Vænting og vonbrigði Teitur Björn Einarsson skrifar 2. nóvember 2012 08:00 Mörgum er tíðrætt um virðingu Alþingis og hvernig auka megi traust löggjafans meðal almennings. Enda er það vissulega áhyggjuefni að þjóðþingið njóti ekki trausts nema hjá litlum hluta þjóðarinnar. En í hverju er þetta vantraust nákvæmlega fólgið? Er það eingöngu bundið við lélega stjórnmálamenn sem ekki eru vandir að virðingu sinni? Eða má kenna lélegri lagasetningu um og spyrja í framhaldinu hvort Íslendingar beri ekki virðingu fyrir þeim lögum sem Alþingi samþykkir? Það kann að vera að svarið felist í því að sá sem lofar öllu er dæmdur til að valda vonbrigðum þrátt fyrir góðan vilja. Væntingin er systir vonbrigðanna. Gera á miklar kröfur til þeirra sem starfa í umboði almennings og veita þeim stöðugt aðhald. Flest erum við sammála um að hlutverk alþingismanna sé að vinna af heilindum í þágu lands og þjóðar. Telja má að ágætis samstaða sé meðal þorra landsmanna um að stefna beri að því að bæta hér lífskjör fólks og auka velsæld í samfélaginu. Samstaða um leiðir að því marki er talsvert minni og beinlínis hlutverk stjórnmálamanna að takast á um þær. Til að reyna að auka virðingu þingsins getur verið gagnlegt að leita svara við spurningunni hvert eigi að vera hlutverk þess. Spurningin er hápólitísk og venjulega skiptist fólk í tvær fylkingar þegar spurningunni er svarað; til vinstri eða hægri. Forsjárhyggja eða frjálshyggja er kannski betri skipting. Burtséð frá því hvernig þessar fylkingar svara spurningunni er ljóst að þróunin hefur verið í átt að auknum útgjöldum og afskiptum ríkisins. Sé það lagt til grundvallar eitt og sér er ljóst að vinstri fylkingin hefur staðið sig betur við að ná sínu fram. Fögur en fölsk fyrirheit forsjárhyggjumanna um hið algóða og alltumlykjandi ríkisvald hafa ýtt undir óraunhæfar væntingar til hins opinbera á æ fleiri sviðum mannlífsins. Aukin krafa um að ríkið geri sífellt meira og taki meiri ábyrgð á sínar herðar leiðir óhjákvæmilega til þess að ríkið verður að hafa meiri afskipti af einstaklingum ef það á að standa undir þeim kröfum. Til að tryggja öllum réttinn til að njóta líkamlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er kunna því til dæmis að verða settar í meira mæli reglur sem banna óhollustu og hættulegar aðstæður. Til að ábyrgjast að bankar fari ekki á hausinn verða settar strangari reglur sem takmarka eða banna tilteknar fjárfestingar. Til að standa undir stækkandi ríkisbákni er hætt við að seilst verði æ dýpra í vasa skattgreiðenda. Það eru gömul sannindi og ný að þessi vegferð í átt að auknum ríkisafskiptum er leiðin til ánauðar og allar fyrirætlanir til að auka velsæld undir þeim kringumstæðum eru dæmdar til að mistakast. Ef væntingar almennings standa til þess að alþingismenn leysi öll vandamál sem að þjóðfélaginu steðja er ekki nema von að traust til Alþingis mælist lítið. Það er ekki á færi Alþingis að standa undir slíkum kröfum og á ekki að vera hlutverk þess. Betur færi á því að Alþingi færðist minna í fang en ígrundaði og vandaði betur sín störf við lagasetningu. Mikilvægt er að leikreglur samfélagsins séu almennar og skýrar, umfangi og umsvifum stjórnsýslunnar stillt í hóf og að festa ríki í grunnskipan þjóðfélagsins. Mestu skiptir að hver og einn hafi rétt á að bera ábyrgð á eigin lífi og njóti til þess frelsis til orðs og æðis. Ríkisvaldinu ber að sinna afmörkuðu hlutverki á ákveðnum sviðum í þágu borgaranna en ekki vera upphaf og endir alls í samfélagi manna. Beri Alþingi virðingu fyrir því hlutverki er von til þess að virðing þess aukist á ný hjá fólki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Mörgum er tíðrætt um virðingu Alþingis og hvernig auka megi traust löggjafans meðal almennings. Enda er það vissulega áhyggjuefni að þjóðþingið njóti ekki trausts nema hjá litlum hluta þjóðarinnar. En í hverju er þetta vantraust nákvæmlega fólgið? Er það eingöngu bundið við lélega stjórnmálamenn sem ekki eru vandir að virðingu sinni? Eða má kenna lélegri lagasetningu um og spyrja í framhaldinu hvort Íslendingar beri ekki virðingu fyrir þeim lögum sem Alþingi samþykkir? Það kann að vera að svarið felist í því að sá sem lofar öllu er dæmdur til að valda vonbrigðum þrátt fyrir góðan vilja. Væntingin er systir vonbrigðanna. Gera á miklar kröfur til þeirra sem starfa í umboði almennings og veita þeim stöðugt aðhald. Flest erum við sammála um að hlutverk alþingismanna sé að vinna af heilindum í þágu lands og þjóðar. Telja má að ágætis samstaða sé meðal þorra landsmanna um að stefna beri að því að bæta hér lífskjör fólks og auka velsæld í samfélaginu. Samstaða um leiðir að því marki er talsvert minni og beinlínis hlutverk stjórnmálamanna að takast á um þær. Til að reyna að auka virðingu þingsins getur verið gagnlegt að leita svara við spurningunni hvert eigi að vera hlutverk þess. Spurningin er hápólitísk og venjulega skiptist fólk í tvær fylkingar þegar spurningunni er svarað; til vinstri eða hægri. Forsjárhyggja eða frjálshyggja er kannski betri skipting. Burtséð frá því hvernig þessar fylkingar svara spurningunni er ljóst að þróunin hefur verið í átt að auknum útgjöldum og afskiptum ríkisins. Sé það lagt til grundvallar eitt og sér er ljóst að vinstri fylkingin hefur staðið sig betur við að ná sínu fram. Fögur en fölsk fyrirheit forsjárhyggjumanna um hið algóða og alltumlykjandi ríkisvald hafa ýtt undir óraunhæfar væntingar til hins opinbera á æ fleiri sviðum mannlífsins. Aukin krafa um að ríkið geri sífellt meira og taki meiri ábyrgð á sínar herðar leiðir óhjákvæmilega til þess að ríkið verður að hafa meiri afskipti af einstaklingum ef það á að standa undir þeim kröfum. Til að tryggja öllum réttinn til að njóta líkamlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er kunna því til dæmis að verða settar í meira mæli reglur sem banna óhollustu og hættulegar aðstæður. Til að ábyrgjast að bankar fari ekki á hausinn verða settar strangari reglur sem takmarka eða banna tilteknar fjárfestingar. Til að standa undir stækkandi ríkisbákni er hætt við að seilst verði æ dýpra í vasa skattgreiðenda. Það eru gömul sannindi og ný að þessi vegferð í átt að auknum ríkisafskiptum er leiðin til ánauðar og allar fyrirætlanir til að auka velsæld undir þeim kringumstæðum eru dæmdar til að mistakast. Ef væntingar almennings standa til þess að alþingismenn leysi öll vandamál sem að þjóðfélaginu steðja er ekki nema von að traust til Alþingis mælist lítið. Það er ekki á færi Alþingis að standa undir slíkum kröfum og á ekki að vera hlutverk þess. Betur færi á því að Alþingi færðist minna í fang en ígrundaði og vandaði betur sín störf við lagasetningu. Mikilvægt er að leikreglur samfélagsins séu almennar og skýrar, umfangi og umsvifum stjórnsýslunnar stillt í hóf og að festa ríki í grunnskipan þjóðfélagsins. Mestu skiptir að hver og einn hafi rétt á að bera ábyrgð á eigin lífi og njóti til þess frelsis til orðs og æðis. Ríkisvaldinu ber að sinna afmörkuðu hlutverki á ákveðnum sviðum í þágu borgaranna en ekki vera upphaf og endir alls í samfélagi manna. Beri Alþingi virðingu fyrir því hlutverki er von til þess að virðing þess aukist á ný hjá fólki.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun