Ólafur: Hefði skoðað að spila frítt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. nóvember 2012 07:00 Ólafur færi einstakt tækifæri til þess að sanna sig með einu besta liði Þýskalands. Fréttablaðið/Valli Eins dauði er annars brauð og það sannaðist í gær þegar Ólafur Gústafsson samdi við þýska stórliðið Flensburg. Ólafur fær óvænt tækifæri til þess að sanna sig hjá liðinu út þessa leiktíð og var hann keyptur frá FH. Arnór Atlason er með slitna hásin og þýski landsliðsmaðurinn Lars Kaufmann verður frá líklega næstu sex vikur vegna meiðsla og því þurfti Flensburg sárlega að bæta við sig rétthentri skyttu. Það eru fáir leikmenn á lausu á þessum tíma og því leituðu forráðamenn Flensburg til Íslands og gengu hratt frá kaupum á Ólafi, sem hefur ekki áður spilað sem atvinnumaður. „Ef ég stend mig, sem ég stefni á að gera, þá er aldrei að vita nema mér verði boðið meira. Ég verð ekki ríkur af þessum samningi enda byrjunarsamningur. Ég lít líka á þetta fyrst og fremst sem frábært tækifæri fyrir mig til þess að sanna mig," segir Ólafur en hefði hann spilað frítt til þess að fá þetta tækifæri? „Ég hefði alveg tekið það í mál. Þetta er tækifæri sem gefst bara einu sinni í lífinu." Flensburg hafði samband á mánudag og spurði hvort Ólafur hefði áhuga á að koma. „Eftir það gerðust hlutirnir mjög hratt. Félögin náðu saman á þriðjudag og ég skrifaði svo undir í dag [í gær]. Ég er svo farinn út til þess að vera úti. Ég varð að bregðast hratt við fyrirspurninni og það var auðvelt." Ólafur segist hafa hafnað tilboðum frá þýskum liðum í neðri hlutanum í vetur þar sem hann vildi ekki yfirgefa FH á nýju tímabili. Þessu tækifæri var aftur á móti ekki hægt að sleppa. „Ég hef ekkert rætt við Arnór en er búinn að tala við Vranjes þjálfara. Ég hef fylgst vel með þýska boltanum og Flensburg. Ég verð að aðlagast hratt. Þetta er atvinnumennskan, leikir á þriggja daga fresti og mikið álag. Ég verð að fara vel með mig." Ólafur verður ekki orðinn löglegur fyrr en eftir viku og næsta fimmtudag á Flensburg leik gegn Neuhausen. Þar fær Ólafur væntanlega strax að spila enda þörf á hans kröftum strax. Skyttan stóra og stæðilega hefur alltaf stefnt á atvinnumennsku og fær nú að uppfylla drauminn. „Fyrst ég fór ekki út í sumar þá var stefnan að komast út næsta sumar. Það voru B-deildarlið að skoða mig þá og ég sé ekki eftir að hafa hafnað þeim núna. Nú verð ég að grípa tækifærið og standa mig." Íslenski handboltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Eins dauði er annars brauð og það sannaðist í gær þegar Ólafur Gústafsson samdi við þýska stórliðið Flensburg. Ólafur fær óvænt tækifæri til þess að sanna sig hjá liðinu út þessa leiktíð og var hann keyptur frá FH. Arnór Atlason er með slitna hásin og þýski landsliðsmaðurinn Lars Kaufmann verður frá líklega næstu sex vikur vegna meiðsla og því þurfti Flensburg sárlega að bæta við sig rétthentri skyttu. Það eru fáir leikmenn á lausu á þessum tíma og því leituðu forráðamenn Flensburg til Íslands og gengu hratt frá kaupum á Ólafi, sem hefur ekki áður spilað sem atvinnumaður. „Ef ég stend mig, sem ég stefni á að gera, þá er aldrei að vita nema mér verði boðið meira. Ég verð ekki ríkur af þessum samningi enda byrjunarsamningur. Ég lít líka á þetta fyrst og fremst sem frábært tækifæri fyrir mig til þess að sanna mig," segir Ólafur en hefði hann spilað frítt til þess að fá þetta tækifæri? „Ég hefði alveg tekið það í mál. Þetta er tækifæri sem gefst bara einu sinni í lífinu." Flensburg hafði samband á mánudag og spurði hvort Ólafur hefði áhuga á að koma. „Eftir það gerðust hlutirnir mjög hratt. Félögin náðu saman á þriðjudag og ég skrifaði svo undir í dag [í gær]. Ég er svo farinn út til þess að vera úti. Ég varð að bregðast hratt við fyrirspurninni og það var auðvelt." Ólafur segist hafa hafnað tilboðum frá þýskum liðum í neðri hlutanum í vetur þar sem hann vildi ekki yfirgefa FH á nýju tímabili. Þessu tækifæri var aftur á móti ekki hægt að sleppa. „Ég hef ekkert rætt við Arnór en er búinn að tala við Vranjes þjálfara. Ég hef fylgst vel með þýska boltanum og Flensburg. Ég verð að aðlagast hratt. Þetta er atvinnumennskan, leikir á þriggja daga fresti og mikið álag. Ég verð að fara vel með mig." Ólafur verður ekki orðinn löglegur fyrr en eftir viku og næsta fimmtudag á Flensburg leik gegn Neuhausen. Þar fær Ólafur væntanlega strax að spila enda þörf á hans kröftum strax. Skyttan stóra og stæðilega hefur alltaf stefnt á atvinnumennsku og fær nú að uppfylla drauminn. „Fyrst ég fór ekki út í sumar þá var stefnan að komast út næsta sumar. Það voru B-deildarlið að skoða mig þá og ég sé ekki eftir að hafa hafnað þeim núna. Nú verð ég að grípa tækifærið og standa mig."
Íslenski handboltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira