Öryggi farþega í Strætó Ragnar Jörundsson skrifar 2. nóvember 2012 08:00 Strætó bs. hefur á undanförnum árum unnið af miklum metnaði að bættu öryggi í umferðinni. Einn liður í þessari vinnu er sérstakt forvarnarsamstarf milli Strætó og VÍS sem staðið hefur yfir frá árinu 2008. Þetta samstarf hefur skilað verulega marktækum árangri, því umferðaróhöppum og -slysum hefur fækkað um 73% á þessum tíma. Núna standa einmitt yfir formlegir öryggisdagar Strætó og VÍS í þriðja skipti undir heitinu Öryggisdagar Strætó bs. og VÍS, þar sem meðal annars er lögð áhersla á aukið öryggi farþega í strætisvögnunum. En hvernig geta farþegar tryggt eigið öryggi þegar þeir ferðast með strætó? Helstu atriði sem gott er að farþegar hugi að: n að standa ekki alveg á ystu brún gangstéttar þegar þeir bíða eftir strætisvagni á biðstöð, sérstaklega eftir að fer að kólna og hætta er á að hálkublettir myndist. n að hafa fargjaldið tilbúið áður en komið er inn í vagninn. n að gefa sér tíma til að framvísa kortum og skiptimiðum þannig að vagnstjóri fái tækifæri til að lesa gildistímann. n að vera viðbúnir þegar vagninn tekur af stað. n að forðast troðning og færa sig aftarlega í vagninn á anna- og álagstímum. n að sýna tillitssemi og standa upp fyrir þeim sem augljóslega þurfa frekar sæti. n að gæta vel að yngri börnum, bæði á leið inn og út úr vagninum. n að vera ávallt viðbúnir þegar vagninn nemur staðar. Öll þessi atriði auka öryggi farþega og gera ferðirnar ánægjulegri og skilvirkari. Óhappa- og slysatíðni hjá Strætó bs. er hlutfallslega mjög lág miðað við almenn óhöpp og slys í umferðinni. Að ferðast með strætó er því öruggari og þægilegri leið til að fara til og frá vinnu eða skóla, eða bara skreppa í heimsóknir. Að auki er það miklu ódýrara og minna mengandi ferðamáti. Strætó bs. hefur stöðugt unnið að bættu aðgengi á biðstöðum. Undanfarið hefur verið gert verulegt átak í þeim efnum en þetta er þó nokkuð stórt verkefni og eftir er að lagfæra og endurbæta víða. Við vagnstjórar hjá Strætó bs. reynum að leggja okkar af mörkum til þess að auka öryggi farþega okkar. Það er hlutverk okkar að hafa farþega Strætó í fyrirrúmi og að þeir komist heilir og sáttir á áfangastað. Góða og örugga ferð með Strætó! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Sjá meira
Strætó bs. hefur á undanförnum árum unnið af miklum metnaði að bættu öryggi í umferðinni. Einn liður í þessari vinnu er sérstakt forvarnarsamstarf milli Strætó og VÍS sem staðið hefur yfir frá árinu 2008. Þetta samstarf hefur skilað verulega marktækum árangri, því umferðaróhöppum og -slysum hefur fækkað um 73% á þessum tíma. Núna standa einmitt yfir formlegir öryggisdagar Strætó og VÍS í þriðja skipti undir heitinu Öryggisdagar Strætó bs. og VÍS, þar sem meðal annars er lögð áhersla á aukið öryggi farþega í strætisvögnunum. En hvernig geta farþegar tryggt eigið öryggi þegar þeir ferðast með strætó? Helstu atriði sem gott er að farþegar hugi að: n að standa ekki alveg á ystu brún gangstéttar þegar þeir bíða eftir strætisvagni á biðstöð, sérstaklega eftir að fer að kólna og hætta er á að hálkublettir myndist. n að hafa fargjaldið tilbúið áður en komið er inn í vagninn. n að gefa sér tíma til að framvísa kortum og skiptimiðum þannig að vagnstjóri fái tækifæri til að lesa gildistímann. n að vera viðbúnir þegar vagninn tekur af stað. n að forðast troðning og færa sig aftarlega í vagninn á anna- og álagstímum. n að sýna tillitssemi og standa upp fyrir þeim sem augljóslega þurfa frekar sæti. n að gæta vel að yngri börnum, bæði á leið inn og út úr vagninum. n að vera ávallt viðbúnir þegar vagninn nemur staðar. Öll þessi atriði auka öryggi farþega og gera ferðirnar ánægjulegri og skilvirkari. Óhappa- og slysatíðni hjá Strætó bs. er hlutfallslega mjög lág miðað við almenn óhöpp og slys í umferðinni. Að ferðast með strætó er því öruggari og þægilegri leið til að fara til og frá vinnu eða skóla, eða bara skreppa í heimsóknir. Að auki er það miklu ódýrara og minna mengandi ferðamáti. Strætó bs. hefur stöðugt unnið að bættu aðgengi á biðstöðum. Undanfarið hefur verið gert verulegt átak í þeim efnum en þetta er þó nokkuð stórt verkefni og eftir er að lagfæra og endurbæta víða. Við vagnstjórar hjá Strætó bs. reynum að leggja okkar af mörkum til þess að auka öryggi farþega okkar. Það er hlutverk okkar að hafa farþega Strætó í fyrirrúmi og að þeir komist heilir og sáttir á áfangastað. Góða og örugga ferð með Strætó!
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar