Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Snæfell 70-104 Benedikt Grétarsson í Njarðvík skrifar 4. janúar 2013 14:44 Snæfell komst aftur á sigurbraut í Dominosdeild karla í kvöld með afar öruggum sigri á heimamönnum í Njarðvík. Lokatölur urðu 70:104 fyrir gestina úr Hólminum sem hafa nú unnið 8 leiki af 11 í deildinni. Stigahæstir í liði Snæfells voru þeir Hasim McQueen með 29 stig og Pálmi Sigurgeirsson með 22 stig. Ágúst Orrason skoraði mest fyrir Njarðvík, 17 stig. Leikmenn Njarðvíkinga virtust ennþá vera í jólaboði þegar leikurinn hófst og horfðu furðu lostnir á gestina ná yfirburðarstöðu, 2:17. Heimamenn vöknuðu þá af værum blundi og náðu að keyra upp stemmingu í sínum herbúðum. Glæsileg troðsla Nigel Moore þegar tæpar 3 mínútur lifðu af fyrsta leikhluta, kveikti í áhorfendum og skyndilega voru Njarðvíkingar búnir að minnka muninn í átta stig, 18:24. Annar leikhluti reyndist heimamönnum erfiður, þrátt fyrir að leikstjórnandinn klóki, Elvar Már Friðriksson, fór loksins að láta að sér kveða. Reynslumiklir leikmenn Snæfellinga mölluðu áfram eins og Massey Ferguson traktor og bættu jafnt og þétt við forystuna. Jay Threatt stjórnaði leiknum af festu og fann samherja sína í góðum færum. Þegar liðin gengu til hálfleiks, voru gestirnir með þægilegt 16 stiga forskot, 37:53 og fátt sem benti til annars en að stigin tvö færu í rútunni til Stykkishólms. Síðari hálfleikur var í miklu jafnvægi framan af en þó voru Snæfellingar áfram sterkari á svellinu. Þeir bættu hægt og sígandi við forystu sína og þegar þriðja leikhluta lauk, leiddu gestirnir með 23 stiga mun, 58:81. Njarðvíkingar freistuðu þess að hleypa leiknum aðeins upp og skiptu yfir í aggressíva svæðisvörn í upphafi lokaleikhlutans en leikmenn Snæfells höfðu einfaldlega svör við öllum aðgerðum Njarðvíkurliðsins og lönduðu að lokum afar þæglegum sigri, Snæfellingar mættu tilbúnir til leiks í kvöld og leyfðu ungu liði Njarðvíkur aldrei að fá blóðbragð á tennurnar. Liðsheildin var sterkasta vopn Hólmara og allir leikmenn liðsins lögðu sitt á vogarskálarnar. Hasim McQueen var óstöðvandi undir körfunni og Pálmi Sigurgeirsson var seigur að vanda. Vert er að geta frammistöðu Jay Threatt sem spilaði virkilega vel fyrir liðið í vörn og sókn. Njarðvíkingar áttu aldrei möguleika í þessum leik. Stigaskor þeirra var á höndum of fárra leikmanna og ekki bætti það úr sök að menn voru að pirra sig á ágætum dómurum leiksins. Njarðvík hefur sýnt í vetur að þeir eru skeinuhættir þegar þeir detta í gírinn en það gerðist aldrei í kvöld. Ingi Þór: Þessi var fyrir RabbaIngi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells gat leyft sér að brosa í leikslok. „Við byrjuðum þennan leik af krafti og komum vel stemmdir eftir gott jólafrí. Þetta Njarðvíkurlið er gott lið og við bjuggumst ekki við svona stórum sigri hér í kvöld." Ingi var sérstaklega ánægður með liðsheildina í sínu liði í kvöld. „Við erum með fullt af vel spilandi strákum og þetta var ánægjulegt að sjá. Varnarleikurinn var sterkur og þetta er á réttri leið hjá okkur." Ingi var með báðar fætur kyrfilega á jörðinni, þrátt fyrir stórsigurinn. "Við erum ekkert komnir á þann stað sem við viljum vera og höldum bara ótrauðir áfram að leggja hart að okkur til að komast þangað. Þessi sigur var fyrir Rabba okkar, sem liggur í veikindum," sagði Ingi Þór og tileinkaði sigurinn Rafni Jóhannssyni, sérlegum ráðgjafa Snæfellinga. Einar Árni: Við skuldum okkar áhorfendum afsökunarbeiðni.Einar Árni Jóhannsson var mjög ósáttur við sína menn eftir stórtap kvöldsins. „Við skuldum okkar áhorfendum afsökunarbeiðni, það er svo einfalt. Við mætum hérna gjörsamlega á hælunum og verðum undir á öllum sviðum leiksins." Einar gat ekki bent á marga jákvæða punkta í leiknum. „Allt sem við stöndum fyrir, hrynur hér í kvöld. Við erum að fá á okkur einhverjar tæknivillur, 30 stigum undir fyrir eintóman fíflaskap og þetta var einfaldlega ekki boðlegt." Njarðvíkinga bíður hörkuleikur gegn Keflavík í bikarkeppninni eftir 4 daga og Einar ætlar sér að sjálfsögðu sigur í þeim leik. „Við verðum að mæta tilbúnir í það gríðarlega erfiða verkefni og þá eigum við góða möguleika. Svona frammistaða eins og í kvöld er hins vegar ekki í boði." Bein textalýsing visir.isLeik lokið: 70:101 sigur gestanna. Aldrei spurning. Takk í kvöld.4. leikhluti: 66:100. Þetta er niðurlæging hér í Ljónagryfjunni. "Vindlarnir" eru komnir inn á völlinn.4. leikhluti: 58:87. Þetta er búið. Nú verða heimamenn bara að ljúka leiknum með sóma. Menn eru að svekkja sig á dómurum leiksins en þeir eru ekki vandamálið hér í kvöld.4. leikhluti: Njarðvík hefur skipt yfir í svæðisvörn. Eitthvað verða þeir að reyna.3. leikhluta lokið: Staðan orðin 58:81 og gestirnir í vægast sagt þægilegri stöðu. Njarðvík þarf kraftaverk.3. leikhluti: Snæfell er að ná hreðjataki á leiknum. Staðan er 52:73 og fátt sem bendir til þess að Njarðvíkingar fái eitthvað hér í kvöld.3. leikhluti: Tveir spikfeitir þristar frá Snæfellingum (Jón Ólafur og Pálmi) og nú er staðan orðin 45:59. Þetta gerist hratt í körfubolta.3. leikhluti: Njarðvík skorar 6 stig í sömu sókninni eftir villu, tæknivillu og körfu. Staðan er 45:53 og allt annað að sjá heimamenn.3. leikhluti: 39:53. Heimamenn skora fyrstu körfu seinni hálfleiks.Hálfleikur: Asim Mcqueen er með 18 stig og Pálmi Sigurgeirsson með 12 fyrir gestina. Hjá Njarðvíkingum eru það Ágúst Orrason með 13 stig og Marcus Van með 11 stig.Hálfleikur: 37:53. 16 stiga forysta gestanna og heimamenn þurfa að grafa upp einhvern töfraseið í búningsklefanum. Snæfellingar eru að fá framlag frá fleiri leikmönnum en Njarðvíkingar. Átta leikmenn gestanna hafa skorað í leiknum en einungis fimm leikmenn heimamanna.2. leikhluti: 35:49, tvær mínútur eftir af fyrri hálfleik.2. leikhluti: Enn munar 11 stigum á liðunum, 31:42. Hólmarar gefa fá færi á sér og spila skynsamlega.2. leikhluti: Það er gaman að segja frá því að Njarðvíkingurinn Nigel Moore er tvífari Tayshaun Prince hjá Detroit Pistons.2. leikhluti: Það vantar meira framlag frá áðurnefndum Elvari Má. Njarðvík má ekki við því að hann eigi slakan leik gegn jafn sterku liði og Snæfell er.2. leikhluti: Snæfell heldur ágætum tökum á leiknum, 20:31.2. leikhluti: Gamla tröllið, Friðrik Stefánsson, er að berja menn í teignum en heldur hefur hægst á kallinum í sókninni. Staðan 18:261. leikhluta lokið: Staðan 16:24 fyrir gestina. Ömurleg byrjun Njarvíkinga en þeir hafa heldur betur komið sterkir til baka.1. leikhluti: 16:22. Nú eru heimamenn að skríða úr holum sínum og Nigel Moore var að troða