Vitni að upphafi eldgossins - sáu jörðina rifna upp Kristján Már Unnarsson skrifar 20. janúar 2013 11:30 Ólafur Gränz lýsir einstakri lífsreynslu á Stöð 2 í kvöld. Hann var ásamt Hjálmari Guðnasyni á göngu austur á Heimaey þegar jörðin rifnaði upp fyrir framan þá. Mynd/Baldur Hrafnkell Jónsson. Vestmannaeyingarnir Hjálmar Guðnason og Ólafur Gränz urðu þann 23. janúar árið 1973 vitni að því þegar gossprungan opnaðist austast á Heimaey og stóðu þeir aðeins um 200 metra frá jarðeldinum. Eftir því sem best er vitað eru þeir einu Íslendingarnir sem séð hafa upphaf eldgoss svo nærri upptökunum. Hjálmar lést fyrir sjö árum en í blaðaviðtali fyrir tíu árum lýstu þeir saman þessari einstöku lífsreynslu sinni. Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, strax að loknum fréttum, lýsir Ólafur upphafi eldgossins í fyrsta sinn í sjónvarpsviðtali og hvernig það bar til að Hjálmar vinur hans hringdi eftir langan vinnudag og bað hann að koma með sér í göngutúr um nóttina. Þeir áttu trillu saman og ætluðu í bryggjulabb og síðan austur að Urðavita. Á leiðinni mættu þeir kunningja sínum, öðrum trillukarli, og spjölluðu við hann nokkra stund. Þessi töf gæti hafa bjargað lífi þeirra því þeir voru komnir á móts við Kirkjubæina þegar gosið hófst skyndilega. „Allt í einu, eins og hendi sé veifað, þá rifnar bara jörðin fyrir framan okkur," segir Ólafur Gränz í viðtalinu. Ef þeir hefðu ekki tafist telur Ólafur að þeir hefðu annaðhvort verið komnir að Urðavita, og þá lent handan sprungunnar, eða hugsanlega staðið klofvega ofan á henni, og þá ekki verið til frásagnar. Lýsing Ólafs á upphafi eldgossins verður sýnd klukkan 18.55 í opinni dagskrá á Stöð 2 en í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá Heimaeyjargosinu verða næstu þættir „Um land allt" helgaðir þessum sögulega viðburði. Rætt verður við á annan tug Eyjamanna en þátturinn í kvöld fjallar um upphaf gossins og fyrstu klukkustundir. Meðal annarra viðmælenda í kvöld er Brynja Pétursdóttir, sem bjó á Kirkjubæ, í því íbúðarhúsi sem næst stóð upptökunum og fyrst brann í gosinu. Urðaviti er talinn fyrsta mannvirkið sem eyðilagðist en Ólafur segir vitann hafa sprungið fljótlega eftir að gosið hófst. Einu sinni var... Eldgos og jarðhræringar Um land allt Vestmannaeyjar Heimaeyjargosið 1973 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Vestmannaeyingarnir Hjálmar Guðnason og Ólafur Gränz urðu þann 23. janúar árið 1973 vitni að því þegar gossprungan opnaðist austast á Heimaey og stóðu þeir aðeins um 200 metra frá jarðeldinum. Eftir því sem best er vitað eru þeir einu Íslendingarnir sem séð hafa upphaf eldgoss svo nærri upptökunum. Hjálmar lést fyrir sjö árum en í blaðaviðtali fyrir tíu árum lýstu þeir saman þessari einstöku lífsreynslu sinni. Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, strax að loknum fréttum, lýsir Ólafur upphafi eldgossins í fyrsta sinn í sjónvarpsviðtali og hvernig það bar til að Hjálmar vinur hans hringdi eftir langan vinnudag og bað hann að koma með sér í göngutúr um nóttina. Þeir áttu trillu saman og ætluðu í bryggjulabb og síðan austur að Urðavita. Á leiðinni mættu þeir kunningja sínum, öðrum trillukarli, og spjölluðu við hann nokkra stund. Þessi töf gæti hafa bjargað lífi þeirra því þeir voru komnir á móts við Kirkjubæina þegar gosið hófst skyndilega. „Allt í einu, eins og hendi sé veifað, þá rifnar bara jörðin fyrir framan okkur," segir Ólafur Gränz í viðtalinu. Ef þeir hefðu ekki tafist telur Ólafur að þeir hefðu annaðhvort verið komnir að Urðavita, og þá lent handan sprungunnar, eða hugsanlega staðið klofvega ofan á henni, og þá ekki verið til frásagnar. Lýsing Ólafs á upphafi eldgossins verður sýnd klukkan 18.55 í opinni dagskrá á Stöð 2 en í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá Heimaeyjargosinu verða næstu þættir „Um land allt" helgaðir þessum sögulega viðburði. Rætt verður við á annan tug Eyjamanna en þátturinn í kvöld fjallar um upphaf gossins og fyrstu klukkustundir. Meðal annarra viðmælenda í kvöld er Brynja Pétursdóttir, sem bjó á Kirkjubæ, í því íbúðarhúsi sem næst stóð upptökunum og fyrst brann í gosinu. Urðaviti er talinn fyrsta mannvirkið sem eyðilagðist en Ólafur segir vitann hafa sprungið fljótlega eftir að gosið hófst.
Einu sinni var... Eldgos og jarðhræringar Um land allt Vestmannaeyjar Heimaeyjargosið 1973 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira