Öryggi farþega í Strætó Ragnar Jörundsson skrifar 2. nóvember 2012 08:00 Strætó bs. hefur á undanförnum árum unnið af miklum metnaði að bættu öryggi í umferðinni. Einn liður í þessari vinnu er sérstakt forvarnarsamstarf milli Strætó og VÍS sem staðið hefur yfir frá árinu 2008. Þetta samstarf hefur skilað verulega marktækum árangri, því umferðaróhöppum og -slysum hefur fækkað um 73% á þessum tíma. Núna standa einmitt yfir formlegir öryggisdagar Strætó og VÍS í þriðja skipti undir heitinu Öryggisdagar Strætó bs. og VÍS, þar sem meðal annars er lögð áhersla á aukið öryggi farþega í strætisvögnunum. En hvernig geta farþegar tryggt eigið öryggi þegar þeir ferðast með strætó? Helstu atriði sem gott er að farþegar hugi að: n að standa ekki alveg á ystu brún gangstéttar þegar þeir bíða eftir strætisvagni á biðstöð, sérstaklega eftir að fer að kólna og hætta er á að hálkublettir myndist. n að hafa fargjaldið tilbúið áður en komið er inn í vagninn. n að gefa sér tíma til að framvísa kortum og skiptimiðum þannig að vagnstjóri fái tækifæri til að lesa gildistímann. n að vera viðbúnir þegar vagninn tekur af stað. n að forðast troðning og færa sig aftarlega í vagninn á anna- og álagstímum. n að sýna tillitssemi og standa upp fyrir þeim sem augljóslega þurfa frekar sæti. n að gæta vel að yngri börnum, bæði á leið inn og út úr vagninum. n að vera ávallt viðbúnir þegar vagninn nemur staðar. Öll þessi atriði auka öryggi farþega og gera ferðirnar ánægjulegri og skilvirkari. Óhappa- og slysatíðni hjá Strætó bs. er hlutfallslega mjög lág miðað við almenn óhöpp og slys í umferðinni. Að ferðast með strætó er því öruggari og þægilegri leið til að fara til og frá vinnu eða skóla, eða bara skreppa í heimsóknir. Að auki er það miklu ódýrara og minna mengandi ferðamáti. Strætó bs. hefur stöðugt unnið að bættu aðgengi á biðstöðum. Undanfarið hefur verið gert verulegt átak í þeim efnum en þetta er þó nokkuð stórt verkefni og eftir er að lagfæra og endurbæta víða. Við vagnstjórar hjá Strætó bs. reynum að leggja okkar af mörkum til þess að auka öryggi farþega okkar. Það er hlutverk okkar að hafa farþega Strætó í fyrirrúmi og að þeir komist heilir og sáttir á áfangastað. Góða og örugga ferð með Strætó! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Strætó bs. hefur á undanförnum árum unnið af miklum metnaði að bættu öryggi í umferðinni. Einn liður í þessari vinnu er sérstakt forvarnarsamstarf milli Strætó og VÍS sem staðið hefur yfir frá árinu 2008. Þetta samstarf hefur skilað verulega marktækum árangri, því umferðaróhöppum og -slysum hefur fækkað um 73% á þessum tíma. Núna standa einmitt yfir formlegir öryggisdagar Strætó og VÍS í þriðja skipti undir heitinu Öryggisdagar Strætó bs. og VÍS, þar sem meðal annars er lögð áhersla á aukið öryggi farþega í strætisvögnunum. En hvernig geta farþegar tryggt eigið öryggi þegar þeir ferðast með strætó? Helstu atriði sem gott er að farþegar hugi að: n að standa ekki alveg á ystu brún gangstéttar þegar þeir bíða eftir strætisvagni á biðstöð, sérstaklega eftir að fer að kólna og hætta er á að hálkublettir myndist. n að hafa fargjaldið tilbúið áður en komið er inn í vagninn. n að gefa sér tíma til að framvísa kortum og skiptimiðum þannig að vagnstjóri fái tækifæri til að lesa gildistímann. n að vera viðbúnir þegar vagninn tekur af stað. n að forðast troðning og færa sig aftarlega í vagninn á anna- og álagstímum. n að sýna tillitssemi og standa upp fyrir þeim sem augljóslega þurfa frekar sæti. n að gæta vel að yngri börnum, bæði á leið inn og út úr vagninum. n að vera ávallt viðbúnir þegar vagninn nemur staðar. Öll þessi atriði auka öryggi farþega og gera ferðirnar ánægjulegri og skilvirkari. Óhappa- og slysatíðni hjá Strætó bs. er hlutfallslega mjög lág miðað við almenn óhöpp og slys í umferðinni. Að ferðast með strætó er því öruggari og þægilegri leið til að fara til og frá vinnu eða skóla, eða bara skreppa í heimsóknir. Að auki er það miklu ódýrara og minna mengandi ferðamáti. Strætó bs. hefur stöðugt unnið að bættu aðgengi á biðstöðum. Undanfarið hefur verið gert verulegt átak í þeim efnum en þetta er þó nokkuð stórt verkefni og eftir er að lagfæra og endurbæta víða. Við vagnstjórar hjá Strætó bs. reynum að leggja okkar af mörkum til þess að auka öryggi farþega okkar. Það er hlutverk okkar að hafa farþega Strætó í fyrirrúmi og að þeir komist heilir og sáttir á áfangastað. Góða og örugga ferð með Strætó!
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar