Litla stúlkan með eldspýturnar? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Við Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari höfum mælt stöðu brúnar á Steinsholtsjökli í allmörg ár. Skriðjökullinn gengur norður úr Eyjafjallajökli. Hann hefur hopað og þynnst samfellt á mælitímabilinu og er fulltrúi allra skriðjökla landsins og raunar yfir 90% allra jökla utan Grænlands og Suðurskautslandsins en þeir eru um 300 þúsund. Allur jökulís heims geymir rúm 2% vatnsins á yfirborði jarðar. Hann er afar mikilvægt ferskvatnsforðabúr, einkum í fjalllendi heimsálfanna og á láglendi nærri því. Hin rúm 97% eru saltur sjór. Meðalhiti á jörðinni hefur hækkað um 0,7 gráður á Celsíus á undanförnum eitt hundrað árum og aldrei hraðar en undanfarna áratugi enda aukning gróðurhúsagasa hraðari en sést hefur í mæligögnum úr ískjörnum sem sýna þá sögu í 650 þúsund ár. Ísland hefur færst, hvað gróður og dýralíf varðar, um 800 km í suður.Enginn vafi Enginn vafi leikur lengur á meginorsökunum. Þær felast í síaukinni dreifingu gróðurhúsagasa, hömlulítilli gróðureyðingu og æ meiri rykmengun vegna athafna manna. Hiti hækkar í neðstu loftlögum en það kólnar í heiðhvolfinu. Talið er að efnahagskerfi heims geti þolað hitastigshækkun um allt að 2°C á næstu fjórum til sex áratugum og hækkun heimshafanna um allt að einn metra. Hvort tveggja kallar á gríðarleg fjárframlög og veldur flestöllum þjóðum miklu raski. Í þessum mánuði kom út skýrsla Alþjóðabankans „Turn Down the Heat". Stofnunin er frekar þekkt fyrir íhaldssemi en andstæðu hennar í þjóðfélagsmálum. Í skýrslunni kemur fram svipuð afstaða og í skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar fyrir skömmu. Meðal annars er því haldið réttilega fram að ekki megi nýta nema þriðjung þekktra birgða kolefniseldsneytis í heiminum ef við ætlum að halda okkur innan 2° hækkunar ársmeðalhitans – nema þjóðunum takist að binda kolefni á heimsvísu með nýrri tækni og gróðurframförum. Næstum tveir þriðju hlutar birgðanna eru kol, 22% olía og 15% gas, aðallega í Bandaríkjunum, Mið-Austurlöndum, Kína og Rússlandi.Oftrú á skyndigróða Núna er ekkert samkomulag í sjónmáli um verulegar framfarir í að sporna við hlýnun andrúmsloftsins, þvert á móti. Nýjustu hugmyndir um að nýta flóknar og dýrar aðferðir við að ná upp olíu og gasi norðan heimskautsbaugs, á erfiðum slóðum, vekja svartsýni á vegferð næstu ára eða áratuga. Skammsýni og oftrú á skyndigróða sýnast ætla að ríkja yfir varkárni og skynsemi. Hvar er umhyggjan fyrir heimsbyggð morgundagsins? Stjórnmál vega afar þungt í þessum efnum. Líka þrýstingur almennings. Ég hef sagt það áður og skrifa hér enn einu sinni: Íslendingar hafa tækifæri til að koma fram sem djörf og sterk rödd meðal þjóða við að hægja á þeysireiðinni inn í ofhlýnun jarðar og koma með ábendingar og kröfur um lausnir. Til þess höfum við þekkingu og ríka ástæðu. Ella líkjumst við litlu stúlkunni með eldspýturnar í sögu Hans Christians Andersen, nema hvað vandamálið er ekki kuldi heldur varmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Loftslagsmál Skoðun Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Sjá meira
Við Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari höfum mælt stöðu brúnar á Steinsholtsjökli í allmörg ár. Skriðjökullinn gengur norður úr Eyjafjallajökli. Hann hefur hopað og þynnst samfellt á mælitímabilinu og er fulltrúi allra skriðjökla landsins og raunar yfir 90% allra jökla utan Grænlands og Suðurskautslandsins en þeir eru um 300 þúsund. Allur jökulís heims geymir rúm 2% vatnsins á yfirborði jarðar. Hann er afar mikilvægt ferskvatnsforðabúr, einkum í fjalllendi heimsálfanna og á láglendi nærri því. Hin rúm 97% eru saltur sjór. Meðalhiti á jörðinni hefur hækkað um 0,7 gráður á Celsíus á undanförnum eitt hundrað árum og aldrei hraðar en undanfarna áratugi enda aukning gróðurhúsagasa hraðari en sést hefur í mæligögnum úr ískjörnum sem sýna þá sögu í 650 þúsund ár. Ísland hefur færst, hvað gróður og dýralíf varðar, um 800 km í suður.Enginn vafi Enginn vafi leikur lengur á meginorsökunum. Þær felast í síaukinni dreifingu gróðurhúsagasa, hömlulítilli gróðureyðingu og æ meiri rykmengun vegna athafna manna. Hiti hækkar í neðstu loftlögum en það kólnar í heiðhvolfinu. Talið er að efnahagskerfi heims geti þolað hitastigshækkun um allt að 2°C á næstu fjórum til sex áratugum og hækkun heimshafanna um allt að einn metra. Hvort tveggja kallar á gríðarleg fjárframlög og veldur flestöllum þjóðum miklu raski. Í þessum mánuði kom út skýrsla Alþjóðabankans „Turn Down the Heat". Stofnunin er frekar þekkt fyrir íhaldssemi en andstæðu hennar í þjóðfélagsmálum. Í skýrslunni kemur fram svipuð afstaða og í skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar fyrir skömmu. Meðal annars er því haldið réttilega fram að ekki megi nýta nema þriðjung þekktra birgða kolefniseldsneytis í heiminum ef við ætlum að halda okkur innan 2° hækkunar ársmeðalhitans – nema þjóðunum takist að binda kolefni á heimsvísu með nýrri tækni og gróðurframförum. Næstum tveir þriðju hlutar birgðanna eru kol, 22% olía og 15% gas, aðallega í Bandaríkjunum, Mið-Austurlöndum, Kína og Rússlandi.Oftrú á skyndigróða Núna er ekkert samkomulag í sjónmáli um verulegar framfarir í að sporna við hlýnun andrúmsloftsins, þvert á móti. Nýjustu hugmyndir um að nýta flóknar og dýrar aðferðir við að ná upp olíu og gasi norðan heimskautsbaugs, á erfiðum slóðum, vekja svartsýni á vegferð næstu ára eða áratuga. Skammsýni og oftrú á skyndigróða sýnast ætla að ríkja yfir varkárni og skynsemi. Hvar er umhyggjan fyrir heimsbyggð morgundagsins? Stjórnmál vega afar þungt í þessum efnum. Líka þrýstingur almennings. Ég hef sagt það áður og skrifa hér enn einu sinni: Íslendingar hafa tækifæri til að koma fram sem djörf og sterk rödd meðal þjóða við að hægja á þeysireiðinni inn í ofhlýnun jarðar og koma með ábendingar og kröfur um lausnir. Til þess höfum við þekkingu og ríka ástæðu. Ella líkjumst við litlu stúlkunni með eldspýturnar í sögu Hans Christians Andersen, nema hvað vandamálið er ekki kuldi heldur varmi.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun