Forstjóri Google: "Vörur Facebook eru lélegar“ 18. janúar 2013 14:42 Larry Page, forstjóri Google. MYND/AFP Larry Page, forstjóri og annar stofnenda tæknirisans Google, segir að stjórnendur samskiptasíðunnar Facebook hafi staðið sig afar illa við þróun vefsíðunnar síðustu misseri. Page lét ummælin falla í viðtali við bandarísku tæknifréttasíðuna Wired, stuttu áður en Facebook opinberaði endurbætta leitarþjónustu sína. Með breytingunum sækir Facebook nú á markað Google. Page sagðist ekki vera hræddur við samkeppni frá Facebook. Þvert á móti sé það rétt þróun að samskiptasíðan leiti á þessi mið. „Ég kýs að hugsa ekki um málið þannig. Við hjá Google höfum átt í verulegum vandræðum með að skilgreina það hvernig notendur okkar deila persónulegum upplýsingum sínum, hvernig þeir kjósa að tjá sig á veraldarvefnum. Facebook hefur gert vel á þeim vettvangi. En þeir hafa engu að síður skilað af sér afar lélegri vöru," sagði Page. „Forsenda árangurs Google er ekki sú að öðru fyrirtæki mistakist. Við bjóðum einfaldlega upp á eitthvað allt annað og meira." Árangurssaga hins 39 ára gamla Larry Page er með ólíkindum. Hann stofnaði Google árið 1998 ásamt Sergey Brin en þeir voru þá nemendur við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum. Á skömmum tíma varð Google eitt áhrifamesta tæknifyrirtæki veraldar. Í viðtalinu ræddi Page stuttlega um framtíðarhorfur Google. Hann lýsti því yfir að ómögulegt væri að gera ráð fyrir stigvaxandi vexti fyrirtækisins. „Stighækkandi þróun er úrelt," sagði Page. „Þá sérstaklega þegar litið er til tæknigeirans þar sem öruggt er að þróunin verður ekki fyrirsjáanleg." Þá fagnaði Page velgengni Android-stýrikerfisins. Hann minntist þess þegar Steve Jobs heitinn, fyrrverandi forstjóri Apple, sagðist ætla að fara í kjarnorkustríð gegn Android. „Og hversu vel hefur það stríð gengið?" svaraði Page. Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Larry Page, forstjóri og annar stofnenda tæknirisans Google, segir að stjórnendur samskiptasíðunnar Facebook hafi staðið sig afar illa við þróun vefsíðunnar síðustu misseri. Page lét ummælin falla í viðtali við bandarísku tæknifréttasíðuna Wired, stuttu áður en Facebook opinberaði endurbætta leitarþjónustu sína. Með breytingunum sækir Facebook nú á markað Google. Page sagðist ekki vera hræddur við samkeppni frá Facebook. Þvert á móti sé það rétt þróun að samskiptasíðan leiti á þessi mið. „Ég kýs að hugsa ekki um málið þannig. Við hjá Google höfum átt í verulegum vandræðum með að skilgreina það hvernig notendur okkar deila persónulegum upplýsingum sínum, hvernig þeir kjósa að tjá sig á veraldarvefnum. Facebook hefur gert vel á þeim vettvangi. En þeir hafa engu að síður skilað af sér afar lélegri vöru," sagði Page. „Forsenda árangurs Google er ekki sú að öðru fyrirtæki mistakist. Við bjóðum einfaldlega upp á eitthvað allt annað og meira." Árangurssaga hins 39 ára gamla Larry Page er með ólíkindum. Hann stofnaði Google árið 1998 ásamt Sergey Brin en þeir voru þá nemendur við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum. Á skömmum tíma varð Google eitt áhrifamesta tæknifyrirtæki veraldar. Í viðtalinu ræddi Page stuttlega um framtíðarhorfur Google. Hann lýsti því yfir að ómögulegt væri að gera ráð fyrir stigvaxandi vexti fyrirtækisins. „Stighækkandi þróun er úrelt," sagði Page. „Þá sérstaklega þegar litið er til tæknigeirans þar sem öruggt er að þróunin verður ekki fyrirsjáanleg." Þá fagnaði Page velgengni Android-stýrikerfisins. Hann minntist þess þegar Steve Jobs heitinn, fyrrverandi forstjóri Apple, sagðist ætla að fara í kjarnorkustríð gegn Android. „Og hversu vel hefur það stríð gengið?" svaraði Page.
Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira