Ísland getur betur Svandís Svavarsdóttir skrifar 17. desember 2012 15:45 Íslendingar losa 0,01% af gróðurhúsalofttegundum á heimsvísu. Við munum vart leysa loftslagsvandann ein, enda er viðurkennt í loftslagssamningi SÞ að það verði aðeins gert í samvinnu ríkja heims. Við getum heldur ekki hlaupist undan merkjum, því krafa er gerð í samningnum um að öll ríki vinni að takmörkun losunar eftir getu og efnahag. Auðugt ríki eins og Ísland á að leggja sitt af mörkum. Við Íslendingar stöndum okkur bærilega í loftslagsmálum, samkvæmt nýlegri úttekt evrópskra umhverfisverndarsamtaka, sem segja Ísland vera í 14. sæti af þeim 58 löndum sem skoðuð voru. Slík tölfræði er ekki nákvæm vísindi – hins vegar má spyrja hvort Ísland hafi ekki forsendur til að taka sæti ofar í samanburðinum. Ísland býr við góða ímynd á mörgum sviðum umhverfismála, en við eigum að hafa metnað til að vera í fremstu röð. Græn ímynd er góð fyrir fyrirtæki og ferðaþjónustu. Heilbrigt umhverfi þýðir aukin lífsgæði. Vandinn kallar á nýsköpunLoftslagsvandinn kallar á nýsköpun og þar liggja tækifæri fyrir rannsóknir, nýsköpun og atvinnulíf. Íslendingar kunna vel að nýta jarðhita og hafa lengi deilt þeirri þekkingu í gegnum Jarðhitaskóla SÞ. Nú stendur fyrir dyrum stærsta þróunarverkefni sem Íslendingar hafa tekið þátt í, sem miðar að leit og nýtingu jarðvarma í Austur-Afríku. Ýmis fyrirtæki vinna að loftslagsvænni tækni og má þar nefna Marorku, sem býður lausnir til að draga úr mengun frá skipum. Sveitarfélög vinna metangas úr urðunarstöðum og nýta á farartæki. Skógrækt og landgræðsla binda kolefni úr andrúmslofti í gróðri og jarðvegi. Í fremstu röðVistvænni lífsstíll er annar mikilvægur þáttur. Losun frá samgöngum er óvíða meiri á mann en á Íslandi. Bílaflotinn er stór og orkufrekur og byggð í þéttbýli er jafnan mjög dreifð yfir stórt svæði. Skipulag þarf að taka mið af umhverfissjónarmiðum því ferðavenjur geta skipt sköpum. Við getum notast við sparneytnari bíla, notað almenningssamgöngur meira og gengið og hjólað; allt stuðlar þetta að minni losun. Stjórnvöld bera meginþunga ábyrgðarinnar og setja rammann um aðgerðir í loftslagsmálum. Við getum hins vegar lagt okkar af mörkum hvert og eitt. Ísland getur og á að vera í fremstu röð í baráttunni gegn loftslagsvánni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar losa 0,01% af gróðurhúsalofttegundum á heimsvísu. Við munum vart leysa loftslagsvandann ein, enda er viðurkennt í loftslagssamningi SÞ að það verði aðeins gert í samvinnu ríkja heims. Við getum heldur ekki hlaupist undan merkjum, því krafa er gerð í samningnum um að öll ríki vinni að takmörkun losunar eftir getu og efnahag. Auðugt ríki eins og Ísland á að leggja sitt af mörkum. Við Íslendingar stöndum okkur bærilega í loftslagsmálum, samkvæmt nýlegri úttekt evrópskra umhverfisverndarsamtaka, sem segja Ísland vera í 14. sæti af þeim 58 löndum sem skoðuð voru. Slík tölfræði er ekki nákvæm vísindi – hins vegar má spyrja hvort Ísland hafi ekki forsendur til að taka sæti ofar í samanburðinum. Ísland býr við góða ímynd á mörgum sviðum umhverfismála, en við eigum að hafa metnað til að vera í fremstu röð. Græn ímynd er góð fyrir fyrirtæki og ferðaþjónustu. Heilbrigt umhverfi þýðir aukin lífsgæði. Vandinn kallar á nýsköpunLoftslagsvandinn kallar á nýsköpun og þar liggja tækifæri fyrir rannsóknir, nýsköpun og atvinnulíf. Íslendingar kunna vel að nýta jarðhita og hafa lengi deilt þeirri þekkingu í gegnum Jarðhitaskóla SÞ. Nú stendur fyrir dyrum stærsta þróunarverkefni sem Íslendingar hafa tekið þátt í, sem miðar að leit og nýtingu jarðvarma í Austur-Afríku. Ýmis fyrirtæki vinna að loftslagsvænni tækni og má þar nefna Marorku, sem býður lausnir til að draga úr mengun frá skipum. Sveitarfélög vinna metangas úr urðunarstöðum og nýta á farartæki. Skógrækt og landgræðsla binda kolefni úr andrúmslofti í gróðri og jarðvegi. Í fremstu röðVistvænni lífsstíll er annar mikilvægur þáttur. Losun frá samgöngum er óvíða meiri á mann en á Íslandi. Bílaflotinn er stór og orkufrekur og byggð í þéttbýli er jafnan mjög dreifð yfir stórt svæði. Skipulag þarf að taka mið af umhverfissjónarmiðum því ferðavenjur geta skipt sköpum. Við getum notast við sparneytnari bíla, notað almenningssamgöngur meira og gengið og hjólað; allt stuðlar þetta að minni losun. Stjórnvöld bera meginþunga ábyrgðarinnar og setja rammann um aðgerðir í loftslagsmálum. Við getum hins vegar lagt okkar af mörkum hvert og eitt. Ísland getur og á að vera í fremstu röð í baráttunni gegn loftslagsvánni.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar