NBA: Clippers vann Lakers í uppgjöri Los Angeles liðanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2013 11:15 Chris Paul og Kobe Bryant. Mynd/AP Fullt af leikjum fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Clippers vann Lakers í baráttunni um LA, Chicago Bulls vann Miami Heat, Joe Johnson (Brokklyn Nets) og Kyrie Irving (Cleveland Cavaliers) skoruðu báðir sigurkörfur í blálokin og bæði Oklahoma City Thunder og Boston Celtics unnu örugga heimasigra eftir sár töp í leikjunum á undan.Chris Paul var með 30 stig og 13 stoðsendingar þegar Los Angeles Clippers vann 107-102 sigur á Los Angeles Lakers. Blake Griffin var með 24 stig fyrir Clippers-liðið sem var yfir allan leikinn. Kobe Bryant skoraði 38 stig fyrir Lakers og Dwight Howard var með 21 stig og 15 fráköst en Lakers er nú búið að tapa tvisvar fyrir Clippers á þessu tímabili. Þetta var jafnframt þriðja tap Lakers í síðustu fjórum leikjum.Carlos Boozer skoraði 27 stig fyrir Chicago Bulls vann Miami Heat 96-89 á útivelli en Bulls-liðið vann fráköstin 48-28 og tók meðal annars 19 sóknarfráköst í þessum leik. LeBron James skoraði 30 stig fyrir Miami og hefur skorað 25 stig eða meira í átta leikjum í röð.Joe Johnson skoraði sigurkörfu Brooklyn Nets á móti Washington Wizards þegar aðeins 0,7 sekúndur voru eftir af framlengingu en Nets-liðið vann leikinn 115-113. Johnson skoraði 18 stig í leiknum en Brook Lopez var atkvæðamestur með 27 stig og 13 fráköst og Deron Williams skoraði 24 stig og gaf 10 stoðsendingar. Bradley Beal skoraði 24 stig fyrir Washington og Jordan Crawford bætti við 23 stigum.Russell Westbrook skoraði 27 stig og Kevin Durant var með 26 stig í 109-85 heimasigri Oklahoma City Thunder á Philadelphia 76ers. Oklahoma City hitti úr 8 af fyrstu 10 þriggja stiga skotum sínum í leiknum og var aldrei í vandræðum eftir það. Serge Ibaka var með 15 stig og 10 fráköst og Kevin Martin skoraði 16 stig. Nick Young var stigahæstur hjá Philadelphia með 21 stig en Jrue Holiday var með 15 stig og 9 stoðsendingar.Kyrie Irving skoraði 33 stig og sigurkörfuna einni sekúndu fyrir leikslok þegar Cleveland Cavaliers vann 106-104 útisigur á Charlotte Bobcats. Irving skoraði 14 af síðustu 16 stigum Cleveland í leiknum. Tristan Thompson var með 19 stig fyrir Cavaliers og C.J. Miles skoraði 18 stig en Ben Gordon var stigahæstur hjá Charlotte Bobcats með 27 stig.Kevin Garnett og Rajon Rondo skoruðu báðir 18 stig þegar Boston Celtics vann 94-75 heimasigur á Indiana Pacers en Garnett var rekinn út úr húsi fyrir gróft brot í fjórða leikhluta. Boston var búið að tapa fjórum leikjum í röð fyrir leikinn. Tyler Hansbrough skoraði mest fyrir Indiana eða 19 stig.James Harden skoraði 29 stig, gaf 7 stoðsendingar og stal 4 boltum þegar Houston Rockets vann 115-101 útisigur á Milwaukee Bucks en þetta var tíundi sigur Houston-liðsins í síðustu þrettán leikjum.DeMarcus Cousins var með 31 stig og 20 fráköst fyrir Sacramento Kings þegar liðið vann Toronto Raptors 105-96 á útivelli.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Toronto Raptors - Sacramento Kings 96-105 Washington Wizards - Brooklyn Nets 113-115 (framlenging) Charlotte Bobcats - Cleveland Cavaliers 104-106 Detroit Pistons - Atlanta Hawks 85-84 Miami Heat - Chicago Bulls 89-96 Boston Celtics - Indiana Pacers 94-75 Memphis Grizzlies - Portland Trail Blazers 84-86 Oklahoma City Thunder - Philadelphia 76Ers 109-85 Milwaukee Bucks - Houston Rockets 101-115 Phoenix Suns - Utah Jazz 80-87 Los Angeles Clippers - Los Angeles Lakers 107-102 NBA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Starf Amorims öruggt Enski boltinn Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Fullt af leikjum fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Clippers vann Lakers í baráttunni um LA, Chicago Bulls vann Miami Heat, Joe Johnson (Brokklyn Nets) og Kyrie Irving (Cleveland Cavaliers) skoruðu báðir sigurkörfur í blálokin og bæði Oklahoma City Thunder og Boston Celtics unnu örugga heimasigra eftir sár töp í leikjunum á undan.Chris Paul var með 30 stig og 13 stoðsendingar þegar Los Angeles Clippers vann 107-102 sigur á Los Angeles Lakers. Blake Griffin var með 24 stig fyrir Clippers-liðið sem var yfir allan leikinn. Kobe Bryant skoraði 38 stig fyrir Lakers og Dwight Howard var með 21 stig og 15 fráköst en Lakers er nú búið að tapa tvisvar fyrir Clippers á þessu tímabili. Þetta var jafnframt þriðja tap Lakers í síðustu fjórum leikjum.Carlos Boozer skoraði 27 stig fyrir Chicago Bulls vann Miami Heat 96-89 á útivelli en Bulls-liðið vann fráköstin 48-28 og tók meðal annars 19 sóknarfráköst í þessum leik. LeBron James skoraði 30 stig fyrir Miami og hefur skorað 25 stig eða meira í átta leikjum í röð.Joe Johnson skoraði sigurkörfu Brooklyn Nets á móti Washington Wizards þegar aðeins 0,7 sekúndur voru eftir af framlengingu en Nets-liðið vann leikinn 115-113. Johnson skoraði 18 stig í leiknum en Brook Lopez var atkvæðamestur með 27 stig og 13 fráköst og Deron Williams skoraði 24 stig og gaf 10 stoðsendingar. Bradley Beal skoraði 24 stig fyrir Washington og Jordan Crawford bætti við 23 stigum.Russell Westbrook skoraði 27 stig og Kevin Durant var með 26 stig í 109-85 heimasigri Oklahoma City Thunder á Philadelphia 76ers. Oklahoma City hitti úr 8 af fyrstu 10 þriggja stiga skotum sínum í leiknum og var aldrei í vandræðum eftir það. Serge Ibaka var með 15 stig og 10 fráköst og Kevin Martin skoraði 16 stig. Nick Young var stigahæstur hjá Philadelphia með 21 stig en Jrue Holiday var með 15 stig og 9 stoðsendingar.Kyrie Irving skoraði 33 stig og sigurkörfuna einni sekúndu fyrir leikslok þegar Cleveland Cavaliers vann 106-104 útisigur á Charlotte Bobcats. Irving skoraði 14 af síðustu 16 stigum Cleveland í leiknum. Tristan Thompson var með 19 stig fyrir Cavaliers og C.J. Miles skoraði 18 stig en Ben Gordon var stigahæstur hjá Charlotte Bobcats með 27 stig.Kevin Garnett og Rajon Rondo skoruðu báðir 18 stig þegar Boston Celtics vann 94-75 heimasigur á Indiana Pacers en Garnett var rekinn út úr húsi fyrir gróft brot í fjórða leikhluta. Boston var búið að tapa fjórum leikjum í röð fyrir leikinn. Tyler Hansbrough skoraði mest fyrir Indiana eða 19 stig.James Harden skoraði 29 stig, gaf 7 stoðsendingar og stal 4 boltum þegar Houston Rockets vann 115-101 útisigur á Milwaukee Bucks en þetta var tíundi sigur Houston-liðsins í síðustu þrettán leikjum.DeMarcus Cousins var með 31 stig og 20 fráköst fyrir Sacramento Kings þegar liðið vann Toronto Raptors 105-96 á útivelli.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Toronto Raptors - Sacramento Kings 96-105 Washington Wizards - Brooklyn Nets 113-115 (framlenging) Charlotte Bobcats - Cleveland Cavaliers 104-106 Detroit Pistons - Atlanta Hawks 85-84 Miami Heat - Chicago Bulls 89-96 Boston Celtics - Indiana Pacers 94-75 Memphis Grizzlies - Portland Trail Blazers 84-86 Oklahoma City Thunder - Philadelphia 76Ers 109-85 Milwaukee Bucks - Houston Rockets 101-115 Phoenix Suns - Utah Jazz 80-87 Los Angeles Clippers - Los Angeles Lakers 107-102
NBA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Starf Amorims öruggt Enski boltinn Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira