Er ofbeldi lærð hegðun? Una María Óskarsdóttir skrifar 1. desember 2012 08:00 Hvernig ætli standi á því að sumir beita ofbeldi en aðrir ekki? Við þessari spurningu eru líklega mörg svör og sitt sýnist hverjum. Þegar Gummi litli fæddist þá átti hann margt ólært. Hann fæddist með margvíslega eiginleika sem gerðu hann hæfan til að lifa, en umhverfið mótar einnig getu hans og viðhorf og hefur þannig áhrif á hvernig Gummi hegðar sér í framtíðinni. Hvernig lærir Gummi að hegða sér? Hvernig lærir hann hvað má og hvað má ekki gera? Hvernig lærir Gummi að barsmíðar og svívirðingar eru hegðun sem er eðlileg eða hegðun sem er óeðlileg? Kenningin um félagslegt nám leggur áherslu á að atferli og hegðun fólks mótist af áreitum í umhverfinu og því hvernig viðbrögð hegðunin fær. Hér eru það fyrirmyndir á heimilum, í vinahópnum, úr sjónvarpinu, bíómyndum, fjölmiðlum og á internetinu sem skipa stóran sess. Þetta þýðir að ef Gummi litli horfir á og upplifir að foreldri hans lemur t.d. hitt foreldrið eða hann sjálfan vegna einhverra orða eða hegðunar þá eru líkur til þess að Gummi læri hegðunina og beiti henni sjálfur síðar. Hann getur sem sé lært að leysa vandamál í samskiptum með ofbeldi, líkamlegu eða andlegu. Hann getur lært að ná sínu fram með ofbeldi.Áhyggjuefni Það er áhyggjuefni ef fyrirmyndir barna og unglinga eru ofbeldishetjur úr fjölmiðlum, bíómyndum og af internetinu. Enn verra er þó ef fyrirmyndir ofbeldisins eru í nærumhverfi barnanna, á heimilinu eða í vinahópnum. Ef framtíðin leiðir í ljós að Gummi, sem ólst upp við ofbeldi, er sjálfur ofbeldishneigður eru honum þó sem betur fer nokkrir vegir færir. Hann getur lært að stjórna hegðun sinni, beina neikvæðum tilfinningum og mótlæti í jákvæðan farveg. Tileinka sér jákvæðari skýringarstíl og nota orð – tala – í stað þess að lemja. Það getur verið erfitt að venja sig á nýja hegðun ef það að nota hnefann er vanabundin hegðun við geðshræringu. En það er hægt að venja sig á nýja hugsun og nýja hegðun. Það er hægt að telja upp að hundrað og ákveða svo hvernig bregðast skuli við.Ekki gefa röng skilaboð Við uppeldi á börnum skiptir miklu máli að ofbeldishegðun njóti ekki jákvæðrar athygli, þannig að barn upplifi að hegðunin sé rétt. T.d. þegar krakkar lenda í slagsmálum þá má uppalandinn ekki segja: Þú ert sko karl í krapinu að ná þér niður á þessu fífli! Það er mikilvægt að gefa ekki röng skilaboð, styrkja ekki ofbeldishegðun eða ofbeldistal og byrja snemma að beita leiðandi uppeldisháttum þar sem hvatning og jákvæð styrking skipta miklu máli. Gott uppeldi getur stuðlað að bættum samskiptum og fækkun ofbeldisverka. Ofbeldi er lærð hegðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Sjá meira
Hvernig ætli standi á því að sumir beita ofbeldi en aðrir ekki? Við þessari spurningu eru líklega mörg svör og sitt sýnist hverjum. Þegar Gummi litli fæddist þá átti hann margt ólært. Hann fæddist með margvíslega eiginleika sem gerðu hann hæfan til að lifa, en umhverfið mótar einnig getu hans og viðhorf og hefur þannig áhrif á hvernig Gummi hegðar sér í framtíðinni. Hvernig lærir Gummi að hegða sér? Hvernig lærir hann hvað má og hvað má ekki gera? Hvernig lærir Gummi að barsmíðar og svívirðingar eru hegðun sem er eðlileg eða hegðun sem er óeðlileg? Kenningin um félagslegt nám leggur áherslu á að atferli og hegðun fólks mótist af áreitum í umhverfinu og því hvernig viðbrögð hegðunin fær. Hér eru það fyrirmyndir á heimilum, í vinahópnum, úr sjónvarpinu, bíómyndum, fjölmiðlum og á internetinu sem skipa stóran sess. Þetta þýðir að ef Gummi litli horfir á og upplifir að foreldri hans lemur t.d. hitt foreldrið eða hann sjálfan vegna einhverra orða eða hegðunar þá eru líkur til þess að Gummi læri hegðunina og beiti henni sjálfur síðar. Hann getur sem sé lært að leysa vandamál í samskiptum með ofbeldi, líkamlegu eða andlegu. Hann getur lært að ná sínu fram með ofbeldi.Áhyggjuefni Það er áhyggjuefni ef fyrirmyndir barna og unglinga eru ofbeldishetjur úr fjölmiðlum, bíómyndum og af internetinu. Enn verra er þó ef fyrirmyndir ofbeldisins eru í nærumhverfi barnanna, á heimilinu eða í vinahópnum. Ef framtíðin leiðir í ljós að Gummi, sem ólst upp við ofbeldi, er sjálfur ofbeldishneigður eru honum þó sem betur fer nokkrir vegir færir. Hann getur lært að stjórna hegðun sinni, beina neikvæðum tilfinningum og mótlæti í jákvæðan farveg. Tileinka sér jákvæðari skýringarstíl og nota orð – tala – í stað þess að lemja. Það getur verið erfitt að venja sig á nýja hegðun ef það að nota hnefann er vanabundin hegðun við geðshræringu. En það er hægt að venja sig á nýja hugsun og nýja hegðun. Það er hægt að telja upp að hundrað og ákveða svo hvernig bregðast skuli við.Ekki gefa röng skilaboð Við uppeldi á börnum skiptir miklu máli að ofbeldishegðun njóti ekki jákvæðrar athygli, þannig að barn upplifi að hegðunin sé rétt. T.d. þegar krakkar lenda í slagsmálum þá má uppalandinn ekki segja: Þú ert sko karl í krapinu að ná þér niður á þessu fífli! Það er mikilvægt að gefa ekki röng skilaboð, styrkja ekki ofbeldishegðun eða ofbeldistal og byrja snemma að beita leiðandi uppeldisháttum þar sem hvatning og jákvæð styrking skipta miklu máli. Gott uppeldi getur stuðlað að bættum samskiptum og fækkun ofbeldisverka. Ofbeldi er lærð hegðun.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun