Reglur víða verið hertar gudsteinn@frettabladid.is skrifar 19. desember 2012 00:01 Látinna minnst Skólanemandi í Newtown leggur blómvönd niður fyrir utan Sandy Hook-barnaskólann, þar sem hinn tvítugi Adam Lanza myrti 20 börn á leikskólaaldri, sex konur, þar á meðal móður sína, og svipti svo sjálfan sig lífi. nordicphotos/AFP Í marsmánuði árið 1996 gekk 43 ára gamall maður, Thomas Hamilton að nafni, inn í barnaskóla í Dunblane á Skotlandi og myrti þar 16 börn á leikskólaaldri og kennara þeirra. Hann var vopnaður fjórum skammbyssum sem hann hafði keypt sér með löglegum hætti. Næstu vikurnar hófu íbúar í Dunblane, átta þúsund manna bæ, baráttu fyrir því að löggjöf um byssueign yrði hert. Á skömmum tíma söfnuðust 750 þúsund undirskriftir, og árið eftir tóku gildi lög sem banna einstaklingum að eiga skammbyssur. Svipuð herferð skilaði einnig sambærilegum árangri í Ástralíu eftir að morðingi á eyjunni Tasmaníu myrti 35 manns með hálfsjálfvirkum hríðskotariffli, en þetta gerðist einnig árið 1996. Í Bandaríkjunum hafa kröfur um strangari löggjöf um byssueign farið af stað í hvert sinn sem fjöldamorð eru framin þar með skotvopnum, en slíkt hefur orðið æ algengara síðustu ár og áratugi. Margir telja sig sjá merki þess að nú sé betri jarðvegur meðal bandarískra ráðamanna en oft áður fyrir löggjöf af þessu tagi, en aðrir eru svartsýnni og benda á að samtök byssueigenda hafi jafnan náð að dempa niður allar hræringar í þá átt í Bandaríkjunum, ekki síst með öflugum ítökum sínum á þjóðþingi Bandaríkjanna. Þeir bjartsýnu segja að kröfur um hertar reglur hafi í þetta skiptið hlotið óvenjugóðar undirtektir meðal repúblikana. Þingmenn repúblikana í fulltrúadeild þingsins héldu í gær lokaðan fund um málið. Að loknum fundinum tóku sumir þeirra vel í að hert löggjöf komi til greina. Þá vekur það einnig bjartsýni að demókratinn Harry Reid, sem er leiðtogi þingmeirihlutans í öldungadeild, segir nú tíma kominn til að setja þetta mál á dagskrá þingsins. Hann hefur til þessa verið afar tortrygginn á allar hömlur á byssueign, og neitaði til dæmis að taka málið á dagskrá deildarinnar í kjölfar fjöldamorðanna í kvikmyndahúsi í bænum Aurora. Barack Obama forseti hefur talað varlega, hugsanlega til þess að espa ekki byssufólk á móti sér, en talsmaður hans segir að hann ætli að setja þessi mál í forgang á seinna kjörtímabili sínu. Repúblikaninn Michael Bloomberg, borgarstjóri í New York, hefur hins vegar stigið fram og lagt mikla áherslu á að herða verði reglur um byssueign. „Ég ætla að berjast, og þið eigið að berjast líka," sagði hann á mánudag, þegar hann hitti hóp af fólki sem ýmist hefur lifað af skotárásir á ýmsum stöðum í Bandaríkjunum eða misst ættingja sína í slíkum árásum: „Þetta er hneyksli. Við erum að drepa hvert annað." Fréttir Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Í marsmánuði árið 1996 gekk 43 ára gamall maður, Thomas Hamilton að nafni, inn í barnaskóla í Dunblane á Skotlandi og myrti þar 16 börn á leikskólaaldri og kennara þeirra. Hann var vopnaður fjórum skammbyssum sem hann hafði keypt sér með löglegum hætti. Næstu vikurnar hófu íbúar í Dunblane, átta þúsund manna bæ, baráttu fyrir því að löggjöf um byssueign yrði hert. Á skömmum tíma söfnuðust 750 þúsund undirskriftir, og árið eftir tóku gildi lög sem banna einstaklingum að eiga skammbyssur. Svipuð herferð skilaði einnig sambærilegum árangri í Ástralíu eftir að morðingi á eyjunni Tasmaníu myrti 35 manns með hálfsjálfvirkum hríðskotariffli, en þetta gerðist einnig árið 1996. Í Bandaríkjunum hafa kröfur um strangari löggjöf um byssueign farið af stað í hvert sinn sem fjöldamorð eru framin þar með skotvopnum, en slíkt hefur orðið æ algengara síðustu ár og áratugi. Margir telja sig sjá merki þess að nú sé betri jarðvegur meðal bandarískra ráðamanna en oft áður fyrir löggjöf af þessu tagi, en aðrir eru svartsýnni og benda á að samtök byssueigenda hafi jafnan náð að dempa niður allar hræringar í þá átt í Bandaríkjunum, ekki síst með öflugum ítökum sínum á þjóðþingi Bandaríkjanna. Þeir bjartsýnu segja að kröfur um hertar reglur hafi í þetta skiptið hlotið óvenjugóðar undirtektir meðal repúblikana. Þingmenn repúblikana í fulltrúadeild þingsins héldu í gær lokaðan fund um málið. Að loknum fundinum tóku sumir þeirra vel í að hert löggjöf komi til greina. Þá vekur það einnig bjartsýni að demókratinn Harry Reid, sem er leiðtogi þingmeirihlutans í öldungadeild, segir nú tíma kominn til að setja þetta mál á dagskrá þingsins. Hann hefur til þessa verið afar tortrygginn á allar hömlur á byssueign, og neitaði til dæmis að taka málið á dagskrá deildarinnar í kjölfar fjöldamorðanna í kvikmyndahúsi í bænum Aurora. Barack Obama forseti hefur talað varlega, hugsanlega til þess að espa ekki byssufólk á móti sér, en talsmaður hans segir að hann ætli að setja þessi mál í forgang á seinna kjörtímabili sínu. Repúblikaninn Michael Bloomberg, borgarstjóri í New York, hefur hins vegar stigið fram og lagt mikla áherslu á að herða verði reglur um byssueign. „Ég ætla að berjast, og þið eigið að berjast líka," sagði hann á mánudag, þegar hann hitti hóp af fólki sem ýmist hefur lifað af skotárásir á ýmsum stöðum í Bandaríkjunum eða misst ættingja sína í slíkum árásum: „Þetta er hneyksli. Við erum að drepa hvert annað."
Fréttir Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira