Inn á miðjuna Magnús Orri Schram skrifar 31. október 2012 08:00 Ég tel að Samfylkingin eigi að leggja meiri áherslu á alþjóðaviðskipti, einfaldara skattkerfi, eflingu samkeppni, og frjálsræði í viðskiptum, og þannig færast nær kjósendum á miðju íslenskra stjórnmála. Við erum flokkurinn sem hefur raunsæjar lausnir fyrir nútímafólk. Við erum flokkur hins nýja atvinnulífs sem krefst opinna markaða, afnáms einokunar eða hindrana í viðskiptum. Atvinnulífs sem opnar leiðir fyrir frumkvöðla t.d. í gegnum skattkerfi eða innan landbúnaðar eða sjávarútvegs. Atvinnulífs sem byggir á hugviti og menntun einstaklinga og skilur mikilvægi umhverfisverndar og náttúru fyrir verðmætasköpun. Með auknum áherslum í þessa veru verður Samfylkingin vænlegur valkostur kjósenda á miðju íslenskra stjórnmála sem er umhugað um öflugt atvinnulíf til jafns við sterkt velferðarkerfi. Til þessa fólks eigum við að ná með stefnu okkar í landbúnaðarmálum, sjávarútvegsmálum, Evrópumálum, skattastefnu okkar, mennta- og atvinnustefnu. Þekkingarmiðað atvinnulífFlokkurinn hefur sýnt að honum er vel treystandi fyrir ríkisfjármálunum, að hann hafni einangrunarstefnu, og að hann sé eini flokkurinn með stefnu í myntmálum þjóðarinnar. Um leið eigum við að leggja áherslu á þekkingarmiðað atvinnulíf, jafnvægi milli umhverfisverndar og virkjana, innleiðingu skattalegra hvata gagnvart atvinnulífinu og á eflingu samkeppnishæfni landsins. Samfylking er alþjóðasinnaður miðjuflokkur þar sem við teljum að jafnvæginu á milli ríkisforsjár og einkaframtaks sé hægt að ná í gegnum áherslu á velferðarkerfi og verðmætasköpun. Valkostur miðjunnarVerði Samfylkingin í forsæti næstu ríkisstjórnar er mikilvægt að halda áfram að gæta að þeim verst stöddu í okkar samfélagi. Forsendur verðmætasköpunar liggja í velferðinni. Þá á flokkurinn að fylgja eftir nauðsynlegu aðhaldi í ríkisútgjöldum, gæta að hófsemi í skattlagningu og réttlátri skiptingu arðs af auðlindum. Stefna ber að endurskoðun landbúnaðarkerfisins, halda áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið og freista þess að gefa þjóðinni valkost í myntmálum. Þannig á Samfylkingin að birtast sem valkostur þeirra sem hafna einangrun en vilja byggja upp fjölbreytt atvinnulíf og losa heimilin undan oki verðtryggingar og hárra vaxta. Samfylkingin ber því ríka ábyrgð sem valkostur kjósenda á miðju íslenskra stjórnmála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ég tel að Samfylkingin eigi að leggja meiri áherslu á alþjóðaviðskipti, einfaldara skattkerfi, eflingu samkeppni, og frjálsræði í viðskiptum, og þannig færast nær kjósendum á miðju íslenskra stjórnmála. Við erum flokkurinn sem hefur raunsæjar lausnir fyrir nútímafólk. Við erum flokkur hins nýja atvinnulífs sem krefst opinna markaða, afnáms einokunar eða hindrana í viðskiptum. Atvinnulífs sem opnar leiðir fyrir frumkvöðla t.d. í gegnum skattkerfi eða innan landbúnaðar eða sjávarútvegs. Atvinnulífs sem byggir á hugviti og menntun einstaklinga og skilur mikilvægi umhverfisverndar og náttúru fyrir verðmætasköpun. Með auknum áherslum í þessa veru verður Samfylkingin vænlegur valkostur kjósenda á miðju íslenskra stjórnmála sem er umhugað um öflugt atvinnulíf til jafns við sterkt velferðarkerfi. Til þessa fólks eigum við að ná með stefnu okkar í landbúnaðarmálum, sjávarútvegsmálum, Evrópumálum, skattastefnu okkar, mennta- og atvinnustefnu. Þekkingarmiðað atvinnulífFlokkurinn hefur sýnt að honum er vel treystandi fyrir ríkisfjármálunum, að hann hafni einangrunarstefnu, og að hann sé eini flokkurinn með stefnu í myntmálum þjóðarinnar. Um leið eigum við að leggja áherslu á þekkingarmiðað atvinnulíf, jafnvægi milli umhverfisverndar og virkjana, innleiðingu skattalegra hvata gagnvart atvinnulífinu og á eflingu samkeppnishæfni landsins. Samfylking er alþjóðasinnaður miðjuflokkur þar sem við teljum að jafnvæginu á milli ríkisforsjár og einkaframtaks sé hægt að ná í gegnum áherslu á velferðarkerfi og verðmætasköpun. Valkostur miðjunnarVerði Samfylkingin í forsæti næstu ríkisstjórnar er mikilvægt að halda áfram að gæta að þeim verst stöddu í okkar samfélagi. Forsendur verðmætasköpunar liggja í velferðinni. Þá á flokkurinn að fylgja eftir nauðsynlegu aðhaldi í ríkisútgjöldum, gæta að hófsemi í skattlagningu og réttlátri skiptingu arðs af auðlindum. Stefna ber að endurskoðun landbúnaðarkerfisins, halda áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið og freista þess að gefa þjóðinni valkost í myntmálum. Þannig á Samfylkingin að birtast sem valkostur þeirra sem hafna einangrun en vilja byggja upp fjölbreytt atvinnulíf og losa heimilin undan oki verðtryggingar og hárra vaxta. Samfylkingin ber því ríka ábyrgð sem valkostur kjósenda á miðju íslenskra stjórnmála.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar