Þjóðhollusta Mörður Árnason skrifar 18. október 2012 06:00 Á 19. öld fólst þjóðhollusta í sjálfstæðisbaráttu, framfaratrú og Danahatri. Þeir tímar eru liðnir, sem betur fer! – en kannski getur hugtakið haft gildi ennþá á 21. öld: Að vera hollur þjóð sinni, vilja veg hennar sem mestan og þó einkum sem bestan, auðvitað án nokkurra illinda við annað fólk í heiminum. Mér sýnist einmitt þetta orð eiga vel við um þátttöku í atkvæðagreiðslunni um stjórnarskrárdrögin laugardaginn 20. október. Eftir að yfir dundu fjárhagslegar, pólitískar og sálrænar hörmungar fyrir réttum fjórum árum hefur okkur þrátt fyrir allt tekist að vinna vel á nokkrum mikilsverðum sviðum. Eitt af þessu er stjórnarskrárverkið þar sem mikill meirihluti landsmanna ákvað að endurnýja fornfáleg og gölluð grunnlög sem eiga sinn þátt í aðdraganda hrunsins og eftirmálum. Þjóðfundur, almennt kjör stjórnlagafulltrúa, einróma niðurstaða ráðsins, vinna í þinginu og svo aftur út til þjóðarinnar – þegar menn líta yfir þetta og leggja til hliðar gleraugu gremjunnar og sjónauka yfirlætisins kemur í ljós merkileg lýðræðistilraun sem hefur fætt af sér margskonar umbótatillögur í frumvarpsdrögunum frá stjórnlagaráðinu. Erlendis er mjög spurt um þetta starf, svo sem þar sem ég hef starfað á Evrópuráðsþinginu í Strassborg, og þykir til fyrirmyndar. Nú erum við kvödd að kjörborðinu til að veita leiðsögn um framhaldið. Sjálfur tel ég að það eigi hiklaust að starfa áfram á grundvelli tillagnanna frá ráðinu. Ég fagna líka efnisspurningunum, alveg sérstaklega þeirri um þjóðareign Íslandsauðlinda. Aðrir hafa sína skoðun á þessum álitamálum, eins og gengur. Það sem skiptir mestu máli er að Íslendingar taki sem flestir þátt í að móta framtíð lands og fólks með því að taka nú afstöðu til stjórnarskrármálsins og greiða atkvæði hinn 20. október (eða fyrr, svo sem í Laugardalshöll 10–20 alla daga). Til þess hvet ég alla þjóðholla karla og konur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mörður Árnason Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Á 19. öld fólst þjóðhollusta í sjálfstæðisbaráttu, framfaratrú og Danahatri. Þeir tímar eru liðnir, sem betur fer! – en kannski getur hugtakið haft gildi ennþá á 21. öld: Að vera hollur þjóð sinni, vilja veg hennar sem mestan og þó einkum sem bestan, auðvitað án nokkurra illinda við annað fólk í heiminum. Mér sýnist einmitt þetta orð eiga vel við um þátttöku í atkvæðagreiðslunni um stjórnarskrárdrögin laugardaginn 20. október. Eftir að yfir dundu fjárhagslegar, pólitískar og sálrænar hörmungar fyrir réttum fjórum árum hefur okkur þrátt fyrir allt tekist að vinna vel á nokkrum mikilsverðum sviðum. Eitt af þessu er stjórnarskrárverkið þar sem mikill meirihluti landsmanna ákvað að endurnýja fornfáleg og gölluð grunnlög sem eiga sinn þátt í aðdraganda hrunsins og eftirmálum. Þjóðfundur, almennt kjör stjórnlagafulltrúa, einróma niðurstaða ráðsins, vinna í þinginu og svo aftur út til þjóðarinnar – þegar menn líta yfir þetta og leggja til hliðar gleraugu gremjunnar og sjónauka yfirlætisins kemur í ljós merkileg lýðræðistilraun sem hefur fætt af sér margskonar umbótatillögur í frumvarpsdrögunum frá stjórnlagaráðinu. Erlendis er mjög spurt um þetta starf, svo sem þar sem ég hef starfað á Evrópuráðsþinginu í Strassborg, og þykir til fyrirmyndar. Nú erum við kvödd að kjörborðinu til að veita leiðsögn um framhaldið. Sjálfur tel ég að það eigi hiklaust að starfa áfram á grundvelli tillagnanna frá ráðinu. Ég fagna líka efnisspurningunum, alveg sérstaklega þeirri um þjóðareign Íslandsauðlinda. Aðrir hafa sína skoðun á þessum álitamálum, eins og gengur. Það sem skiptir mestu máli er að Íslendingar taki sem flestir þátt í að móta framtíð lands og fólks með því að taka nú afstöðu til stjórnarskrármálsins og greiða atkvæði hinn 20. október (eða fyrr, svo sem í Laugardalshöll 10–20 alla daga). Til þess hvet ég alla þjóðholla karla og konur.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun