Ætlar ríkisstjórnin að rústa ferðaþjónustunni? Ásmundur Einar Daðason skrifar 17. október 2012 12:45 Nú síðsumars tilkynnti fjármálaráðherra um hækkun virðisaukaskatts á gistingu og mun hækkunin taka gildi á næsta ári. Áætlað er að skatttekjur af þessari skattahækkun verði 3,5 milljarðar á ársgrunni en til viðmiðunar þá var framlegð 35 stærstu hótela landsins 600 milljónir árið 2011. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er löngum talin hafa horn í síðu atvinnureksturs og ferðaþjónustan mátti því búast við höggi. Beinum störfum í ferðaþjónustu fjölgaði um 6,1% árið 2011 og skapar hún yfir 12.000 manns beina atvinnu en svo virðist vera sem stjórnvöld setji það í sérstakan forgang að skekkja grundvöll atvinnurekstar sem hvorttveggja í senn skapar vaxandi útflutningstekjur og er einn helsti vaxtarsprotinn í atvinnulífi landsins. Ísland verður með hæstu gistináttaskatta í Evrópu! Íslensk ferðaþjónusta er í harðri alþjóðlegri samkeppni. Með því að hækka virðisaukaskattinn í 25,5% verður skattlagning á gistingu með því hæsta sem þekkist í heiminum. Til samanburðar má nefna að skattur á gistingu er 9% í Noregi, 12% í Svíþjóð en meðaltal innan ESB er 11%. Þetta mun hafa bein áhrif á greinina í heild sinni; veitingarekstur, flug, bílaleigur og aðra þjónustu og verslun. Samdrátturinn mun vitanlega bitna á tekjum ríkissjóðs. Skattahækkun getur auðveldlega skert skatttekjur og þá er betur heima setið en af stað farið. Tilraunastarfsemi í skattlagningu er ekki leiðin til árangurs. Framsókn mun draga þessar tillögur til baka! Framsóknarflokkurinn telur að ítrekaðar óvinveittar aðgerðir gegn ferðaþjónustunni sýni að ríkisstjórnin sé skilningsvana á atvinnurekstur almennt. Dragi ríkisstjórnin þessar tillögur ekki til baka þá hlýtur það að verða forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar að stöðva þessar árásir á ferðaþjónustuna. Ofurskattastefnu ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna verður að linna. Innan tíðar verður gengið til kosninga og þá gefst tækifæri til að leiðrétta hin mörgu gönuhlaup ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Nú síðsumars tilkynnti fjármálaráðherra um hækkun virðisaukaskatts á gistingu og mun hækkunin taka gildi á næsta ári. Áætlað er að skatttekjur af þessari skattahækkun verði 3,5 milljarðar á ársgrunni en til viðmiðunar þá var framlegð 35 stærstu hótela landsins 600 milljónir árið 2011. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er löngum talin hafa horn í síðu atvinnureksturs og ferðaþjónustan mátti því búast við höggi. Beinum störfum í ferðaþjónustu fjölgaði um 6,1% árið 2011 og skapar hún yfir 12.000 manns beina atvinnu en svo virðist vera sem stjórnvöld setji það í sérstakan forgang að skekkja grundvöll atvinnurekstar sem hvorttveggja í senn skapar vaxandi útflutningstekjur og er einn helsti vaxtarsprotinn í atvinnulífi landsins. Ísland verður með hæstu gistináttaskatta í Evrópu! Íslensk ferðaþjónusta er í harðri alþjóðlegri samkeppni. Með því að hækka virðisaukaskattinn í 25,5% verður skattlagning á gistingu með því hæsta sem þekkist í heiminum. Til samanburðar má nefna að skattur á gistingu er 9% í Noregi, 12% í Svíþjóð en meðaltal innan ESB er 11%. Þetta mun hafa bein áhrif á greinina í heild sinni; veitingarekstur, flug, bílaleigur og aðra þjónustu og verslun. Samdrátturinn mun vitanlega bitna á tekjum ríkissjóðs. Skattahækkun getur auðveldlega skert skatttekjur og þá er betur heima setið en af stað farið. Tilraunastarfsemi í skattlagningu er ekki leiðin til árangurs. Framsókn mun draga þessar tillögur til baka! Framsóknarflokkurinn telur að ítrekaðar óvinveittar aðgerðir gegn ferðaþjónustunni sýni að ríkisstjórnin sé skilningsvana á atvinnurekstur almennt. Dragi ríkisstjórnin þessar tillögur ekki til baka þá hlýtur það að verða forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar að stöðva þessar árásir á ferðaþjónustuna. Ofurskattastefnu ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna verður að linna. Innan tíðar verður gengið til kosninga og þá gefst tækifæri til að leiðrétta hin mörgu gönuhlaup ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun