Krugman segir óhætt fyrir Obama að slá billjón dollara mynt 8. janúar 2013 06:13 Hagfræðingurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugmann er kominn á þá skoðun að Barack Obama Bandaríkjaforseti geti nýtt sér smugu í bandarísku stjórnarskránni og látið slá fyrir sig billjón dollara eða 1.000 milljarða dollara mynt úr platínu. Það hefur verið stigvaxandi umræða meðal fræðimanna í Bandaríkjunum um þessa smugu sem Obama gæti nýtt sér ef Repúblikanar reyna að taka fyrirsjáanlega hækkun á 16.000 milljarða dollara skuldaþaki Bandaríkjanna eftir tæpa tvo mánuði í gíslingu eins og gerðist 2011. Þá var billjón dollara myntin fyrst kynnt til sögunnar. Bandaríska stjórnarskráin kveður á um að forseti landsins geti ekki látið prenta seðla á eigin vegum né slegið myntir í gulli, silfri eða kopar. Það var lagaprófessorinn Jack Balkin við Yale háskólann sem fann áður nær óþekkta smugu í stjórnarskránni en hún fellst í viðbótarákvæði um að forsetinn geti látið slá myntir í platínu. Sennilega var ákvæðið hugsað til sláttar á heiðurspeningum. Obama gæti látið slá þessa mynt og sett hana síðan á inn á reikning ríkissjóðs í Seðlabankanum. Þar með væri skuldaþakið sem vandamál fyrir hann úr sögunni. Paul Krugman segir að þessi lausn fyrir Obama muni ekki hafa neikvæð áhrif á bandaríska hagkerfið né hækka vexti á bandarískum skuldabréfum. Repúblikanar taka þennan möguleika Obama alvarlega og vinna þingmenn þeirra í fulltrúadeildinni nú að frumvarpi sem myndi banna forsetanum að fara þessa leið til að leysa vandann við skuldaþakið. Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Hagfræðingurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugmann er kominn á þá skoðun að Barack Obama Bandaríkjaforseti geti nýtt sér smugu í bandarísku stjórnarskránni og látið slá fyrir sig billjón dollara eða 1.000 milljarða dollara mynt úr platínu. Það hefur verið stigvaxandi umræða meðal fræðimanna í Bandaríkjunum um þessa smugu sem Obama gæti nýtt sér ef Repúblikanar reyna að taka fyrirsjáanlega hækkun á 16.000 milljarða dollara skuldaþaki Bandaríkjanna eftir tæpa tvo mánuði í gíslingu eins og gerðist 2011. Þá var billjón dollara myntin fyrst kynnt til sögunnar. Bandaríska stjórnarskráin kveður á um að forseti landsins geti ekki látið prenta seðla á eigin vegum né slegið myntir í gulli, silfri eða kopar. Það var lagaprófessorinn Jack Balkin við Yale háskólann sem fann áður nær óþekkta smugu í stjórnarskránni en hún fellst í viðbótarákvæði um að forsetinn geti látið slá myntir í platínu. Sennilega var ákvæðið hugsað til sláttar á heiðurspeningum. Obama gæti látið slá þessa mynt og sett hana síðan á inn á reikning ríkissjóðs í Seðlabankanum. Þar með væri skuldaþakið sem vandamál fyrir hann úr sögunni. Paul Krugman segir að þessi lausn fyrir Obama muni ekki hafa neikvæð áhrif á bandaríska hagkerfið né hækka vexti á bandarískum skuldabréfum. Repúblikanar taka þennan möguleika Obama alvarlega og vinna þingmenn þeirra í fulltrúadeildinni nú að frumvarpi sem myndi banna forsetanum að fara þessa leið til að leysa vandann við skuldaþakið.
Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent