Orkunotkun eykst með breyttu veðurfari Helga María Heiðarsdóttir skrifar 14. desember 2012 06:00 Breytingar á veðurfari vegna aukins styrks gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti er staðreynd. Í dag eru fáir loftslagsvísindamenn sem mótmæla henni og kemur það skýrt fram í skýrslum vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC). Mörgum finnst hugtakið loftslagsbreytingar flókið og enn fleiri tengja það einungis við hlýnun jarðar, en sú er ekki raunin. Hugtakið hlýnun jarðar (e. global warming) festist í sessi en hugtakið veðurfars- og/eða loftslagsbreytingar (e. climate change) lýsir betur því er á sér stað og ætti því frekar að nota það hugtak. Á sumum svæðum mun hlýna mikið og annars staðar gæti kólnað, en öfgar í veðurfari eru að aukast. Hita- og kuldamet eru slegin, úrkoma verður sums staðar meiri en nú en annars staðar minni og einnig má minnast á aukna tíðni storma. Þetta er meðal annars bersýnilega að koma í ljós í Norður-Ameríku og á Íslandi. Vísindamenn vinna nú að því að auka skilning á líklegum afleiðingum loftslagsbreytinga. Ýmis ríki, fyrirtæki og einstaklingar þurfa að huga að því að draga úr neikvæðum afleiðingum breytinganna. Þjóðir heims verða að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (m.a. minnka útblástur CO2) og auk þess aðlaga samfélagið í heild að breytingum. Með því að draga úr losuninni má seinka og jafnvel hamla hinum ýmsu neikvæðu afleiðingum loftslagsbreytinga. Jöklar Íslands munu minnka og þannig verða áhrif loftslagsbreytingar hérlendis mjög sýnileg. Ein afleiðing veðurfarsbreytinga á Íslandi er því aukið og breytt rennsli jökuláa vegna aukinnar bráðnunar. Þetta aukna rennsli mun þó ekki vara lengi, því þegar jöklarnir hverfa þá hverfa jökulárnar með þeim.Aukin orkunotkun Orkunotkun mun aukast með breyttu veðurfari, á þeim stöðum þar sem hlýnar þarf aukna kælingu, en upphitun þar sem kólnar, á þurrkasvæðum verður að vökva ræktunarsvæði. Framleiðsla rafmagns með vatnsafli er kölluð „græn“ orkuvinnsla vegna þess að henni fylgir lítil losun gróðurhúsalofttegunda. Nú þegar styrkur gróðurhúsalofttegunda eykst með hverju ári líta mörg lönd til þess að virkja vatnsafl og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, og á alþjóðavettvangi er hvatt til nýtingar endurnýjanlegra orkugjafa. Um 85% af orkunotkun heimsins fást nú frá brennslu jarðefna, sem er langt frá því að teljast umhverfisvænn kostur. Hins vegar eru 85% orkunotkunar Íslendinga fengin frá endurnýjanlegum orkulindum og um 95% raforku á Íslandi eru framleidd með vatnsorku. Er það mín von að Ísland verði í fararbroddi þeirra þjóða sem vinna gegn loftslagsbreytingum og að einn dag munum við ná okkar hlutfalli upp í 100%. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Velferðarsamfélag í anda jafnaðarmennskunnar Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Breytingar á veðurfari vegna aukins styrks gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti er staðreynd. Í dag eru fáir loftslagsvísindamenn sem mótmæla henni og kemur það skýrt fram í skýrslum vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC). Mörgum finnst hugtakið loftslagsbreytingar flókið og enn fleiri tengja það einungis við hlýnun jarðar, en sú er ekki raunin. Hugtakið hlýnun jarðar (e. global warming) festist í sessi en hugtakið veðurfars- og/eða loftslagsbreytingar (e. climate change) lýsir betur því er á sér stað og ætti því frekar að nota það hugtak. Á sumum svæðum mun hlýna mikið og annars staðar gæti kólnað, en öfgar í veðurfari eru að aukast. Hita- og kuldamet eru slegin, úrkoma verður sums staðar meiri en nú en annars staðar minni og einnig má minnast á aukna tíðni storma. Þetta er meðal annars bersýnilega að koma í ljós í Norður-Ameríku og á Íslandi. Vísindamenn vinna nú að því að auka skilning á líklegum afleiðingum loftslagsbreytinga. Ýmis ríki, fyrirtæki og einstaklingar þurfa að huga að því að draga úr neikvæðum afleiðingum breytinganna. Þjóðir heims verða að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (m.a. minnka útblástur CO2) og auk þess aðlaga samfélagið í heild að breytingum. Með því að draga úr losuninni má seinka og jafnvel hamla hinum ýmsu neikvæðu afleiðingum loftslagsbreytinga. Jöklar Íslands munu minnka og þannig verða áhrif loftslagsbreytingar hérlendis mjög sýnileg. Ein afleiðing veðurfarsbreytinga á Íslandi er því aukið og breytt rennsli jökuláa vegna aukinnar bráðnunar. Þetta aukna rennsli mun þó ekki vara lengi, því þegar jöklarnir hverfa þá hverfa jökulárnar með þeim.Aukin orkunotkun Orkunotkun mun aukast með breyttu veðurfari, á þeim stöðum þar sem hlýnar þarf aukna kælingu, en upphitun þar sem kólnar, á þurrkasvæðum verður að vökva ræktunarsvæði. Framleiðsla rafmagns með vatnsafli er kölluð „græn“ orkuvinnsla vegna þess að henni fylgir lítil losun gróðurhúsalofttegunda. Nú þegar styrkur gróðurhúsalofttegunda eykst með hverju ári líta mörg lönd til þess að virkja vatnsafl og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, og á alþjóðavettvangi er hvatt til nýtingar endurnýjanlegra orkugjafa. Um 85% af orkunotkun heimsins fást nú frá brennslu jarðefna, sem er langt frá því að teljast umhverfisvænn kostur. Hins vegar eru 85% orkunotkunar Íslendinga fengin frá endurnýjanlegum orkulindum og um 95% raforku á Íslandi eru framleidd með vatnsorku. Er það mín von að Ísland verði í fararbroddi þeirra þjóða sem vinna gegn loftslagsbreytingum og að einn dag munum við ná okkar hlutfalli upp í 100%.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun