Sigríðarólánið Jóhann Hauksson skrifar 9. nóvember 2012 06:00 Sigríður Andersen, sem situr nú á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, ýjar að því í grein í Fréttablaðinu í gær að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafi narrað fjölda fólks til íbúðarkaupa síðustu mánuðina fyrir hrun. Sigríður segir að í lok árs 2007 hafi viðskiptabankarnir verið nær hættir að lána til íbúðakaupa vegna aðsteðjandi þrenginga. „Þá beitti Jóhanna Sigurðardóttir húsnæðismálaráðherra sér hins vegar fyrir auknum útlánaheimildum Íbúðalánasjóðs (ÍLS). Hámarkslán ÍLS voru hækkuð og slakað á kröfum um hámarksveðsetningarhlutfall. Útlán sjóðsins tóku kipp við þessar aðgerðir,“ segir greinarhöfundur. Ég vil kurteislega benda Sigríði á að Landsdómur sakfelldi þáverandi forsætisráðherra, Geir H. Haarde, á þessu ári fyrir að halda ekki fundi með ríkisstjórninni til að ræða alvarlega stöðu sem við blasti þegar í febrúar árið 2008. Hann ræddi málin áreiðanlega ekki við Jóhönnu sem tók við af honum á stóli forsætisráðherra og hefur haft forystu æ síðan um að endurreisa efnahagslífið. Hún hefur einnig haft forgöngu um bætt verklag á vettvangi ríkisstjórnarinnar til þess að tryggja að mikilvæg málefni ríkisins hafni ekki í höndum innvígðra og innmúraðra. Áður en Sigríður reynir aftur að koma höggi á Jóhönnu ætti hún að lesa fréttatilkynningu forsætisráðuneytis Geirs H. Haarde dagsetta í júní 2008: „Mjög hefur hægt á veltu á fasteignamarkaði á yfirstandandi ári. Fasteignamarkaðurinn er mikilvægur hluti af hagkerfinu og veruleg kólnun hans myndi magna efnahagssamdrátt almennt og koma niður á íbúðarkaupendum og íbúðareigendum,“ segir þar. Aðgerðirnar á miðju árinu 2008 voru eins konar neyðarráðstöfun. Þær voru ræddar í ríkisstjórn að frumkvæði þáverandi forsætisráðherra og Seðlabankinn lagði blessun sína yfir þær. Þær fólust m.a. í nýjum lánaflokkum Íbúðalánasjóðs til að koma í veg fyrir að fasteignamarkaðurinn botnfrysi. Hámarkslán Íbúðalánasjóðs hækkuðu úr 18 í 20 milljónir króna. Áður hafði Jóhanna beitt sér fyrir því að lækka 90% lánshlutfall frá stjórnartíð Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks niður í 80%. Ógöngurnar nú má frekar rekja til þess að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur afnámu félagslega íbúðakerfið og húsbréfakerfið og settu íbúðalán á frjálsan markað. Það er ólán Sigríðar að hafa ekki kynnt sér málið betur áður en hún reiddi til höggs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Hauksson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Sigríður Andersen, sem situr nú á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, ýjar að því í grein í Fréttablaðinu í gær að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafi narrað fjölda fólks til íbúðarkaupa síðustu mánuðina fyrir hrun. Sigríður segir að í lok árs 2007 hafi viðskiptabankarnir verið nær hættir að lána til íbúðakaupa vegna aðsteðjandi þrenginga. „Þá beitti Jóhanna Sigurðardóttir húsnæðismálaráðherra sér hins vegar fyrir auknum útlánaheimildum Íbúðalánasjóðs (ÍLS). Hámarkslán ÍLS voru hækkuð og slakað á kröfum um hámarksveðsetningarhlutfall. Útlán sjóðsins tóku kipp við þessar aðgerðir,“ segir greinarhöfundur. Ég vil kurteislega benda Sigríði á að Landsdómur sakfelldi þáverandi forsætisráðherra, Geir H. Haarde, á þessu ári fyrir að halda ekki fundi með ríkisstjórninni til að ræða alvarlega stöðu sem við blasti þegar í febrúar árið 2008. Hann ræddi málin áreiðanlega ekki við Jóhönnu sem tók við af honum á stóli forsætisráðherra og hefur haft forystu æ síðan um að endurreisa efnahagslífið. Hún hefur einnig haft forgöngu um bætt verklag á vettvangi ríkisstjórnarinnar til þess að tryggja að mikilvæg málefni ríkisins hafni ekki í höndum innvígðra og innmúraðra. Áður en Sigríður reynir aftur að koma höggi á Jóhönnu ætti hún að lesa fréttatilkynningu forsætisráðuneytis Geirs H. Haarde dagsetta í júní 2008: „Mjög hefur hægt á veltu á fasteignamarkaði á yfirstandandi ári. Fasteignamarkaðurinn er mikilvægur hluti af hagkerfinu og veruleg kólnun hans myndi magna efnahagssamdrátt almennt og koma niður á íbúðarkaupendum og íbúðareigendum,“ segir þar. Aðgerðirnar á miðju árinu 2008 voru eins konar neyðarráðstöfun. Þær voru ræddar í ríkisstjórn að frumkvæði þáverandi forsætisráðherra og Seðlabankinn lagði blessun sína yfir þær. Þær fólust m.a. í nýjum lánaflokkum Íbúðalánasjóðs til að koma í veg fyrir að fasteignamarkaðurinn botnfrysi. Hámarkslán Íbúðalánasjóðs hækkuðu úr 18 í 20 milljónir króna. Áður hafði Jóhanna beitt sér fyrir því að lækka 90% lánshlutfall frá stjórnartíð Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks niður í 80%. Ógöngurnar nú má frekar rekja til þess að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur afnámu félagslega íbúðakerfið og húsbréfakerfið og settu íbúðalán á frjálsan markað. Það er ólán Sigríðar að hafa ekki kynnt sér málið betur áður en hún reiddi til höggs.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar