei að sæma fulltrúa íslensku þjóðarinnar á erlendri grundu, hvað þá mann í stöðu landsliðsfyrirliða. Þau skilaboð sem Aron Einar sendi með orðum sínum voru ekki einungis móðgandi fyrir albönsku þjóðina heldur með öllu slæmt fordæmi fyrir þá fjölmörgu ungu stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem líta upp til fyrirliðans og annarra leikmanna Íslands. Fordómar, alhæfingar og skortur á umburðarlyndi gagnvart öðrum á aldrei að líðast og væru fjölmiðlar að bregðast skyldu sinni ef þeir myndu láta það hjá líða að fulltrúi íslensku þjóðarinnar hafi komið þannig fram. Meðvirkni sómir fjölmiðlum afar illa. Þá er rétt að halda því til haga að ummæli Arons Einars eru skýrt brot á 5. grein siðareglna KSÍ sem eru ekki nema tæplega þriggja ára gömul. Grjótharður er orð sem er í tísku og lýsir vel oft kappsemi og ákveðni íslenskra íþróttamanna í keppni. Er það vel. „Látið aldrei kappið bera fegurðina ofurlið," sagði séra Friðrik Friðriksson og á það jafn vel við í dag og það gerði fyrir rúmri öld síðan. Menn ættu frekar að halda sig við að vera grjótharðir á vellinum en að koma fram af slíku offorsi sem alltof margir hafa gert sig seka um í kjölfar þessa máls. Aron Einar hefur lært sína lexíu. Hann spilaði leikinn gegn Albönum og stóð sig með prýði – eins og hann gerir yfirleitt í bláu treyjunni. Í leiknum fékk hann áminningu sem hann átti ekki skilið og mun af þeim sökum taka út leikbann í leiknum gegn Sviss á morgun. Eftir leik gætti hann þó orða sinna í viðtölum og neitaði að gagnrýna dómarann fyrir spjaldið. Fleiri ættu að taka sér Aron Einar til fyrirmyndar og vita hvenær þeim er hollast að halda að sér höndum frekar en að halda á lofti misgáfulegum málflutningi sem er þeim til lítils annars en minnkunar og skammar. Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Viðbrögð margra við fréttaflutningi af ummælum Arons Einars Gunnarssonar um albönsku þjóðina hafa komið mér á óvart. Miðað við ummæli margra knattspyrnuáhugamanna á samfélagsmiðlum virðast þeir margir þeirrar skoðunar að íslenskir fjölmiðlar hafi brugðist of hart við ummælum Arons Einars. Þá hafa ófáir íslenskir knattspyrnumenn tekið í svipaðan streng. Ég hef líka séð nokkra hneykslast á viðbrögðum Geirs Þorsteinssonar, formanns KSÍ, sem sagði að málinu væri ekki lokið og yrði tekið til frekari skoðunar innan veggja sambandsins. Að þeirra mati ætti hann frekar að styðja landsliðsfyrirliðann sinn en það var einmitt umfjöllunarefni pistils á vefmiðlinum 433.is um helgina þar sem viðbrögð við ummælum Arons Einars eru sögð allt of harkaleg. Ég verð að lýsa yfir áhyggjum mínum af þessum málflutningi og því viðhorfi sem hann lýsir. Aron Einar er drengur góður og hefur beðist afsökunar á orðum sínum. En það breytir því ekki að orð hans lýstu fordómum sem eiga aldrei að sæma fulltrúa íslensku þjóðarinnar á erlendri grundu, hvað þá mann í stöðu landsliðsfyrirliða. Þau skilaboð sem Aron Einar sendi með orðum sínum voru ekki einungis móðgandi fyrir albönsku þjóðina heldur með öllu slæmt fordæmi fyrir þá fjölmörgu ungu stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem líta upp til fyrirliðans og annarra leikmanna Íslands. Fordómar, alhæfingar og skortur á umburðarlyndi gagnvart öðrum á aldrei að líðast og væru fjölmiðlar að bregðast skyldu sinni ef þeir myndu láta það hjá líða að fulltrúi íslensku þjóðarinnar hafi komið þannig fram. Meðvirkni sómir fjölmiðlum afar illa. Þá er rétt að halda því til haga að ummæli Arons Einars eru skýrt brot á 5. grein siðareglna KSÍ sem eru ekki nema tæplega þriggja ára gömul. Grjótharður er orð sem er í tísku og lýsir vel oft kappsemi og ákveðni íslenskra íþróttamanna í keppni. Er það vel. „Látið aldrei kappið bera fegurðina ofurlið," sagði séra Friðrik Friðriksson og á það jafn vel við í dag og það gerði fyrir rúmri öld síðan. Menn ættu frekar að halda sig við að vera grjótharðir á vellinum en að koma fram af slíku offorsi sem alltof margir hafa gert sig seka um í kjölfar þessa máls. Aron Einar hefur lært sína lexíu. Hann spilaði leikinn gegn Albönum og stóð sig með prýði – eins og hann gerir yfirleitt í bláu treyjunni. Í leiknum fékk hann áminningu sem hann átti ekki skilið og mun af þeim sökum taka út leikbann í leiknum gegn Sviss á morgun. Eftir leik gætti hann þó orða sinna í viðtölum og neitaði að gagnrýna dómarann fyrir spjaldið. Fleiri ættu að taka sér Aron Einar til fyrirmyndar og vita hvenær þeim er hollast að halda að sér höndum frekar en að halda á lofti misgáfulegum málflutningi sem er þeim til lítils annars en minnkunar og skammar.
Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira