Undir merkjum Jóhönnu Mörður Árnason skrifar 16. nóvember 2012 06:00 Jóhanna Sigurðardóttir hættir stjórnmálastörfum við lok kjörtímabilsins. Ferill hennar er merkilegur og glæsilegur. Þegar frá líður held ég að menn staldri ekki síst við endurreisnina úr hruninu. Við það erfiða forystuverk hefur Jóhanna haft skýra sýn – sýn jafnaðarstefnunnar. Strax var ljóst að velferðarþjónustunni yrði hlíft eins og hægt var við niðurskurði – öfugt við hörmungar í ýmsum löndum sem lentu í fjármagnskreppu um leið og Ísland. Til að verja þá sem verst voru staddir, en líka atvinnulífinu í hag. Velferðarþjónusta og gott menntakerfi er ekki lúxus sem menn geta því aðeins leyft sér að það veiðist vel og markaðir séu hagstæðir. Velferð og menntir eru lífsgæði – en líka forsenda þess að atvinnufyrirtækin njóti heilbrigðra og hæfra starfsmanna. Það yrði að halda á floti sem flestum fyrirtækjum, til þess að tryggja samfellu í atvinnulífinu og forðast himinhrópandi atvinnuleysi – þar komu meðal annars ráð frá sænskum jafnaðarmönnum, og ekki síður frá Finnum sem á sínum tíma völdu vonda leið gjaldþrotahrinu og fjöldaatvinnuleysis. Atvinnuleysið varð yfir 50% í norðurhéruðum landsins með tilheyrandi eymd og drunga. Jóhanna og hennar fólk lögðu líka áherslu á að hreinsa til í stjórnsýslunni og koma böndum á fjármálakerfið eftir átján ára græðgisvæðingu hægriaflanna. Undir forystu Jóhönnu gáfu stjórnmálamenn sérkjörnum fulltrúum þjóðarinnar svigrúm til að móta nýja stjórnarskrá, sem um daginn sigldi þöndum seglum gegnum þjóðaratkvæðagreiðslu. Verk að vinna Það hefur ekki allt tekist. Þar ber meðal annars að nefna að þrátt fyrir að hér hafi verið gert meira en nokkurs staðar annars staðar í okkar samtíma til að aðstoða fólk í skuldavanda er víða mikill vandi – einkum hjá lánsveðshópnum og öðrum sem tóku verðtryggð lán rétt fyrir hrun. Þar er verk að vinna. Og víðar er verk að vinna – með jafnaðarstefnuna að leiðarljósi. Við þurfum að byggja upp velferðarþjónustuna að nýju – og virða þar meðal annars rétt fólks á „þriðja æviskeiðinu“. Raunar í húsnæðismálunum yfirhöfuð. Eftir sameiginlegt skipbrot okkar í húsnæðisskuldunum – þótt einstaklingarnir hafi sloppið misvel eru í öllum fjölskyldum dæmi um vanda, jafnvel neyð – er kominn tími til að líta upp úr séreignarþrákelkni og líta til annarra þjóða, svo sem jafnaðarsamfélaganna á Norðurlöndum, eftir fyrirmyndum við að koma þaki yfir höfuð nýjum kynslóðum. Margt bendir til þess að nú sé að ljúka stóriðjuöldinni í íslenskri atvinnusögu, rétt eins og skútuöldin rann sitt skeið. Lítið er orðið eftir af virkjanlegri vatnsorku og reynsla liðinna ára sýnir að á jarðvarmann er ekki að stóla. Sovésk einblíning á orkuöflun og stóriðju sem bjargráð er ekki vænleg til árangurs á 21. öld. Nú þarf að sinna öðrum greinum í undirstöðunni: Velrekinni og markvissri ferðaþjónustu, þekkingargreinunum, nýsköpun í iðnaði, sjávarútvegi og landbúnaði. Græna hagkerfið er að koma – ef við kunnum að greiða því leið. Til þess að ná árangri verðum við að temja okkur aga í hagstjórn, og við þurfum að losna við sífelldar sveiflur og óróa. Til þess þurfum við nána samvinnu við grannþjóðir okkar, sem við höfum umgengist í blíðu og stríðu í þúsund ár. Slíkt samstarf hentar vel stoltri og sjálfráða þjóð með góðan menningararf og langa sköpunarhefð. Evrópa endar hér, sagði Hannes Pétursson nokkurn veginn í góðu kvæði. Ég segi: Evrópa byrjar hér. Evrópa, græn framtíð, betri velferðarþjónusta, almennileg húsnæðisstefna, stjórnfesta hjá ríki og sveitarfélögum, markaðurinn notaður sem þjónn en ekki hafður sem húsbóndi. Þessi eru nokkur erindi jafnaðarmanna á næstu árum – með fordæmi Jóhönnu Sigurðardóttur í farteskinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mörður Árnason Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson Skoðun Að vinna launalaust Sigþrúður Ármann Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Góð rök fyrir að velja Guðrúnu Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Með augun á framtíðinni Hilmar Vilberg Gylfason skrifar Skoðun Góð rök fyrir að velja Guðrúnu Guðfinnur Sigurvinsson skrifar Skoðun Að vinna launalaust Sigþrúður Ármann skrifar Skoðun Viðfangsefni daglegs lífs Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir hættir stjórnmálastörfum við lok kjörtímabilsins. Ferill hennar er merkilegur og glæsilegur. Þegar frá líður held ég að menn staldri ekki síst við endurreisnina úr hruninu. Við það erfiða forystuverk hefur Jóhanna haft skýra sýn – sýn jafnaðarstefnunnar. Strax var ljóst að velferðarþjónustunni yrði hlíft eins og hægt var við niðurskurði – öfugt við hörmungar í ýmsum löndum sem lentu í fjármagnskreppu um leið og Ísland. Til að verja þá sem verst voru staddir, en líka atvinnulífinu í hag. Velferðarþjónusta og gott menntakerfi er ekki lúxus sem menn geta því aðeins leyft sér að það veiðist vel og markaðir séu hagstæðir. Velferð og menntir eru lífsgæði – en líka forsenda þess að atvinnufyrirtækin njóti heilbrigðra og hæfra starfsmanna. Það yrði að halda á floti sem flestum fyrirtækjum, til þess að tryggja samfellu í atvinnulífinu og forðast himinhrópandi atvinnuleysi – þar komu meðal annars ráð frá sænskum jafnaðarmönnum, og ekki síður frá Finnum sem á sínum tíma völdu vonda leið gjaldþrotahrinu og fjöldaatvinnuleysis. Atvinnuleysið varð yfir 50% í norðurhéruðum landsins með tilheyrandi eymd og drunga. Jóhanna og hennar fólk lögðu líka áherslu á að hreinsa til í stjórnsýslunni og koma böndum á fjármálakerfið eftir átján ára græðgisvæðingu hægriaflanna. Undir forystu Jóhönnu gáfu stjórnmálamenn sérkjörnum fulltrúum þjóðarinnar svigrúm til að móta nýja stjórnarskrá, sem um daginn sigldi þöndum seglum gegnum þjóðaratkvæðagreiðslu. Verk að vinna Það hefur ekki allt tekist. Þar ber meðal annars að nefna að þrátt fyrir að hér hafi verið gert meira en nokkurs staðar annars staðar í okkar samtíma til að aðstoða fólk í skuldavanda er víða mikill vandi – einkum hjá lánsveðshópnum og öðrum sem tóku verðtryggð lán rétt fyrir hrun. Þar er verk að vinna. Og víðar er verk að vinna – með jafnaðarstefnuna að leiðarljósi. Við þurfum að byggja upp velferðarþjónustuna að nýju – og virða þar meðal annars rétt fólks á „þriðja æviskeiðinu“. Raunar í húsnæðismálunum yfirhöfuð. Eftir sameiginlegt skipbrot okkar í húsnæðisskuldunum – þótt einstaklingarnir hafi sloppið misvel eru í öllum fjölskyldum dæmi um vanda, jafnvel neyð – er kominn tími til að líta upp úr séreignarþrákelkni og líta til annarra þjóða, svo sem jafnaðarsamfélaganna á Norðurlöndum, eftir fyrirmyndum við að koma þaki yfir höfuð nýjum kynslóðum. Margt bendir til þess að nú sé að ljúka stóriðjuöldinni í íslenskri atvinnusögu, rétt eins og skútuöldin rann sitt skeið. Lítið er orðið eftir af virkjanlegri vatnsorku og reynsla liðinna ára sýnir að á jarðvarmann er ekki að stóla. Sovésk einblíning á orkuöflun og stóriðju sem bjargráð er ekki vænleg til árangurs á 21. öld. Nú þarf að sinna öðrum greinum í undirstöðunni: Velrekinni og markvissri ferðaþjónustu, þekkingargreinunum, nýsköpun í iðnaði, sjávarútvegi og landbúnaði. Græna hagkerfið er að koma – ef við kunnum að greiða því leið. Til þess að ná árangri verðum við að temja okkur aga í hagstjórn, og við þurfum að losna við sífelldar sveiflur og óróa. Til þess þurfum við nána samvinnu við grannþjóðir okkar, sem við höfum umgengist í blíðu og stríðu í þúsund ár. Slíkt samstarf hentar vel stoltri og sjálfráða þjóð með góðan menningararf og langa sköpunarhefð. Evrópa endar hér, sagði Hannes Pétursson nokkurn veginn í góðu kvæði. Ég segi: Evrópa byrjar hér. Evrópa, græn framtíð, betri velferðarþjónusta, almennileg húsnæðisstefna, stjórnfesta hjá ríki og sveitarfélögum, markaðurinn notaður sem þjónn en ekki hafður sem húsbóndi. Þessi eru nokkur erindi jafnaðarmanna á næstu árum – með fordæmi Jóhönnu Sigurðardóttur í farteskinu.
Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson Skoðun
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir Skoðun
Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar
Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson Skoðun
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir Skoðun