einum rosalegum eftir viðstöðulausa sendingu. Húsið er vaknað og nú erum við með leik í höndunum. Leikhlé - Snæfell.1. leikhluti: Staðan er 6:22 fyrir gestina úr Hólminum. Njarðvíkingar eru gjörsamlega ráðvilltir í sókninni og leikmenn fara í felur á ögurstundu.1. leikhluti: 2:17 og fimm mínutur búnar. Hólmarar með tögl og haldir.1. leikhluti: 0:12. Ætla heimamenn ekkert að skora í kvöld?1. leikhluti: 0:8. Heimamenn virka vankaðir og Einar þjálfari tekur strax leikhlé.1. leikhluti: 0:4. Gestirnir byrja af krafti.Fyrir leik: Elvar Már Friðriksson hefur að sama skapi spilað eins og engill fyrir Njarvík í vetur. Þessi snarpi leikstjórnandi hefur skorað 18,3 stig og gefið 4,8 stoðsendingar að meðaltali. Elvar Már þarf ekki að leita langt í genum sínum eftir hæfileikum en faðir hans er hinn ólseigi Friðrik Ragnarsson sem gerði garðinn frægan hér á árum áður.Fyrir leik: Jón Ólafur Jónsson, oftast kallaður "Nonni Mæju", hefur átt frábært tímabil hjá Snæfelli en kappinn hefur skorað 22,9 stig, tekið 7,8 fráköst og er með 59,2% nýtingu í þriggja stiga skotum. Ekki amaleg tölfræði það.Fyrir leik: Hólmarar þurftu hins vegar að lúta í parket fyrir sprækum Þórsurum frá Þorlákshöfn, 92:97Fyrir leik: Njarðvíkingar unnu sætan sigur gegn erkifjendum sínum úr Keflavík í síðasta leik, 91:92.Fyrir leik:Hólmarar hafa unnið 7 leiki af 10 og sitja sem stendur í þriðja sæti deildarinnar með 14 stig. Gestgjafarnir úr Njarðvík eru með 8 stig í sjöunda sætinu, hafa unnið 4 leiki en tapað 6.Fyrir leik: Velkomin í beina textalýsingu á visir.is. Hér verður lýst leik Njarðvíkinga og Snæfells í Dominos-deild karla. Dominos-deild karla Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira
Snæfell komst aftur á sigurbraut í Dominosdeild karla í kvöld með afar öruggum sigri á heimamönnum í Njarðvík. Lokatölur urðu 70:104 fyrir gestina úr Hólminum sem hafa nú unnið 8 leiki af 11 í deildinni. Stigahæstir í liði Snæfells voru þeir Hasim McQueen með 29 stig og Pálmi Sigurgeirsson með 22 stig. Ágúst Orrason skoraði mest fyrir Njarðvík, 17 stig. Leikmenn Njarðvíkinga virtust ennþá vera í jólaboði þegar leikurinn hófst og horfðu furðu lostnir á gestina ná yfirburðarstöðu, 2:17. Heimamenn vöknuðu þá af værum blundi og náðu að keyra upp stemmingu í sínum herbúðum. Glæsileg troðsla Nigel Moore þegar tæpar 3 mínútur lifðu af fyrsta leikhluta, kveikti í áhorfendum og skyndilega voru Njarðvíkingar búnir að minnka muninn í átta stig, 18:24. Annar leikhluti reyndist heimamönnum erfiður, þrátt fyrir að leikstjórnandinn klóki, Elvar Már Friðriksson, fór loksins að láta að sér kveða. Reynslumiklir leikmenn Snæfellinga mölluðu áfram eins og Massey Ferguson traktor og bættu jafnt og þétt við forystuna. Jay Threatt stjórnaði leiknum af festu og fann samherja sína í góðum færum. Þegar liðin gengu til hálfleiks, voru gestirnir með þægilegt 16 stiga forskot, 37:53 og fátt sem benti til annars en að stigin tvö færu í rútunni til Stykkishólms. Síðari hálfleikur var í miklu jafnvægi framan af en þó voru Snæfellingar áfram sterkari á svellinu. Þeir bættu hægt og sígandi við forystu sína og þegar þriðja leikhluta lauk, leiddu gestirnir með 23 stiga mun, 58:81. Njarðvíkingar freistuðu þess að hleypa leiknum aðeins upp og skiptu yfir í aggressíva svæðisvörn í upphafi lokaleikhlutans en leikmenn Snæfells höfðu einfaldlega svör við öllum aðgerðum Njarðvíkurliðsins og lönduðu að lokum afar þæglegum sigri, Snæfellingar mættu tilbúnir til leiks í kvöld og leyfðu ungu liði Njarðvíkur aldrei að fá blóðbragð á tennurnar. Liðsheildin var sterkasta vopn Hólmara og allir leikmenn liðsins lögðu sitt á vogarskálarnar. Hasim McQueen var óstöðvandi undir körfunni og Pálmi Sigurgeirsson var seigur að vanda. Vert er að geta frammistöðu Jay Threatt sem spilaði virkilega vel fyrir liðið í vörn og sókn. Njarðvíkingar áttu aldrei möguleika í þessum leik. Stigaskor þeirra var á höndum of fárra leikmanna og ekki bætti það úr sök að menn voru að pirra sig á ágætum dómurum leiksins. Njarðvík hefur sýnt í vetur að þeir eru skeinuhættir þegar þeir detta í gírinn en það gerðist aldrei í kvöld. Ingi Þór: Þessi var fyrir RabbaIngi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells gat leyft sér að brosa í leikslok. „Við byrjuðum þennan leik af krafti og komum vel stemmdir eftir gott jólafrí. Þetta Njarðvíkurlið er gott lið og við bjuggumst ekki við svona stórum sigri hér í kvöld." Ingi var sérstaklega ánægður með liðsheildina í sínu liði í kvöld. „Við erum með fullt af vel spilandi strákum og þetta var ánægjulegt að sjá. Varnarleikurinn var sterkur og þetta er á réttri leið hjá okkur." Ingi var með báðar fætur kyrfilega á jörðinni, þrátt fyrir stórsigurinn. "Við erum ekkert komnir á þann stað sem við viljum vera og höldum bara ótrauðir áfram að leggja hart að okkur til að komast þangað. Þessi sigur var fyrir Rabba okkar, sem liggur í veikindum," sagði Ingi Þór og tileinkaði sigurinn Rafni Jóhannssyni, sérlegum ráðgjafa Snæfellinga. Einar Árni: Við skuldum okkar áhorfendum afsökunarbeiðni.Einar Árni Jóhannsson var mjög ósáttur við sína menn eftir stórtap kvöldsins. „Við skuldum okkar áhorfendum afsökunarbeiðni, það er svo einfalt. Við mætum hérna gjörsamlega á hælunum og verðum undir á öllum sviðum leiksins." Einar gat ekki bent á marga jákvæða punkta í leiknum. „Allt sem við stöndum fyrir, hrynur hér í kvöld. Við erum að fá á okkur einhverjar tæknivillur, 30 stigum undir fyrir eintóman fíflaskap og þetta var einfaldlega ekki boðlegt." Njarðvíkinga bíður hörkuleikur gegn Keflavík í bikarkeppninni eftir 4 daga og Einar ætlar sér að sjálfsögðu sigur í þeim leik. „Við verðum að mæta tilbúnir í það gríðarlega erfiða verkefni og þá eigum við góða möguleika. Svona frammistaða eins og í kvöld er hins vegar ekki í boði." Bein textalýsing visir.isLeik lokið: 70:101 sigur gestanna. Aldrei spurning. Takk í kvöld.4. leikhluti: 66:100. Þetta er niðurlæging hér í Ljónagryfjunni. "Vindlarnir" eru komnir inn á völlinn.4. leikhluti: 58:87. Þetta er búið. Nú verða heimamenn bara að ljúka leiknum með sóma. Menn eru að svekkja sig á dómurum leiksins en þeir eru ekki vandamálið hér í kvöld.4. leikhluti: Njarðvík hefur skipt yfir í svæðisvörn. Eitthvað verða þeir að reyna.3. leikhluta lokið: Staðan orðin 58:81 og gestirnir í vægast sagt þægilegri stöðu. Njarðvík þarf kraftaverk.3. leikhluti: Snæfell er að ná hreðjataki á leiknum. Staðan er 52:73 og fátt sem bendir til þess að Njarðvíkingar fái eitthvað hér í kvöld.3. leikhluti: Tveir spikfeitir þristar frá Snæfellingum (Jón Ólafur og Pálmi) og nú er staðan orðin 45:59. Þetta gerist hratt í körfubolta.3. leikhluti: Njarðvík skorar 6 stig í sömu sókninni eftir villu, tæknivillu og körfu. Staðan er 45:53 og allt annað að sjá heimamenn.3. leikhluti: 39:53. Heimamenn skora fyrstu körfu seinni hálfleiks.Hálfleikur: Asim Mcqueen er með 18 stig og Pálmi Sigurgeirsson með 12 fyrir gestina. Hjá Njarðvíkingum eru það Ágúst Orrason með 13 stig og Marcus Van með 11 stig.Hálfleikur: 37:53. 16 stiga forysta gestanna og heimamenn þurfa að grafa upp einhvern töfraseið í búningsklefanum. Snæfellingar eru að fá framlag frá fleiri leikmönnum en Njarðvíkingar. Átta leikmenn gestanna hafa skorað í leiknum en einungis fimm leikmenn heimamanna.2. leikhluti: 35:49, tvær mínútur eftir af fyrri hálfleik.2. leikhluti: Enn munar 11 stigum á liðunum, 31:42. Hólmarar gefa fá færi á sér og spila skynsamlega.2. leikhluti: Það er gaman að segja frá því að Njarðvíkingurinn Nigel Moore er tvífari Tayshaun Prince hjá Detroit Pistons.2. leikhluti: Það vantar meira framlag frá áðurnefndum Elvari Má. Njarðvík má ekki við því að hann eigi slakan leik gegn jafn sterku liði og Snæfell er.2. leikhluti: Snæfell heldur ágætum tökum á leiknum, 20:31.2. leikhluti: Gamla tröllið, Friðrik Stefánsson, er að berja menn í teignum en heldur hefur hægst á kallinum í sókninni. Staðan 18:261. leikhluta lokið: Staðan 16:24 fyrir gestina. Ömurleg byrjun Njarvíkinga en þeir hafa heldur betur komið sterkir til baka.1. leikhluti: 16:22. Nú eru heimamenn að skríða úr holum sínum og Nigel Moore var að troða einum rosalegum eftir viðstöðulausa sendingu. Húsið er vaknað og nú erum við með leik í höndunum. Leikhlé - Snæfell.1. leikhluti: Staðan er 6:22 fyrir gestina úr Hólminum. Njarðvíkingar eru gjörsamlega ráðvilltir í sókninni og leikmenn fara í felur á ögurstundu.1. leikhluti: 2:17 og fimm mínutur búnar. Hólmarar með tögl og haldir.1. leikhluti: 0:12. Ætla heimamenn ekkert að skora í kvöld?1. leikhluti: 0:8. Heimamenn virka vankaðir og Einar þjálfari tekur strax leikhlé.1. leikhluti: 0:4. Gestirnir byrja af krafti.Fyrir leik: Elvar Már Friðriksson hefur að sama skapi spilað eins og engill fyrir Njarvík í vetur. Þessi snarpi leikstjórnandi hefur skorað 18,3 stig og gefið 4,8 stoðsendingar að meðaltali. Elvar Már þarf ekki að leita langt í genum sínum eftir hæfileikum en faðir hans er hinn ólseigi Friðrik Ragnarsson sem gerði garðinn frægan hér á árum áður.Fyrir leik: Jón Ólafur Jónsson, oftast kallaður "Nonni Mæju", hefur átt frábært tímabil hjá Snæfelli en kappinn hefur skorað 22,9 stig, tekið 7,8 fráköst og er með 59,2% nýtingu í þriggja stiga skotum. Ekki amaleg tölfræði það.Fyrir leik: Hólmarar þurftu hins vegar að lúta í parket fyrir sprækum Þórsurum frá Þorlákshöfn, 92:97Fyrir leik: Njarðvíkingar unnu sætan sigur gegn erkifjendum sínum úr Keflavík í síðasta leik, 91:92.Fyrir leik:Hólmarar hafa unnið 7 leiki af 10 og sitja sem stendur í þriðja sæti deildarinnar með 14 stig. Gestgjafarnir úr Njarðvík eru með 8 stig í sjöunda sætinu, hafa unnið 4 leiki en tapað 6.Fyrir leik: Velkomin í beina textalýsingu á visir.is. Hér verður lýst leik Njarðvíkinga og Snæfells í Dominos-deild karla.
Dominos-deild karla Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira