Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 107 - 103 Kristinn Páll Teitsson í Toyota-höllinni skrifar 17. janúar 2013 18:45 Mynd/Valli Keflvíkingar unnu í kvöld sigur í háspennuleik gegn Stjörnunni í Dominos deild karla. Leikurinn var jafn og spennandi allt fram að lokasekúndum leiksins þegar lokatilraun gestanna geigaði og tryggði Keflvíkingum sigurinn. Bæði liðin hafa unnið fyrstu leiki sína á þessu ári. Fyrir leikinn sátu Keflvíkingar í 6. sæti, fjórum stigum frá efstu fjóru liðunum og með sigri gátu þeir saxað á tvö lið í ljósi viðureignar Snæfells og Grindavíkur. Stjörnuliðið sat í 4. sæti fyrir leiki kvöldsins, jafnir efstu liðunum að stigum. Keflvíkingar byrjuðu leikinn betur og spiluðu flotta vörn fyrstu mínúturnar og höfðu yfirhöndina fyrstu mínúturnar. Fljótlega tóku leikmenn Stjörnunnar hinsvegar við sér og náðu forskotinu sem þeir juku sífellt eftir því sem leið á leikhlutann. Góður sprettur Stjörnunnar gaf þeim 7 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta í stöðunni 25-18. Það sama var upp á teningunum fyrstu mínútur annars leikhluta og náðu leikmenn Stjörnunnar mest 12 marka forskoti í stöðunni 28-40. Þá tók Sigurður Ingimundarsson, þjálfari Keflvíkinga leikhlé og endurskipulagði leik sinna manna. Allt annað var að sjá til Keflavíkurliðsins eftir leikhléið, vörnin varð mun virkari og náðu þeir að minnka forskotið niður í 2 stig rétt fyrir lok hálfleiksins í stöðunni 47-49. Liðin skiptust á forskotinu í þriðja leikhluta, bæði liðin náðu litlum forskotum en náðu aldrei að byggja ofan á stutta spretti. Magnús Gunnarsson tryggði hinsvegar eins stigs forskot Keflvíkinga með þrist rétt fyrir lok leikhlutans og fóru Keflvíkingar með eins stigs forskot inn í fjórða leikhluta, 79-78. Stemmingin í fjórða leikhluta var rafmögnuð og mátti halda að úrslitakeppnin væri komin um tíma. Liðin skiptust á forskotinu og mátti sjá að þessi leikur skipti þá gríðarlegu máli. Keflvíkingar náðu forskotinu þegar tæplega mínúta var eftir og náðu að halda í það þrátt fyrir að leikmenn Stjörnunar hafi fengið ágætis færi og unnu að lokum fjögurra stiga sigur, 107-103. Michael Crain átti stórleik í lið Keflavíkur með 29 stig/17 fráköst og bætti Billy Baptist við tvöfaldri tvennu með 25 stig/12 fráköst. Í liði Stjörnunnar var Marvin Valdimarsson með 25 stig og auk þess sem Brian Mills átti góðann leik með 19 stigum ásamt því að taka 11 fráköst.Keflavík: Michael Craion 29/17 fráköst, Darrel Lewis 25, Billy Baptist 25/12 fráköst, Magnús Gunnarsson 17, Valur Valsson 8/10 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 3.Stjarnan: Marvin Valdimarsson 25, Jarrid Frye 24, Brian Mills 19/11 fráköst, Justin Shouse 17, Jovan Zdravevski 12, Dagur Jónsson 2, Daði Jónsson 2, Fannar Freyr Helgason 2.Leik lokið: Keflvíkingar ná að vinna gríðarlega mikilvægann sigur. 4. Leikhluti: Keflvíkingar halda þriggja stiga forskoti, bæði lið settu niður tvö víti. Aðeins fimm sekúndur eftir á klukkunni og hafa leikmenn Stjörnunnar ekki úr miklu að velja, næsta skot verður að vera þristur og hann verður að detta. 4. Leikhluti: Keflvíkingar komnir með þriggja stiga forskot, 104-101 þegar 13 sekúndur eru eftir á klukkunni. Leikmenn Stjörnunnar fengu flott tækifæri áðan til að ná forskotinu en náðu ekki skoti og þurftu að brjóta á leikmanni Keflavíkur sem setti niður bæði vítin. Fáum við framlengingu? 4. Leikhluti: Keflvíkingar komnir með forskotið, staðan er 102-101 og þeir eru með boltann þegar 52 sekúndur eru eftir á klukkunni.4. Leikhluti: 1.23 eftir á klukkuni þegar Keflavík tekur leikhlé. Munurinn er eitt stig en Keflvíkingar eru með boltann og hafaennþá nægan tíma. 4. Leikhluti: Jarrid Frye með rándýra körfu, leikur framhjá öllum Keflvíkingum og nær að rúlla boltanum inn þrátt fyrir að það sé brotið á honum. Fer á vítalínuna og það steinliggur. 99-96 fyrir Stjörnuna.4. Leikhluti: Gestirnir að jafna leikinn þegar 4. mínútur og 17 sekúndur eru eftir á klukkunni í stöðunni 94-94. Við gætum fengið æsispennandi lokamínútur hér í Keflavík. 4. Leikhluti: Keflvíkingar á flottu skriði, ná sjö stiga forskoti þegar rúmlega sjö mínútur eru eftir í stöðunni 89-82 fyrir Keflavík.3. Leikhluta lokið: Magnús Gunnarsson stelur forskotinu rétt fyrir lok þriðja leikhluta. Eftir að liðin höfðu skipst á forystunni út leikhlutann setti Magnús niður þrist og Keflvíkingar fara með 1 stigs forskot inn í fjórða leikhluta. Staðan er Keflavík 79 - 78 Stjarnan.3. Leikhluti: Allt annað að sjá til Keflavíkurliðsins miðað við spilamennsku liðsins á köflum í fyrri. Gestirnir halda þó forskotinu, staðan er 72-76 fyrir gestina.3. Leikhluti: Keflvíkingar byrja leikhlutann vel, ná stiga forskoti í stöðunni 58-54 en Justin Shouse setur niður þrist sem minnkar strax muninn.2. Leikhluta lokið: Góður sprettur hjá Keflvíkingum rétt fyrir lok hálfleiksins sem saxaði muninn niður í 2 stig. Keflavík 47 - 49 Stjarnan. 2. Leikhluti: Tvær mínútur eftir af öðrum leikhluta og munurinn enn sjö stig. Keflavík 40 - 47 Stjarnan. 2. Leikhluti: Billy Baptist vekur stuðningsmenn Keflavíkur til lífsins með hressilegri keyrslu inn að körfu og góðri troðslu. Stelur svo boltanum í næstu sókn, skorar og fær villuna í þokkabót. Keflavík 35 - 42 Stjarnan 2. Leikhluti: Annað leikhlé Keflavíkur, gestirnir eru smátt og smátt að auka forskotið og er staðan Keflavík 28-40 Stjarnan. 2. Leikhluti: Magnús Gunnarsson, leikmaður Keflvíkinga kominn með þrjár villur þegar aðeins tvær mínútur eru búnar af öðrum leikhluta. Hann ætlar hinsvegar að spila áfram. Keflavík 25 - 32 Stjarnan.1. Leikhluta lokið: Stjarnan lýkur leikhlutanum á góðum kafla og nær 7 stiga forskoti eftir fyrsta leikhluta. Keflavík 18 - 25 Stjarnan. 1. Leikhluti: Bekkurinn hjá Keflvíkingum ósáttur með körfu Stjörnunnar, vildu meina að boltinn hefði farið í skotklukkuna. 21-18 fyrir Stjörnuna.1. Leikhluti: Stjarnan með fínann sprett, ná að jafna metin í 8-8 og Keflvíkingar taka leikhlé.1. Leikhluti: Keflvíkingar byrja leikinn vel, ná 8-2 forskoti.Leikurinn hafinn!Fyrir leik: Þessi lið mættust í 8-liða úrslitum í fyrra þar sem gestirnir úr Garðabænum höfðu 2-1 sigur. Garðbæingar unnu einnig fyrsta leik liðanna á þessu tímabili örugglega með 18 stiga mun. Allir sigrarnir í þessum viðureignum komu frá heimaliðum og spurning hvort Keflvíkingar haldi því áfram eða hvort Stjörnumenn nái að snúa blaðinu við.Fyrir leik: Bæði lið áttu fulltrúa sem voru valdir í úrvalslið fyrri umferðar Dominosdeildarinnar, Justin Shouse í Stjörnunni og Darrel Lewis í Keflavík.Fyrir leik: Stjarnan er ásamt þremur öðrum liðum með 18 stig á toppi deildarinnar. Þeir sitja hinsvegar í fjórða sæti vegna innbyrðisviðureigna toppliðanna. Keflvíkingar sitja í 6. sæti, 4 stigum á eftir toppliðunum en geta brúað bilið í kvöld með sigri í kvöld.Fyrir leik: Velkomin í beina textalýsingu frá leik Keflavíkur og Stjörnunnar í Dominos deild karla. Sigurður: Styrkleikamerki að vinna þessa leiki„Þetta var mjög mikilvægur sigur, við höldum okkur í efri hlutanum með þessu. Hefðum við tapað væri áframhaldið erfitt," sagði Sigurður Ingimundarsson, þjálfari Keflavíkur eftir leikinn. „Við vorum að spila á móti frábæru liði, fyrir hver mistök refsa þeir svakalega. Þú verður að spila einbeittur í 40 mínútur gegn Stjörnunni." Keflvíkingar hafa unnið alla fjóra leikina á nýja árinu og söxuðu á bæði Snæfell og Stjörnuna með sigrinum. „Við erum að spila nokkuð vel núna og ekki veitir af. Það er fullt af góðum liðum í þessari deild og maður verður að vera á tánum og eiga toppleik í hverri umferð til að eiga möguleika á sigri," „Hver sigur eða tap getur fært mann um nokkur sæti og það er eitthvað sem fáir vilja lenda í. Deildin er gríðarlega jöfn og spennandi þetta árið." „Þessi sigur verður gott veganesti í næsta leik gegn KR en það er vika í hann og þetta hjálpar okkur ekkert þar." Leikurinn var spennandi allt fram á síðustu sekúndurnar og var stemmingin rafmögnuð í húsinu. „Það er styrkleikamerki að vinna svona leiki," sagði Sigurður að lokum. Teitur: Góður körfuboltaleikur„Það er alltaf svekkjandi að tapa. Þetta var hörkuleikur milli tveggja liða og leikurinn var mjög kaflaskiptur," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Þetta hafðist ekki hjá okkur í dag, við vorum í vandræðum varnarlega sérstaklega þar sem Craion var að fara illa með okkur." Sóknarleikur Stjörnunnar var góður í dag en varnarleikurinn var kaflaskiptur. „Við náum góðum kafla í fyrri hálfleik sem þeir ná þó að vinna upp rétt fyrir hálfleik. Bæði liðin spiluðu vel í kvöld og áttu flotta spretti en við þurfum að taka til í varnarleiknum okkar. Það er of mikið að fá á sig 107 stig. Við leyfðum þeim oft að rífa boltana úr höndunum á okkur." „Við erum að skora allskonar körfur, náðum mikið af lay-upum og Keflvíkingar voru að gera það sama í kvöld." „Mér fannst þetta góður körfuboltaleikur miðað við síðustu leiki sem ég hef séð. Þessi lið verða í toppbaráttunni í vetur," Þetta var fyrsti tapleikur Stjörnunnar á árinu og Teitur var viss um hvað þyrfti að laga fyrir næsta leik. „Við verðum að gera betur í varnarleiknum á fimmtudaginn. Næstu vikur verða mjög spennandi, við eigum hörku prógram framundan," sagði Teitur. Dominos-deild karla Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina á næsta ári Íslenski boltinn Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira
Keflvíkingar unnu í kvöld sigur í háspennuleik gegn Stjörnunni í Dominos deild karla. Leikurinn var jafn og spennandi allt fram að lokasekúndum leiksins þegar lokatilraun gestanna geigaði og tryggði Keflvíkingum sigurinn. Bæði liðin hafa unnið fyrstu leiki sína á þessu ári. Fyrir leikinn sátu Keflvíkingar í 6. sæti, fjórum stigum frá efstu fjóru liðunum og með sigri gátu þeir saxað á tvö lið í ljósi viðureignar Snæfells og Grindavíkur. Stjörnuliðið sat í 4. sæti fyrir leiki kvöldsins, jafnir efstu liðunum að stigum. Keflvíkingar byrjuðu leikinn betur og spiluðu flotta vörn fyrstu mínúturnar og höfðu yfirhöndina fyrstu mínúturnar. Fljótlega tóku leikmenn Stjörnunnar hinsvegar við sér og náðu forskotinu sem þeir juku sífellt eftir því sem leið á leikhlutann. Góður sprettur Stjörnunnar gaf þeim 7 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta í stöðunni 25-18. Það sama var upp á teningunum fyrstu mínútur annars leikhluta og náðu leikmenn Stjörnunnar mest 12 marka forskoti í stöðunni 28-40. Þá tók Sigurður Ingimundarsson, þjálfari Keflvíkinga leikhlé og endurskipulagði leik sinna manna. Allt annað var að sjá til Keflavíkurliðsins eftir leikhléið, vörnin varð mun virkari og náðu þeir að minnka forskotið niður í 2 stig rétt fyrir lok hálfleiksins í stöðunni 47-49. Liðin skiptust á forskotinu í þriðja leikhluta, bæði liðin náðu litlum forskotum en náðu aldrei að byggja ofan á stutta spretti. Magnús Gunnarsson tryggði hinsvegar eins stigs forskot Keflvíkinga með þrist rétt fyrir lok leikhlutans og fóru Keflvíkingar með eins stigs forskot inn í fjórða leikhluta, 79-78. Stemmingin í fjórða leikhluta var rafmögnuð og mátti halda að úrslitakeppnin væri komin um tíma. Liðin skiptust á forskotinu og mátti sjá að þessi leikur skipti þá gríðarlegu máli. Keflvíkingar náðu forskotinu þegar tæplega mínúta var eftir og náðu að halda í það þrátt fyrir að leikmenn Stjörnunar hafi fengið ágætis færi og unnu að lokum fjögurra stiga sigur, 107-103. Michael Crain átti stórleik í lið Keflavíkur með 29 stig/17 fráköst og bætti Billy Baptist við tvöfaldri tvennu með 25 stig/12 fráköst. Í liði Stjörnunnar var Marvin Valdimarsson með 25 stig og auk þess sem Brian Mills átti góðann leik með 19 stigum ásamt því að taka 11 fráköst.Keflavík: Michael Craion 29/17 fráköst, Darrel Lewis 25, Billy Baptist 25/12 fráköst, Magnús Gunnarsson 17, Valur Valsson 8/10 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 3.Stjarnan: Marvin Valdimarsson 25, Jarrid Frye 24, Brian Mills 19/11 fráköst, Justin Shouse 17, Jovan Zdravevski 12, Dagur Jónsson 2, Daði Jónsson 2, Fannar Freyr Helgason 2.Leik lokið: Keflvíkingar ná að vinna gríðarlega mikilvægann sigur. 4. Leikhluti: Keflvíkingar halda þriggja stiga forskoti, bæði lið settu niður tvö víti. Aðeins fimm sekúndur eftir á klukkunni og hafa leikmenn Stjörnunnar ekki úr miklu að velja, næsta skot verður að vera þristur og hann verður að detta. 4. Leikhluti: Keflvíkingar komnir með þriggja stiga forskot, 104-101 þegar 13 sekúndur eru eftir á klukkunni. Leikmenn Stjörnunnar fengu flott tækifæri áðan til að ná forskotinu en náðu ekki skoti og þurftu að brjóta á leikmanni Keflavíkur sem setti niður bæði vítin. Fáum við framlengingu? 4. Leikhluti: Keflvíkingar komnir með forskotið, staðan er 102-101 og þeir eru með boltann þegar 52 sekúndur eru eftir á klukkunni.4. Leikhluti: 1.23 eftir á klukkuni þegar Keflavík tekur leikhlé. Munurinn er eitt stig en Keflvíkingar eru með boltann og hafaennþá nægan tíma. 4. Leikhluti: Jarrid Frye með rándýra körfu, leikur framhjá öllum Keflvíkingum og nær að rúlla boltanum inn þrátt fyrir að það sé brotið á honum. Fer á vítalínuna og það steinliggur. 99-96 fyrir Stjörnuna.4. Leikhluti: Gestirnir að jafna leikinn þegar 4. mínútur og 17 sekúndur eru eftir á klukkunni í stöðunni 94-94. Við gætum fengið æsispennandi lokamínútur hér í Keflavík. 4. Leikhluti: Keflvíkingar á flottu skriði, ná sjö stiga forskoti þegar rúmlega sjö mínútur eru eftir í stöðunni 89-82 fyrir Keflavík.3. Leikhluta lokið: Magnús Gunnarsson stelur forskotinu rétt fyrir lok þriðja leikhluta. Eftir að liðin höfðu skipst á forystunni út leikhlutann setti Magnús niður þrist og Keflvíkingar fara með 1 stigs forskot inn í fjórða leikhluta. Staðan er Keflavík 79 - 78 Stjarnan.3. Leikhluti: Allt annað að sjá til Keflavíkurliðsins miðað við spilamennsku liðsins á köflum í fyrri. Gestirnir halda þó forskotinu, staðan er 72-76 fyrir gestina.3. Leikhluti: Keflvíkingar byrja leikhlutann vel, ná stiga forskoti í stöðunni 58-54 en Justin Shouse setur niður þrist sem minnkar strax muninn.2. Leikhluta lokið: Góður sprettur hjá Keflvíkingum rétt fyrir lok hálfleiksins sem saxaði muninn niður í 2 stig. Keflavík 47 - 49 Stjarnan. 2. Leikhluti: Tvær mínútur eftir af öðrum leikhluta og munurinn enn sjö stig. Keflavík 40 - 47 Stjarnan. 2. Leikhluti: Billy Baptist vekur stuðningsmenn Keflavíkur til lífsins með hressilegri keyrslu inn að körfu og góðri troðslu. Stelur svo boltanum í næstu sókn, skorar og fær villuna í þokkabót. Keflavík 35 - 42 Stjarnan 2. Leikhluti: Annað leikhlé Keflavíkur, gestirnir eru smátt og smátt að auka forskotið og er staðan Keflavík 28-40 Stjarnan. 2. Leikhluti: Magnús Gunnarsson, leikmaður Keflvíkinga kominn með þrjár villur þegar aðeins tvær mínútur eru búnar af öðrum leikhluta. Hann ætlar hinsvegar að spila áfram. Keflavík 25 - 32 Stjarnan.1. Leikhluta lokið: Stjarnan lýkur leikhlutanum á góðum kafla og nær 7 stiga forskoti eftir fyrsta leikhluta. Keflavík 18 - 25 Stjarnan. 1. Leikhluti: Bekkurinn hjá Keflvíkingum ósáttur með körfu Stjörnunnar, vildu meina að boltinn hefði farið í skotklukkuna. 21-18 fyrir Stjörnuna.1. Leikhluti: Stjarnan með fínann sprett, ná að jafna metin í 8-8 og Keflvíkingar taka leikhlé.1. Leikhluti: Keflvíkingar byrja leikinn vel, ná 8-2 forskoti.Leikurinn hafinn!Fyrir leik: Þessi lið mættust í 8-liða úrslitum í fyrra þar sem gestirnir úr Garðabænum höfðu 2-1 sigur. Garðbæingar unnu einnig fyrsta leik liðanna á þessu tímabili örugglega með 18 stiga mun. Allir sigrarnir í þessum viðureignum komu frá heimaliðum og spurning hvort Keflvíkingar haldi því áfram eða hvort Stjörnumenn nái að snúa blaðinu við.Fyrir leik: Bæði lið áttu fulltrúa sem voru valdir í úrvalslið fyrri umferðar Dominosdeildarinnar, Justin Shouse í Stjörnunni og Darrel Lewis í Keflavík.Fyrir leik: Stjarnan er ásamt þremur öðrum liðum með 18 stig á toppi deildarinnar. Þeir sitja hinsvegar í fjórða sæti vegna innbyrðisviðureigna toppliðanna. Keflvíkingar sitja í 6. sæti, 4 stigum á eftir toppliðunum en geta brúað bilið í kvöld með sigri í kvöld.Fyrir leik: Velkomin í beina textalýsingu frá leik Keflavíkur og Stjörnunnar í Dominos deild karla. Sigurður: Styrkleikamerki að vinna þessa leiki„Þetta var mjög mikilvægur sigur, við höldum okkur í efri hlutanum með þessu. Hefðum við tapað væri áframhaldið erfitt," sagði Sigurður Ingimundarsson, þjálfari Keflavíkur eftir leikinn. „Við vorum að spila á móti frábæru liði, fyrir hver mistök refsa þeir svakalega. Þú verður að spila einbeittur í 40 mínútur gegn Stjörnunni." Keflvíkingar hafa unnið alla fjóra leikina á nýja árinu og söxuðu á bæði Snæfell og Stjörnuna með sigrinum. „Við erum að spila nokkuð vel núna og ekki veitir af. Það er fullt af góðum liðum í þessari deild og maður verður að vera á tánum og eiga toppleik í hverri umferð til að eiga möguleika á sigri," „Hver sigur eða tap getur fært mann um nokkur sæti og það er eitthvað sem fáir vilja lenda í. Deildin er gríðarlega jöfn og spennandi þetta árið." „Þessi sigur verður gott veganesti í næsta leik gegn KR en það er vika í hann og þetta hjálpar okkur ekkert þar." Leikurinn var spennandi allt fram á síðustu sekúndurnar og var stemmingin rafmögnuð í húsinu. „Það er styrkleikamerki að vinna svona leiki," sagði Sigurður að lokum. Teitur: Góður körfuboltaleikur„Það er alltaf svekkjandi að tapa. Þetta var hörkuleikur milli tveggja liða og leikurinn var mjög kaflaskiptur," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Þetta hafðist ekki hjá okkur í dag, við vorum í vandræðum varnarlega sérstaklega þar sem Craion var að fara illa með okkur." Sóknarleikur Stjörnunnar var góður í dag en varnarleikurinn var kaflaskiptur. „Við náum góðum kafla í fyrri hálfleik sem þeir ná þó að vinna upp rétt fyrir hálfleik. Bæði liðin spiluðu vel í kvöld og áttu flotta spretti en við þurfum að taka til í varnarleiknum okkar. Það er of mikið að fá á sig 107 stig. Við leyfðum þeim oft að rífa boltana úr höndunum á okkur." „Við erum að skora allskonar körfur, náðum mikið af lay-upum og Keflvíkingar voru að gera það sama í kvöld." „Mér fannst þetta góður körfuboltaleikur miðað við síðustu leiki sem ég hef séð. Þessi lið verða í toppbaráttunni í vetur," Þetta var fyrsti tapleikur Stjörnunnar á árinu og Teitur var viss um hvað þyrfti að laga fyrir næsta leik. „Við verðum að gera betur í varnarleiknum á fimmtudaginn. Næstu vikur verða mjög spennandi, við eigum hörku prógram framundan," sagði Teitur.
Dominos-deild karla Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina á næsta ári Íslenski boltinn Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira