Hjörtur Logi: Þarf að fá að spila Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. desember 2012 08:30 Hjörtur Logi mun hafa vistaskipti í janúar en ekki liggur fyrir til hvaða félags hann fer. Mynd/Vilhelm Það eru breytingar í kortunum hjá Hafnfirðingnum Hirti Loga Valgarðssyni á nýju ári. Þá mun hann væntanlega kveðja sænska úrvalsdeildarliðið IFK Göteborg sem hann hefur spilað með undanfarin tvö ár. Hann á samt tvö ár eftir af samningi sínum við félagið. „Það er verið að skoða þessi mál fyrir mig og væntanlega gerist eitthvað í janúar. Göteborg ætlar að fá inn nýjan mann í mína stöðu og ég nenni ekki að sitja á bekknum. Ég er ekki í plönum þjálfarans og því vil ég eðlilega fara annað," sagði Hjörtur Logi en Göteborg er ekki enn búið að kaupa bakvörð í hans stað. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ætti Hafnfirðingurinn ekki að vera í vandræðum með að finna sér nýtt félag en þrjú sænsk úrvalsdeildarlið hafa þegar sýnt honum áhuga. „Ég er búinn að tala við þjálfarann og það var sameiginleg niðurstaða okkar að það væri best að ég myndi finna mér nýtt félag. Ég er orðinn 24 ára og þarf að fá að spila. Ég vil líka sanna mig enda finnst mér það ekki hafa gengið nógu vel hingað til. Ég þarf að fá að spila til þess að gera það. Félagið segist ekki ætla að gera mér erfitt fyrir. Ef ég verð ekki seldur þá finnst vonandi lausn með lánssamning. Þeir segjast vilja gera það besta fyrir mig og ég treysti því." Síðasta tímabil var svolítið mikið upp og niður bæði hjá Hirti Loga og hjá félaginu. „Ég var svolítið inn og út. Þetta byrjaði þokkalega hjá mér en liðið stóð ekki undir væntingum. Þá var byrjað að skipta mikið og ég varð fyrir barðinu á því eins og fleiri. Ég hefði viljað gera betur og halda stöðunni en þetta var upp og niður hjá mér. Þegar illa gekk fór sjálfstraustið niður. Svo kom það upp aftur." Þó svo ekki hafi allt gengið upp hjá Hirti Loga í Svíþjóð þá sér hann alls ekki eftir því að hafa samið við félagið á sínum tíma. „Þessi tími hefur ekki beint verið vonbrigði en vissulega vildi ég gera aðeins betur. Þetta var aðeins stærra stökk en ég bjóst við í byrjun. IFK Göteborg er rosalega stór klúbbur og það voru viðbrigði fyrir mig. Það tók mig því smá tíma að komast inn í hlutina," sagði bakvörðurinn en hann hefur grætt mikið á þessum tíma. „Ég hef bætt mig mikið sem leikmaður frá því ég kom út. Ég tek það jákvæða úr þessu þó svo ég vildi gera betur. Ef liðinu hefði gengið betur þá hefði ég kannski gert betur. Það má endalaust velta slíku upp. Heilt yfir er ég ánægður með þetta enda bætt mig og svo hefur þetta verið heilmikil reynsla." Eins og áður segir eru félög í sænsku úrvalsdeildinni búin að sýna Hirti áhuga. Honum líst vel á að spila þar áfram. „Ég hef heyrt af þessum áhuga og það væri fínt að vera hér áfram þar sem ég er búinn að koma mér inn í tungumálið og menninguna. Ég kann vel við sænska boltann. Það eru mörg góð lið hérna og spilaður fínn bolti. Ég skoða samt allt sem kemur upp." Hjörtur og félagar fengu frí eftir mót í síðasta mánuði. Þeir eru mættir aftur til æfinga og munu æfa fram að jólum. Þá fær hann frí yfir jól og áramót. Svo taka væntanlega við nýir tímar. „Það verður gott að fá fínt jólafrí og svo kemur bara í ljós hvað verður á nýju ári." Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Sjá meira
Það eru breytingar í kortunum hjá Hafnfirðingnum Hirti Loga Valgarðssyni á nýju ári. Þá mun hann væntanlega kveðja sænska úrvalsdeildarliðið IFK Göteborg sem hann hefur spilað með undanfarin tvö ár. Hann á samt tvö ár eftir af samningi sínum við félagið. „Það er verið að skoða þessi mál fyrir mig og væntanlega gerist eitthvað í janúar. Göteborg ætlar að fá inn nýjan mann í mína stöðu og ég nenni ekki að sitja á bekknum. Ég er ekki í plönum þjálfarans og því vil ég eðlilega fara annað," sagði Hjörtur Logi en Göteborg er ekki enn búið að kaupa bakvörð í hans stað. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ætti Hafnfirðingurinn ekki að vera í vandræðum með að finna sér nýtt félag en þrjú sænsk úrvalsdeildarlið hafa þegar sýnt honum áhuga. „Ég er búinn að tala við þjálfarann og það var sameiginleg niðurstaða okkar að það væri best að ég myndi finna mér nýtt félag. Ég er orðinn 24 ára og þarf að fá að spila. Ég vil líka sanna mig enda finnst mér það ekki hafa gengið nógu vel hingað til. Ég þarf að fá að spila til þess að gera það. Félagið segist ekki ætla að gera mér erfitt fyrir. Ef ég verð ekki seldur þá finnst vonandi lausn með lánssamning. Þeir segjast vilja gera það besta fyrir mig og ég treysti því." Síðasta tímabil var svolítið mikið upp og niður bæði hjá Hirti Loga og hjá félaginu. „Ég var svolítið inn og út. Þetta byrjaði þokkalega hjá mér en liðið stóð ekki undir væntingum. Þá var byrjað að skipta mikið og ég varð fyrir barðinu á því eins og fleiri. Ég hefði viljað gera betur og halda stöðunni en þetta var upp og niður hjá mér. Þegar illa gekk fór sjálfstraustið niður. Svo kom það upp aftur." Þó svo ekki hafi allt gengið upp hjá Hirti Loga í Svíþjóð þá sér hann alls ekki eftir því að hafa samið við félagið á sínum tíma. „Þessi tími hefur ekki beint verið vonbrigði en vissulega vildi ég gera aðeins betur. Þetta var aðeins stærra stökk en ég bjóst við í byrjun. IFK Göteborg er rosalega stór klúbbur og það voru viðbrigði fyrir mig. Það tók mig því smá tíma að komast inn í hlutina," sagði bakvörðurinn en hann hefur grætt mikið á þessum tíma. „Ég hef bætt mig mikið sem leikmaður frá því ég kom út. Ég tek það jákvæða úr þessu þó svo ég vildi gera betur. Ef liðinu hefði gengið betur þá hefði ég kannski gert betur. Það má endalaust velta slíku upp. Heilt yfir er ég ánægður með þetta enda bætt mig og svo hefur þetta verið heilmikil reynsla." Eins og áður segir eru félög í sænsku úrvalsdeildinni búin að sýna Hirti áhuga. Honum líst vel á að spila þar áfram. „Ég hef heyrt af þessum áhuga og það væri fínt að vera hér áfram þar sem ég er búinn að koma mér inn í tungumálið og menninguna. Ég kann vel við sænska boltann. Það eru mörg góð lið hérna og spilaður fínn bolti. Ég skoða samt allt sem kemur upp." Hjörtur og félagar fengu frí eftir mót í síðasta mánuði. Þeir eru mættir aftur til æfinga og munu æfa fram að jólum. Þá fær hann frí yfir jól og áramót. Svo taka væntanlega við nýir tímar. „Það verður gott að fá fínt jólafrí og svo kemur bara í ljós hvað verður á nýju ári."
Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Sjá meira