Endurgreiðslur vegna erlendra kvikmynda fjórtánfölduðust Erla Hlynsdóttir skrifar 7. febrúar 2013 18:45 Endurgreiðslur íslenska ríkisins vegna erlendrar kvikmyndagerðar fjórtánfölduðust á síðasta ári. Ástæðan fyrir þessu er aukinn fjöldi erlendra stórmynda sem gerðar eru hér á landi. Ríkissjóður endurgreiðir 20% af framleiðslukostnaði kvikmynda eftir að verkefnum er lokið, á grundvelli laga frá 1999. Alls var endurgreitt vegna nítján verkefna á síðasta ári, þar af fjögurra erlendra. Ber þar helst að nefna kvikmynd Baltasars Kormáks, Contraband, Promotheus eftir Ridley Scott og þættina Game of Thrones. Vakin er athygli á því að sum verkefna sem kvikmynduð voru á síðasta ári eru enn ekki komin til útborgunar þar sem fjárhagsuppgjöri hefur ekki verið skilað, og koma þau til útborgunar á þessu ári. Endurgreiðslur vegna framleiðslu kvikmynda hafa aukist mjög á síðustu árum og heildarupphæðin sem ríkið greiddi á síðasta ári var nánast tvöfalt hærri en sú frá árinu áður, eða 593 milljónir króna. Þegar endurgreiðslur vegna innlendrar kvikmyndagerðar eru skoðaðar kemur í ljós að upphæðin er litlu hærri en árið áður, 295 milljónir árið 2011 en 331 milljón í fyrra.Þau nítján verkefni sem fengu endurgreiðslu frá íslenska ríkinu á síðasta ári.Það varð hins vegar algjör sprenging þegar kemur að endurgreiðslum vegna erlendrar kvikmyndagerðar. Upphæðin var nítján milljónir 2011 en var 262 milljónir í fyrra, sem er fjórtánföldun. Þegar heildarendurgreiðslur fyrir síðasta ár eru skoðaðar sést síðan að 44 prósent þeirra eru vegna erlendrar kvikmyndagerðar sem er mikill munur frá sex prósenum árið áður. „Það tókst svona vel til, eins og í fyrra að fá öll þessi erlendu verkefni. Það eru þrír þættir sem skila því. Það er starfsfólkið hérna sem er alið upp í kvikmyndageiranum á Íslandi, það er landslagið okkar og náttúran, og svo að sjálfsögðu þetta 20 prósenta endurgreiðsluákvæði sem koma til útborgunar eftir að búið er að fjárfesta og eyða þessum peningum hér heima," segir Hilmar Sigurðsson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda. Game of Thrones Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Endurgreiðslur íslenska ríkisins vegna erlendrar kvikmyndagerðar fjórtánfölduðust á síðasta ári. Ástæðan fyrir þessu er aukinn fjöldi erlendra stórmynda sem gerðar eru hér á landi. Ríkissjóður endurgreiðir 20% af framleiðslukostnaði kvikmynda eftir að verkefnum er lokið, á grundvelli laga frá 1999. Alls var endurgreitt vegna nítján verkefna á síðasta ári, þar af fjögurra erlendra. Ber þar helst að nefna kvikmynd Baltasars Kormáks, Contraband, Promotheus eftir Ridley Scott og þættina Game of Thrones. Vakin er athygli á því að sum verkefna sem kvikmynduð voru á síðasta ári eru enn ekki komin til útborgunar þar sem fjárhagsuppgjöri hefur ekki verið skilað, og koma þau til útborgunar á þessu ári. Endurgreiðslur vegna framleiðslu kvikmynda hafa aukist mjög á síðustu árum og heildarupphæðin sem ríkið greiddi á síðasta ári var nánast tvöfalt hærri en sú frá árinu áður, eða 593 milljónir króna. Þegar endurgreiðslur vegna innlendrar kvikmyndagerðar eru skoðaðar kemur í ljós að upphæðin er litlu hærri en árið áður, 295 milljónir árið 2011 en 331 milljón í fyrra.Þau nítján verkefni sem fengu endurgreiðslu frá íslenska ríkinu á síðasta ári.Það varð hins vegar algjör sprenging þegar kemur að endurgreiðslum vegna erlendrar kvikmyndagerðar. Upphæðin var nítján milljónir 2011 en var 262 milljónir í fyrra, sem er fjórtánföldun. Þegar heildarendurgreiðslur fyrir síðasta ár eru skoðaðar sést síðan að 44 prósent þeirra eru vegna erlendrar kvikmyndagerðar sem er mikill munur frá sex prósenum árið áður. „Það tókst svona vel til, eins og í fyrra að fá öll þessi erlendu verkefni. Það eru þrír þættir sem skila því. Það er starfsfólkið hérna sem er alið upp í kvikmyndageiranum á Íslandi, það er landslagið okkar og náttúran, og svo að sjálfsögðu þetta 20 prósenta endurgreiðsluákvæði sem koma til útborgunar eftir að búið er að fjárfesta og eyða þessum peningum hér heima," segir Hilmar Sigurðsson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda.
Game of Thrones Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira