Landlæknir skoðar fjögur óvænt andlát 6. desember 2012 07:00 Grunur leikur á að andlát sjúklings í október megi rekja til vanrækslu eða mistaka starfsmanns á gjörgæsludeild. Fréttablaðið/E.Ól. Nýleg dauðsföll tveggja sjúklinga á Landspítalanum eru til rannsóknar hjá lögreglu. Þetta staðfestir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar. Landlækni hafa borist tilkynningar um fjögur dauðsföll sem tengja má mistökum, vanrækslu eða óhappatilviki á þessu ári. Annað dauðsfallið varð á bráðamóttöku spítalans um síðustu helgi en hitt á gjörgæsludeildinni í október. Í því tilviki leikur grunur á vanrækslu eða mistökum og er hjúkrunarfræðingur með réttarstöðu grunaðs manns. Konan hefur verið yfirheyrð hjá lögreglu. „Það leikur grunur á vanrækslu eða mistökum starfsmanns, sem getur falið í sér einhverja sök,“ segir Friðrik Smári. „Það er töluvert síðan við fengum það mál inn á borð til okkar. Það er enn í rannsókn þótt hún sé langt á veg komin.“ Samkvæmt niðurstöðum lögreglu og innra eftirlits LSH virðast ekki vera augljós tengsl á milli álags og meintra mistaka starfsmannsins. Aðspurður hvort athæfið gæti falið í sér sakfellingu segir Friðrik Smári það vera í höndum ríkissaksóknara að taka þá ákvörðun þegar rannsókn er lokið. Hann segir ekki algengt að mál sem þessi komist til rannsóknar hjá lögreglu, en samkvæmt lögum ber spítalanum að tilkynna öll óvænt dauðsföll og atvik sem ollu eða hefðu getað valdið sjúklingi alvarlegu tjóni. Kastljós greindi frá málinu á þriðjudag. Þar kom fram að í báðum tilvikum væri um að ræða eldra fólk sem lést; á sjötugs- og áttræðisaldri. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir bæði málin hafa verið rannsökuð innan spítalans og lögregla og landlæknir látinn vita í kjölfarið, eins og lög segja til um. „Það er ekkert sérstakt við að láta lögreglu vita. Það er skylda okkar þegar um svona alvarleg atvik er að ræða,“ segir Björn. Hann getur ekki sagt til um hvort umræddur hjúkrunarfræðingur sé enn að störfum. „Við megum ekki fjalla um einstök mál. Það eru bæði einstaklingar og fjölskyldur á bak við þetta.“ Sjúklingurinn sem lést á bráðamóttökunni um síðustu helgi hafði legið einn í fjórar klukkustundir, en verklagsreglur segja til um að líta eigi til með sjúklingum á deildinni á klukkustundar fresti.sunna@frettabladid.is Landspítalinn Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Nýleg dauðsföll tveggja sjúklinga á Landspítalanum eru til rannsóknar hjá lögreglu. Þetta staðfestir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar. Landlækni hafa borist tilkynningar um fjögur dauðsföll sem tengja má mistökum, vanrækslu eða óhappatilviki á þessu ári. Annað dauðsfallið varð á bráðamóttöku spítalans um síðustu helgi en hitt á gjörgæsludeildinni í október. Í því tilviki leikur grunur á vanrækslu eða mistökum og er hjúkrunarfræðingur með réttarstöðu grunaðs manns. Konan hefur verið yfirheyrð hjá lögreglu. „Það leikur grunur á vanrækslu eða mistökum starfsmanns, sem getur falið í sér einhverja sök,“ segir Friðrik Smári. „Það er töluvert síðan við fengum það mál inn á borð til okkar. Það er enn í rannsókn þótt hún sé langt á veg komin.“ Samkvæmt niðurstöðum lögreglu og innra eftirlits LSH virðast ekki vera augljós tengsl á milli álags og meintra mistaka starfsmannsins. Aðspurður hvort athæfið gæti falið í sér sakfellingu segir Friðrik Smári það vera í höndum ríkissaksóknara að taka þá ákvörðun þegar rannsókn er lokið. Hann segir ekki algengt að mál sem þessi komist til rannsóknar hjá lögreglu, en samkvæmt lögum ber spítalanum að tilkynna öll óvænt dauðsföll og atvik sem ollu eða hefðu getað valdið sjúklingi alvarlegu tjóni. Kastljós greindi frá málinu á þriðjudag. Þar kom fram að í báðum tilvikum væri um að ræða eldra fólk sem lést; á sjötugs- og áttræðisaldri. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir bæði málin hafa verið rannsökuð innan spítalans og lögregla og landlæknir látinn vita í kjölfarið, eins og lög segja til um. „Það er ekkert sérstakt við að láta lögreglu vita. Það er skylda okkar þegar um svona alvarleg atvik er að ræða,“ segir Björn. Hann getur ekki sagt til um hvort umræddur hjúkrunarfræðingur sé enn að störfum. „Við megum ekki fjalla um einstök mál. Það eru bæði einstaklingar og fjölskyldur á bak við þetta.“ Sjúklingurinn sem lést á bráðamóttökunni um síðustu helgi hafði legið einn í fjórar klukkustundir, en verklagsreglur segja til um að líta eigi til með sjúklingum á deildinni á klukkustundar fresti.sunna@frettabladid.is
Landspítalinn Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira