Markahrókur og þúsundþjalasmiður Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. nóvember 2012 07:00 Guðmundur Kristjánsson hefur skorað sex mörk fyrir Start á tímabilinu. Hér er honum fagnað af liðsfélögum sínum. Matthías Vilhjálmsson er lengst til hægri. mynd/Fædrelandsvennen Matthías Vilhjálmsson og Guðmundur Kristjánsson áttu báðir frábært tímabil með IK Start í norsku B-deildinni. Liðið varð meistari um síðustu helgi en báðir vilja spila með liðinu í úrvalsdeildinni á næsta ári. IK Start frá Kristjánssandi varð um helgina meistari í norsku B-deildinni í knattspyrnu. Þar lögðu tveir íslenskir knattspyrnumenn hönd á plóg, þeir Matthías Vilhjálmsson og Guðmundur Kristjánsson. Báðir komu sem lánsmenn frá sínum félögum (FH og Breiðabliki) en þeir hafa fullan hug á því að spila með liðinu í úrvalsdeildinni á næsta ári. Start samdi við FH um forkaupsrétt á Matthíasi en hann gildir til 1. desember. Sams konar samningur á milli Starts og Breiðabliks rann hins vegar út þann 15. október. „Það eina sem ég veit er að félögin eru að tala saman," sagði Guðmundur við Fréttablaðið. „Ég er sjálfur búinn að ná samkomulagi við Start og nú er þetta í höndum félaganna. Menn segja mér hér úti að hafa engar áhyggjur – en það er aldrei hægt að slá neinu föstu í knattspyrnunni." Matthías tekur í svipaðan streng en vonast til þess að þetta gangi í gegn án vandkvæða. „Mér finnst að ég eigi það skilið frá Start og FH enda hef ég verið hliðhollur báðum félögum," segir Matthías. Tróð upp í þjálfarannMatthías hefur spilað sem sóknarmaður allt tímabilið og gengið vel. Hann hefur skorað átján mörk á tímabilinu og er markahæsti leikmaður deildarinnar ásamt einum öðrum fyrir lokaumferðina sem fer fram um helgina. „Það hefur gengið rosalega vel," segir hann. „Ég var heppinn að mér tókst að byrja vel og það létti á pressunni. Síðan hefur liðið allt lagt mikið á sig og staðið sig vel eftir því." Við komuna til Noregs sagði þjálfari Starts við Matthías að hann vildi fá tíu mörk frá honum þetta tímabilið. „Mér fannst það móðgandi og viðeigandi að troða upp í hann með þessum hætti," sagði hann og hló. Matthías spilaði sem fremsti miðjumaður hjá FH í leikkerfinu 4-3-3. Nú spilar hann í tveggja manna sóknarlínu, líkt og íslenska landsliðið gerir undir stjórn Lars Lagerbäck. „Þetta er ólíkt því sem ég gerði hjá FH en það hefur samt gengið vel. Ég hef þó spilað með nýjum sóknarmanni í nánast hverjum leik enda búið að vera mikið um meiðsli í hópnum í sumar." Erfitt að finna taktinn í flakkinuÞað kom meira að segja til þess að þeir Guðmundur og Matthías spiluðu saman í sókninni í tveimur leikjum í sumar. Guðmundur hefur reyndar spilað í flestum stöðum á vellinum hjá Start í sumar – öllum nema markinu. „Við erum með lítinn hóp og þegar menn meiddust var ég settur á flakk. Mér fannst ég leysa það ágætlega en það var engu að síður nokkuð erfitt að finna taktinn almennilega," segir Guðmundur, sem hefur fengið að halda sig á miðjunni á seinni hluta tímabilsins. „Þá hef ég átt mína bestu leiki og mér fannst okkur ganga betur á seinni hluta tímabilsins," segir Guðmundur. „Heilt yfir er ég mjög sáttur við sumarið enda er þetta búið að vera mjög gaman." Þess má geta að Guðmundur var fenginn til Start eftir ábendingu Matthíasar. „Hópurinn var enn í mótun þegar ég kom fyrst út og þjálfarinn spurði mig um fleiri íslenska leikmenn. Ég benti á þann leikmann sem mér fannst alltaf erfiðast að spila við. Það var Gummi," segir Matthías. Stefni á landsliðiðMatthías var valinn í íslenska landsliðið sem mætir Andorra í vináttulandsleik síðar í mánuðinum. Guðmundur þarf þó að bíða enn eftir sínu tækifæri. „Það hefði auðvitað verið gaman að fá tækifærið nú en ég var ekki endilega að gera mér miklar vonir um það. Við eigum marga góða miðjumenn og þjálfarinn skoðar kannski ekki leikmenn í norsku B-deildinni allra fyrst. Ég á kannski betri möguleika á næsta ári ef ég spila í efstu deild hér úti en markmiðið hjá mér er auðvitað að verða betri og komast í landsliðið." Gef bara á MattaSem fyrr segir er Matthías nú markahæstur í norsku B-deildinni ásamt einum öðrum leikmanni með átján mörk. Guðmundur segir að liðið hafi í raun ekki upp á mikið að spila í lokaumferðinni nema að hjálpa Matthíasi að vinna markakóngstitilinn. „Ég hugsa að ég gefi á hann eins mikið og ég mögulega get," segir Guðmundur í léttum tóni. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Eftirsótt Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Sjá meira
Matthías Vilhjálmsson og Guðmundur Kristjánsson áttu báðir frábært tímabil með IK Start í norsku B-deildinni. Liðið varð meistari um síðustu helgi en báðir vilja spila með liðinu í úrvalsdeildinni á næsta ári. IK Start frá Kristjánssandi varð um helgina meistari í norsku B-deildinni í knattspyrnu. Þar lögðu tveir íslenskir knattspyrnumenn hönd á plóg, þeir Matthías Vilhjálmsson og Guðmundur Kristjánsson. Báðir komu sem lánsmenn frá sínum félögum (FH og Breiðabliki) en þeir hafa fullan hug á því að spila með liðinu í úrvalsdeildinni á næsta ári. Start samdi við FH um forkaupsrétt á Matthíasi en hann gildir til 1. desember. Sams konar samningur á milli Starts og Breiðabliks rann hins vegar út þann 15. október. „Það eina sem ég veit er að félögin eru að tala saman," sagði Guðmundur við Fréttablaðið. „Ég er sjálfur búinn að ná samkomulagi við Start og nú er þetta í höndum félaganna. Menn segja mér hér úti að hafa engar áhyggjur – en það er aldrei hægt að slá neinu föstu í knattspyrnunni." Matthías tekur í svipaðan streng en vonast til þess að þetta gangi í gegn án vandkvæða. „Mér finnst að ég eigi það skilið frá Start og FH enda hef ég verið hliðhollur báðum félögum," segir Matthías. Tróð upp í þjálfarannMatthías hefur spilað sem sóknarmaður allt tímabilið og gengið vel. Hann hefur skorað átján mörk á tímabilinu og er markahæsti leikmaður deildarinnar ásamt einum öðrum fyrir lokaumferðina sem fer fram um helgina. „Það hefur gengið rosalega vel," segir hann. „Ég var heppinn að mér tókst að byrja vel og það létti á pressunni. Síðan hefur liðið allt lagt mikið á sig og staðið sig vel eftir því." Við komuna til Noregs sagði þjálfari Starts við Matthías að hann vildi fá tíu mörk frá honum þetta tímabilið. „Mér fannst það móðgandi og viðeigandi að troða upp í hann með þessum hætti," sagði hann og hló. Matthías spilaði sem fremsti miðjumaður hjá FH í leikkerfinu 4-3-3. Nú spilar hann í tveggja manna sóknarlínu, líkt og íslenska landsliðið gerir undir stjórn Lars Lagerbäck. „Þetta er ólíkt því sem ég gerði hjá FH en það hefur samt gengið vel. Ég hef þó spilað með nýjum sóknarmanni í nánast hverjum leik enda búið að vera mikið um meiðsli í hópnum í sumar." Erfitt að finna taktinn í flakkinuÞað kom meira að segja til þess að þeir Guðmundur og Matthías spiluðu saman í sókninni í tveimur leikjum í sumar. Guðmundur hefur reyndar spilað í flestum stöðum á vellinum hjá Start í sumar – öllum nema markinu. „Við erum með lítinn hóp og þegar menn meiddust var ég settur á flakk. Mér fannst ég leysa það ágætlega en það var engu að síður nokkuð erfitt að finna taktinn almennilega," segir Guðmundur, sem hefur fengið að halda sig á miðjunni á seinni hluta tímabilsins. „Þá hef ég átt mína bestu leiki og mér fannst okkur ganga betur á seinni hluta tímabilsins," segir Guðmundur. „Heilt yfir er ég mjög sáttur við sumarið enda er þetta búið að vera mjög gaman." Þess má geta að Guðmundur var fenginn til Start eftir ábendingu Matthíasar. „Hópurinn var enn í mótun þegar ég kom fyrst út og þjálfarinn spurði mig um fleiri íslenska leikmenn. Ég benti á þann leikmann sem mér fannst alltaf erfiðast að spila við. Það var Gummi," segir Matthías. Stefni á landsliðiðMatthías var valinn í íslenska landsliðið sem mætir Andorra í vináttulandsleik síðar í mánuðinum. Guðmundur þarf þó að bíða enn eftir sínu tækifæri. „Það hefði auðvitað verið gaman að fá tækifærið nú en ég var ekki endilega að gera mér miklar vonir um það. Við eigum marga góða miðjumenn og þjálfarinn skoðar kannski ekki leikmenn í norsku B-deildinni allra fyrst. Ég á kannski betri möguleika á næsta ári ef ég spila í efstu deild hér úti en markmiðið hjá mér er auðvitað að verða betri og komast í landsliðið." Gef bara á MattaSem fyrr segir er Matthías nú markahæstur í norsku B-deildinni ásamt einum öðrum leikmanni með átján mörk. Guðmundur segir að liðið hafi í raun ekki upp á mikið að spila í lokaumferðinni nema að hjálpa Matthíasi að vinna markakóngstitilinn. „Ég hugsa að ég gefi á hann eins mikið og ég mögulega get," segir Guðmundur í léttum tóni.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Eftirsótt Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Sjá meira