Hausverkur tveggja ráðherra Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 23. október 2012 06:00 Nú er ég hræddur um að ráðherrar fjár- og velferðarmála séu með dynjandi hausverk. Föstudaginn 12.10.12 sendi ég stutta ádrepu þar sem spurt var hvort ætlunin væri að berja höfðinu áfram við steininn og halda til streitu orðalagi í skýringartexta við fjárlagalið 08-206 í Fjárlögum 2013. Þegar þetta er skrifað hafa engin svör borist. Fyrir þá sem ekki vita þá fylgir nýjum fjárlögum skýringartexti þar sem sagt er berum orðum að hætta eigi með öllu niðurgreiðslu til fullorðinna vegna ákveðinnar tegundar af ADHD-lyfjum. Velferðarráðuneytið þykist reyndar draga í land en stendur þó fast á að þennan lið fjárlaga skuli lækka um allt að 220 milljónir. Gallinn við skýringartexta fjárlaga og annan rökstuðning frá ráðuneytunum er að flest gögn sem vísað er til segja allt aðra sögu. Í þeim kemur skýrt fram að þó mögulega megi spara um 200 milljónir með endurbótum á lyfjaávísunarkerfi lækna þá megi slíkar aðgerðir alls ekki bitna á meðferð til þeirra er á þurfa að halda. Enda hafi meðferðin sem slík fyrir löngu sannað gildi sitt fyrir alla aldurshópa. Í raun bendir allt til að líklega megi ná þessum niðurskurði fram með endurbótum á lyfseðlakerfinu einu og sér, enda væri þá horft til allra eftirritunarskyldra lyfja og misnotkunar fíkla á þeim. En nú sem fyrr virðast Guðbjartur Hannesson og Katrín Júlíusdóttir ætli að þverskallast við ábendingum, rétt eins og bergrisar í þvermóðskukasti sem berja höfðinu við stein frekar en að játa sök. Í skjóli óheppilegs orðalags skal haldið ótrautt áfram, sama hverjir og hversu margir liggja í valnum. Ef ekki tekst að telja ykkur hughvarf ítreka ég hér með þá ósk að þið svarið skrifum mínum og annarra hvað þetta málefni varðar og færið haldbær rök fyrir afstöðu ykkar. Sem fyrr er ónákvæmt orðalag afþakkað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er ég hræddur um að ráðherrar fjár- og velferðarmála séu með dynjandi hausverk. Föstudaginn 12.10.12 sendi ég stutta ádrepu þar sem spurt var hvort ætlunin væri að berja höfðinu áfram við steininn og halda til streitu orðalagi í skýringartexta við fjárlagalið 08-206 í Fjárlögum 2013. Þegar þetta er skrifað hafa engin svör borist. Fyrir þá sem ekki vita þá fylgir nýjum fjárlögum skýringartexti þar sem sagt er berum orðum að hætta eigi með öllu niðurgreiðslu til fullorðinna vegna ákveðinnar tegundar af ADHD-lyfjum. Velferðarráðuneytið þykist reyndar draga í land en stendur þó fast á að þennan lið fjárlaga skuli lækka um allt að 220 milljónir. Gallinn við skýringartexta fjárlaga og annan rökstuðning frá ráðuneytunum er að flest gögn sem vísað er til segja allt aðra sögu. Í þeim kemur skýrt fram að þó mögulega megi spara um 200 milljónir með endurbótum á lyfjaávísunarkerfi lækna þá megi slíkar aðgerðir alls ekki bitna á meðferð til þeirra er á þurfa að halda. Enda hafi meðferðin sem slík fyrir löngu sannað gildi sitt fyrir alla aldurshópa. Í raun bendir allt til að líklega megi ná þessum niðurskurði fram með endurbótum á lyfseðlakerfinu einu og sér, enda væri þá horft til allra eftirritunarskyldra lyfja og misnotkunar fíkla á þeim. En nú sem fyrr virðast Guðbjartur Hannesson og Katrín Júlíusdóttir ætli að þverskallast við ábendingum, rétt eins og bergrisar í þvermóðskukasti sem berja höfðinu við stein frekar en að játa sök. Í skjóli óheppilegs orðalags skal haldið ótrautt áfram, sama hverjir og hversu margir liggja í valnum. Ef ekki tekst að telja ykkur hughvarf ítreka ég hér með þá ósk að þið svarið skrifum mínum og annarra hvað þetta málefni varðar og færið haldbær rök fyrir afstöðu ykkar. Sem fyrr er ónákvæmt orðalag afþakkað.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun