Erlent

Gengið til stuðnings auknu skotvopnaeftirliti

Göngufólkið var með græna og hvíta trefla en um einkennisliti Sandy Hook skólans er að ræða.
Göngufólkið var með græna og hvíta trefla en um einkennisliti Sandy Hook skólans er að ræða. Nordicphotos/AFP

Íbúar úr Newtown í Connecticut voru á meðal um eitt þúsund manns í göngu til stuðnings strangari skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum.

„Við lifum á erfiðum tímum. Margir vilja fá breytingar fram. Newtown vill að sín verði minnst fyrir sinn hlut í þeim jákvæðu breytingum að draga úr slysum af völdum skotvopna," sagði Dave Ackert tveggja barna faðir frá Newtown.

26, þar af 20 börn, létu lífið í skotárás í Sandy Hook grunnskólanum í Newtown þann 14. desember síðastliðinn. Stuðningsgangan fór fram í Washington DC og var gengið frá þinghúsinu og að Washington-minnismerkinu.

Göngufólk vonast til þess að gangan verði fyrsti af mörgum atburðum vestanhafs til stuðnings breytti skotvopnalöggjöf.

Frá göngunni. Þinghúsið í baksýn.Nordicphotos/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×