Opið bréf til Sóleyjar Sigrún Edda Lövdal skrifar 21. nóvember 2012 06:00 Komdu sæl, Sóley. Okkur langar að byrja á að þakka þér fyrir skjót viðbrögð við opnu bréfi okkar og jafnframt að benda þér góðfúslega á að persónugera ekki bréfið sem kemur frá stjórn Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík. Í bréfi okkar kölluðum við ekki eftir skoðunum þínum heldur báðum þig að færa rök fyrir þeim mikla viðsnúningi sem þú vilt meina að verði í þjóðfélaginu með þessum orðum þínum: "Náist að brúa þetta bil mun það hafa jákvæð áhrif á menntun barna, líðan og atvinnuþátttöku foreldra, atvinnulífið og samfélagið í heild sinni. Það mun fjölga störfum bæði karla og kvenna, stuðla að jafnari tækifærum og þar með auknu jafnrétti kynjanna." Í þessu sama bréfi kröfðumst við þess að þú svaraðir þessum spurningum okkar: Ef þér er svona umhugað um foreldra þessara ungu barna, af hverju hefur þú aldrei barist fyrir hækkunum á niðurgreiðslum á daggæslu barna þeirra hjá dagforeldrum? Af hverju þú hefur horft upp á það þegjandi og hljóðalaust að foreldrum í Reykjavík sé mismunað svo um munar þegar kemur að niðurgreiðslum á daggæslu barna þeirra í borginni miðað við niðurgreiðslur til ungbarnaleikskóla? Það er okkar mat að foreldrar hafi ekki raunverulegt val þegar kemur að daggæslu fyrir þetta ung börn sín, þar sem borgin hefur dregið lappirnar með hækkun á niðurgreiðslu til foreldra sem velja að hafa barn sitt hjá dagforeldrum þar sem töluverður munur er á gjaldskrá dagforeldra og leikskóla. Það kom fram í skoðanakönnun sem borgin lét gera á meðal foreldra í vor að rúmlega 50% foreldra vilja ekki að þetta ung börn sín fari inn á leikskóla. Leikur okkur forvitni á að vita hvort ekki sé tekið tillit til vilja foreldra heldur eingöngu þess hver þín skoðun sé og fleiri borgarfulltrúa á hvar börnin eigi að dvelja í daggæslu yfir daginn, hvernig sem foreldrum líkar það? Frekar að laga tannlæknaþjónustu Það má gera ráð fyrir því að ef lengja á fæðingarorlof, þá hafi það umtalsverðan kostnað fyrir ríkisjóð í för með sér, sem í dag hefur ekki burði til þess að hafa þá sjálfsögðu þjónustu, sem tannlækningar barna eru, gjaldfrjálsa. Eins og margoft hefur komið fram í fjölmiðlum hefur tannheilsu barna hrakað svo um munar á síðastliðnum árum. Væri ekki nærtækara að berjast fyrir því að koma þeim málum í lag svo þau börn sem búa við lélega tannheilsu geti sofið verkjalaus um nætur í stað þess að berjast fyrir því að koma kornungum börnum úr því rólega umhverfi sem dagforeldrar hafa upp á að bjóða, inn á leikskóla þar sem þau dvelja í allt að 20 barna hópi í þeim hávaða sem mælst hefur á leikskólum? Sá hávaði er vart bjóðandi fullorðnu fólki, hvað þá þetta ungum börnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Tengdar fréttir Opið bréf til borgarfulltrúa Stjórn Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík, lýsir furðu sinni á þeim vinnubrögðum sem hafa verið viðhöfð af hálfu meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkurborgar þegar kemur að dagforeldramálum. 14. nóvember 2012 06:00 Hvenær á að byrja í leikskóla? Ég vil þakka Sigrúnu Lövdal, dagforeldri í Reykjavík, fyrir opið bréf til okkar Sóleyjar Tómasdóttur. Nokkrum athugasemdum vil ég koma á framfæri vegna orða Sigrúnar sem er gott að fá tækifæri til að leiðrétta. Það er ekki rétt sem kemur fram hjá Sigrúnu að borgarsjóður eigi í handraðanum 1,2 milljarða króna til nýrra verkefna. 20. nóvember 2012 06:00 Um þjónustu við börn Mér er bæði ljúft og skylt að svara opnu bréfi Sigrúnar Eddu Lövdal sem birtist í Fréttablaðinu í gær um fyrirhugaðar viðræður borgarinnar við ríkið um þjónustu við ung börn. 15. nóvember 2012 06:00 Mest lesið Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Sjá meira
Komdu sæl, Sóley. Okkur langar að byrja á að þakka þér fyrir skjót viðbrögð við opnu bréfi okkar og jafnframt að benda þér góðfúslega á að persónugera ekki bréfið sem kemur frá stjórn Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík. Í bréfi okkar kölluðum við ekki eftir skoðunum þínum heldur báðum þig að færa rök fyrir þeim mikla viðsnúningi sem þú vilt meina að verði í þjóðfélaginu með þessum orðum þínum: "Náist að brúa þetta bil mun það hafa jákvæð áhrif á menntun barna, líðan og atvinnuþátttöku foreldra, atvinnulífið og samfélagið í heild sinni. Það mun fjölga störfum bæði karla og kvenna, stuðla að jafnari tækifærum og þar með auknu jafnrétti kynjanna." Í þessu sama bréfi kröfðumst við þess að þú svaraðir þessum spurningum okkar: Ef þér er svona umhugað um foreldra þessara ungu barna, af hverju hefur þú aldrei barist fyrir hækkunum á niðurgreiðslum á daggæslu barna þeirra hjá dagforeldrum? Af hverju þú hefur horft upp á það þegjandi og hljóðalaust að foreldrum í Reykjavík sé mismunað svo um munar þegar kemur að niðurgreiðslum á daggæslu barna þeirra í borginni miðað við niðurgreiðslur til ungbarnaleikskóla? Það er okkar mat að foreldrar hafi ekki raunverulegt val þegar kemur að daggæslu fyrir þetta ung börn sín, þar sem borgin hefur dregið lappirnar með hækkun á niðurgreiðslu til foreldra sem velja að hafa barn sitt hjá dagforeldrum þar sem töluverður munur er á gjaldskrá dagforeldra og leikskóla. Það kom fram í skoðanakönnun sem borgin lét gera á meðal foreldra í vor að rúmlega 50% foreldra vilja ekki að þetta ung börn sín fari inn á leikskóla. Leikur okkur forvitni á að vita hvort ekki sé tekið tillit til vilja foreldra heldur eingöngu þess hver þín skoðun sé og fleiri borgarfulltrúa á hvar börnin eigi að dvelja í daggæslu yfir daginn, hvernig sem foreldrum líkar það? Frekar að laga tannlæknaþjónustu Það má gera ráð fyrir því að ef lengja á fæðingarorlof, þá hafi það umtalsverðan kostnað fyrir ríkisjóð í för með sér, sem í dag hefur ekki burði til þess að hafa þá sjálfsögðu þjónustu, sem tannlækningar barna eru, gjaldfrjálsa. Eins og margoft hefur komið fram í fjölmiðlum hefur tannheilsu barna hrakað svo um munar á síðastliðnum árum. Væri ekki nærtækara að berjast fyrir því að koma þeim málum í lag svo þau börn sem búa við lélega tannheilsu geti sofið verkjalaus um nætur í stað þess að berjast fyrir því að koma kornungum börnum úr því rólega umhverfi sem dagforeldrar hafa upp á að bjóða, inn á leikskóla þar sem þau dvelja í allt að 20 barna hópi í þeim hávaða sem mælst hefur á leikskólum? Sá hávaði er vart bjóðandi fullorðnu fólki, hvað þá þetta ungum börnum.
Opið bréf til borgarfulltrúa Stjórn Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík, lýsir furðu sinni á þeim vinnubrögðum sem hafa verið viðhöfð af hálfu meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkurborgar þegar kemur að dagforeldramálum. 14. nóvember 2012 06:00
Hvenær á að byrja í leikskóla? Ég vil þakka Sigrúnu Lövdal, dagforeldri í Reykjavík, fyrir opið bréf til okkar Sóleyjar Tómasdóttur. Nokkrum athugasemdum vil ég koma á framfæri vegna orða Sigrúnar sem er gott að fá tækifæri til að leiðrétta. Það er ekki rétt sem kemur fram hjá Sigrúnu að borgarsjóður eigi í handraðanum 1,2 milljarða króna til nýrra verkefna. 20. nóvember 2012 06:00
Um þjónustu við börn Mér er bæði ljúft og skylt að svara opnu bréfi Sigrúnar Eddu Lövdal sem birtist í Fréttablaðinu í gær um fyrirhugaðar viðræður borgarinnar við ríkið um þjónustu við ung börn. 15. nóvember 2012 06:00
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun