Þórsarar unnu Stjörnuna - Hreinn hetja Tindastóls Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2013 21:03 Benjamin Smith skoraði 43 stig í kvöld. Mynd/Valli Þórsarar komust aftur upp í annað sætið í Dominos-deild karla í körfubolta eftir fimmstiga sigur á Stjörnunni, 105-100, í spennuleik í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Stjörnumenn hafa nú tapað þremur deildarleikjum í röð. Tindastóll komst á sama tíma úr fallsæti eftir dramatískan heimasigur á Fjölni. Þórsliðið náði Snæfelli að stigum með sigri sínum á Stjörnunni í kvöld en tók annað sætið af Hólmurum vegna betri árangurs í innbyrðisleikjum. Grindavík er með tveggja stiga forskot á toppnum. Tindastól vann tveggja stiga sigur á Fjölni á Sauðárkróki, 86-84, í hinum leik kvöldsins en það var Hreinn Gunnar Birgisson sem skoraði sigurkörfuna þegar aðeins 0,4 sekúndur voru eftir af leiknum. Tindastóll komst upp úr fallsæti með þessum sigri en eru með átta stig eins og bæði Fjölnir og ÍR. Þórsarar héldu út í lokin eftir að Stjörnumenn unnu upp fimmtán stiga forskot þeirra á sjö síðustu mínútum leiksins. Lokakaflinn réðst síðan á vítalínunni og þar vóg frábært vítanýting Benjamin Smith þungt. Benjamin Smith var með með 43 stig og 7 stoðsendingar í leiknum og David Jackson skoraði 29 stig. Jarrid Frye skoraði 35 stig fyrir Stjörnuna og Justin Shouse var með 32 stig. Það voru miklar sveiflur í fyrri hálfleiknum í Þorlákshöfn þar sem bæði Þór og Stjarnan náðu ágætu forskoti en staðan var á endanum jöfn í hálfleik, 47-47. Þórsarar stungu af í þriðja leikhlutunum og virtist vera að gera út um leikinn. Þór var fimmtán stigum yfir, 85-70, þegar sjö mínútur voru eftir en Garðbæingar unnu sig inn í leikinn og lokakafli leiksins var síðan æsispennandi. Justin Shouse minnkaði muninn í eitt stig, 94-93, þegar 59 sekúndur voru eftir af leiknum en Benjamin Smith svaraði með körfu, 96-93 og nýtti síðan tvö víti sem skiluðu Þórsurum fimm stiga forskoti, 98-93, þegar 34 sekúndur voru eftir. Shouse setti niður annan þrist, 98-96, en fékk í kjölfarið sína fimmtu villu og Smith hitti úr öðru vítaskoti sínu, 99-96. Jarrid Frye minnkaði muninn í eitt stig, 99-98 en fékk síðan á sig óíþróttamannslega villu þegar 20 sekúndur voru eftir. Smith nýtti bæði vítin og fékk síðan önnur tvö víti þegar 16,7 sekúndur voru eftir. Smith setti bæði vítin niður og kom Þór fimm stigum yfir, 103-98. Spennan hélt samt áfram. Oddur Kristjánsson minnkaði muninn í þrjú stig, 103-100, þegar 4 sekúndur voru eftir. David Jackson fékk tvö víti þegar 3,6 sekúndur voru eftir og kláraði leikinn með því að nýta þau bæði. Dominos-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Fleiri fréttir „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Sjá meira
Þórsarar komust aftur upp í annað sætið í Dominos-deild karla í körfubolta eftir fimmstiga sigur á Stjörnunni, 105-100, í spennuleik í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Stjörnumenn hafa nú tapað þremur deildarleikjum í röð. Tindastóll komst á sama tíma úr fallsæti eftir dramatískan heimasigur á Fjölni. Þórsliðið náði Snæfelli að stigum með sigri sínum á Stjörnunni í kvöld en tók annað sætið af Hólmurum vegna betri árangurs í innbyrðisleikjum. Grindavík er með tveggja stiga forskot á toppnum. Tindastól vann tveggja stiga sigur á Fjölni á Sauðárkróki, 86-84, í hinum leik kvöldsins en það var Hreinn Gunnar Birgisson sem skoraði sigurkörfuna þegar aðeins 0,4 sekúndur voru eftir af leiknum. Tindastóll komst upp úr fallsæti með þessum sigri en eru með átta stig eins og bæði Fjölnir og ÍR. Þórsarar héldu út í lokin eftir að Stjörnumenn unnu upp fimmtán stiga forskot þeirra á sjö síðustu mínútum leiksins. Lokakaflinn réðst síðan á vítalínunni og þar vóg frábært vítanýting Benjamin Smith þungt. Benjamin Smith var með með 43 stig og 7 stoðsendingar í leiknum og David Jackson skoraði 29 stig. Jarrid Frye skoraði 35 stig fyrir Stjörnuna og Justin Shouse var með 32 stig. Það voru miklar sveiflur í fyrri hálfleiknum í Þorlákshöfn þar sem bæði Þór og Stjarnan náðu ágætu forskoti en staðan var á endanum jöfn í hálfleik, 47-47. Þórsarar stungu af í þriðja leikhlutunum og virtist vera að gera út um leikinn. Þór var fimmtán stigum yfir, 85-70, þegar sjö mínútur voru eftir en Garðbæingar unnu sig inn í leikinn og lokakafli leiksins var síðan æsispennandi. Justin Shouse minnkaði muninn í eitt stig, 94-93, þegar 59 sekúndur voru eftir af leiknum en Benjamin Smith svaraði með körfu, 96-93 og nýtti síðan tvö víti sem skiluðu Þórsurum fimm stiga forskoti, 98-93, þegar 34 sekúndur voru eftir. Shouse setti niður annan þrist, 98-96, en fékk í kjölfarið sína fimmtu villu og Smith hitti úr öðru vítaskoti sínu, 99-96. Jarrid Frye minnkaði muninn í eitt stig, 99-98 en fékk síðan á sig óíþróttamannslega villu þegar 20 sekúndur voru eftir. Smith nýtti bæði vítin og fékk síðan önnur tvö víti þegar 16,7 sekúndur voru eftir. Smith setti bæði vítin niður og kom Þór fimm stigum yfir, 103-98. Spennan hélt samt áfram. Oddur Kristjánsson minnkaði muninn í þrjú stig, 103-100, þegar 4 sekúndur voru eftir. David Jackson fékk tvö víti þegar 3,6 sekúndur voru eftir og kláraði leikinn með því að nýta þau bæði.
Dominos-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Fleiri fréttir „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Sjá meira